Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 1
Umbætur í sorp- málum Nú er unnið að því að finna leiðir til að bæta úr sorpmál- um á Vopnafirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík. Þessir staðir hafa ekki getað leyst úr sorp- málum sínum á fullnægjandi hátt og er nú verið að leita leiða til að farga sorpi á full- nægjandi hátt. Bæjarfélögin hafa tímabundna undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum til að bæta úr þessurn rnálum. Önnur bæjarfélög á Austur- landi hafa þegar gert bragar- bót í sorpmálum. Góð afkoma Tanga á Vopnafírði Afkoma Tanga hf. batnaði verulega á fyrstu sex mánuð- um ársins samanborið við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Hagnaður af rekstrin- um nam 84,3 milljónum króna miðað við 49,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Hagnaður- inn hefur því aukist um 72,3%. Forsvarsmenn fyrir- tækisins þakka góða afkomu velgengni í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska en félagið hefur fjárfest veru- lega í þeirri grein á undan- fömum tveimur árum. Góður dagur í smugunni Sö£ r SSSS&Í Norðfjarðarhöfn stærsta löndunarhöfnin Norðfjarðarhöfn er stœrsta löndunarhöfn landsins sem af er árinu. Þar hefur verið landað 112.359 tonnum í ár. Stœrstur hluti aflans var uppsjávarfiskur, eða rúmlega 66.000 tonn af loðnu, 27.000 tonn af síld og tœp 13.000 tonn af kolmunna. A myndinni sjást tvö af skipum Síldarvinnsluitnar hf, Beitir og Blœngur koina inn til löndunar á sama tíma, Beitir með 900 tonn af kolmunna og Blœngur með rúmlega 200 tonn af rœkju. Ljósm Eg. Sjónvarpsstöðin Sýn og útvarps- stöðin Mono á leið austur Veiði hefur verið heldur dræm í smugunni sem af er, en Barði NK-120 hefur nú verið þar að veiðum í rúma viku. Þó aflaðist mjög vel á sunnu- dag, en veiðin datt fljótiega niður aftur. Bæjarstjórn fundar eftir sumarfrí Bæjarstjórn „Austurríkis" mun funda í fyrsta sinn eftir sumarfrí í dag. Fundurinn verður haldinn á Eskifirði og er eins og lög gera ráð fyrir öilum opinn. Bæjarstjórn hefur tekið upp þá nýbreytni að hafa vikulega viðtalstíma þar sem bæjarbúar geta náð tali af tveimur bæjarfulltrúum og rætt málefni bæjarins. Hverju sinni er til viðtals einn full,- trúi meirihluta og einn full- trúi minnihluta í bæjarstjóm. Þessa dagana vinnur íslenska út- varpsfélagið að því að koma sjónvarpsstöðinni Sýn til allra helstu þéttbýliskjama á Austur- landi. Samhliða því er fyrirtækið að koma útvarpsstöðinni Mono í loftið á Egilsstöðum, Homafirði og í Neskaupstað. Nú þegar hefur Sýn hafið út- sendingar á Homafirði og á Seyð- isfirði en á næstunni fer stöðin í loftið á Djúpavogi, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Reyð- arfirði, Eskifirði og Neskaup- stað. Útvarpsstöðin Mónó er nú þegar farin að heyrast á Egils- stöðum og á Höfn en unnið er að því að koma stöðinni í loftið í Neskaupstað og mun það gerast á næstu vikum. Ekki er hægt að gefa nánkvæmar dagsetningar um það hvenær stöðvamar fara í lofdð á hverjum stað þar sem margir óvissuþættir eru til stað- ar. Það er hinsvegar ljóst að vinnu við þetta ætti að verða lokuð með haustinu. I samtali við blaðið sagði Sigurður Ingólfsson, sem er yfir Tækniþjónustudeild íslenska útvarpsfélagsins, að víðast hvar verði reynt að hafa útsendingar Sýnar á sama hátt og Stöð 2 þannig að ekki þurfi sérstakt loftnet til að ná útsendingunum. Undantekning frá þessu er þó Egilsstaðir þar sem þeir sem vilja ná Sýn þurfa að fjárfesta í UHF loftneti. Aðrir þurfa ekki að kosta öðru til en áskriftinni þar sem sömu afruglarar eru not- aðir á báðar stöðvamar. Þrátt fyrir að nokkrir þéttbýlisstaðir verði útundan í þessar lotu er uppbygginu dreifikerfisins eng- anvegin lokið þannig að þeir sem ekki fá stöðvarnar núna þurfa ekki að örvænta. „Dagskrá Sýnar verður rugl- uð frá fyrsta degi en áskrifendum verður boðið að koma inn í fría kynningaráskrift sem þýðir ókeypis dagskrá í ein- hverjar vikur. Það hefur reynst erfitt að hafa opna dagskrá í sendunum því þá þurfurn við að afrugla merkið inn á hvern sendi. Hin lausnin er einfaldlega einfaldari og því bjóðum við upp á ókeypis kynningaráskrifV'. Skortur á vinnuafll á Austurlandi Ovenju mikið virðist vera auglýst eftir starfskröftum í austfirskum blöðum þessa dagana. Ólöf Magna Guð- mundsdóttir, starfsmaður Vinnumiðlunar Austurlands, segir að greinilegur skortur sé á vinnuafli, en það sé mjög óvenjulegt á þessum árstíma því enn eru tvær vikur í að skólastarf hefjist. Ólöf segir að sérstaklega hafi vantað fólk í sérhæfð störf, svo sem fólk með vinnuvélaréttindi og meirapróf, en skortur hefur verið á fólki í slik störf í allt sumar. Ólöf segir fyrirsjáan- legt að mikill skortur verði á vinnuafli um leið og skólar hefjast. Mikið er auglýst eftir starfsfólki í opinbera geirann og t.d. vantar enn kennara í nokkrar stöður á Austurlandi. Þetta er merki um að fólk færi sig yfir í einkageirann en einnig hefur eftirspurn eftir starfsfólki aukist í opinbera geiranum sökunr aukinnar starfsemi og hefur t.d. ein- setning skólanna talsvert að segja. Munið eftir beltunum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.