Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 Fræðslunet Austurlands menntun, atvlnna, byggð Undanfama mánuði hefur á veg- um s.k. Háskólanefndar SSA, í góðri samvinnu við starfsmenn framhaldsskólanna á Austur- landi og menntamálaráðuneytis- ins, verið unnið að stofnun Fræðslunets Austurlands. Starf þetta á sér nokkum aðdraganda, en á aðalfundi SSA í fyrra var samþykkt að fela nefndinni að vinna að því að koma á fót „mið- stöð háskóla- og endurmennt- unar á Austurlandi & hellip; í samstarfi við austfirskt atvinnu- líf, aðila sem sinna háskóla-, endur- og símenntun svo og stofnanir sem vinna að byggða- málum“. Eins og sjá má á þessari tilvitnun eru tengdir saman þrír mikilvægir þættir: menntun, atvinnulíf og byggðamál. Þessi atriði mynda órofa heild og verður að hugsa þannig ef vænta á jákvæðrar byggðaþróunar á Austurlandi í framtíðinni. Undirbúningur ofangreindrar miðstöðvar, sem í dag er kölluð Fræðslunet Austurlands, hefur verið nokkuð flókinn þar sem um samstarf margra og ólíkra stofnana er að ræða, en nú er svo komið að séð er fram á formlega stofnun fræðslunetsins innan fárra vikna. Starfsemi á vegum þess mun þó heijast strax í næsta mánuði. Nú þegar hefur verið auglýst nám á þriðja ári í rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri. Fljótlega verður síðan kynnt nám á vegum Háskóla íslands og Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands. Þá er og fyrirhugað fjarnám í forritun á vegum Viðskiptaháskólans í Reykjavík. Gengið hefur verið frá skráningu nemenda í það nám. Hér er um að ræða, að þessu sinni, ákveðið þróunar samstarfsverkefni á milli Við- skiptaháskólans og Fræðslunets- ins. Loks er í undirbúningi sam- starf við Kennaraháskóla Islands. Tilgangur fræðslunetsins- Háskólanám og símenntun Segja má að megintilgangur þessa fræðslunets sé tvíþættur. Annars vegar að hlutast til um að boðið verði upp á nám á há- skólastigi á Austurlandi frá starf- andi háskólum og hins vegar að efla símenntun og fullorðins- fræðslu í fjórðungnum á sem flestum sviðum og öllum skóla- stigum, ef svo má segja. Varð- andi háskólanámið þá er vonin sú að hvort tveggja geti orðið um að ræða, reglulegt háskólanám og nám stundað með starfi, sem þá tæki væntanlega lengri tíma að ljúka. Símenntun er aftur á móti rétt að skilja í víðu samhengi. Hún getur verið á háskólastigi, fyrir þá sem sinna mjög sérhæfðu starfi án þess að hafa einhverja sérstaka formlega menntun eða fyrir þá sem eru að leita sér að einhvers konar lífs- fyllingu með tómstundanámi. Reyndar er ekki rétt að vera um of bundinn af formlegum skilum á milli skólastiga þegar um sí- menntun er að ræða, því á end- anurn er það er einstaklingsins að ákveða hvað hann vill og ræður við. Það er hugmynd þeirra sem standa að undirbún- ingi fræðslunetsins að draga úr þessum skilum, m.a. með því að færa háskólanám inn í fram- haldsskólana með tækninni sem gerir fjarkennslu mögulega og með því að virkja kennara framhaldsskólanna við háskóla- kennsluna, t.d. sem aðstoðar- menn háskólakennaranna. Fræðslunet Austurlands verð- ur byggt upp á nánu samstarfi m.a. við framhaldsskólana á Austurlandi, háskólastofnanir á Islandi (og kannski víðar seinna meir), við aðrar stofnanir sem bjóða upp á nám svo og vonandi stofnanir sveitarfélaga. En einn- ig er gert ráð fyrir að aðilar at- vinnulífsins komi formlega að mótun og stjómun þess. Fræðslu- netið á að vera nokkurs konar tengiliður á milli þeirra aðila sem nú sinna háskólakennslu og þeirra sem bjóða upp á fullorð- insfræðslu og símenntunamám annars vegar og hins vegar ein- staklinganna, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Hlutverk þess á að vera að útvega þessum aðilum í fjórðungnum það nám eða þau námskeið sem þeir þurfa og óska eftir hverju sinni. Það á að geta lagt á ráðin með fag- hópum ýmiss konar, sem vilja bæta við þekkingu sína, um lengra eða styttra nám, útbúið námskeiðspakka fyrir þá og séð um mest allan þann undirbúning sem til þarf þar til að kennslunni kemur. Fræðslunetið mun einnig sjálft hafa fmmkvæði að náms- framboði sem almenn þörf er talin á. Fyrirkomulag námsins Við undirbúning að stofnun Fræðslunets Austurlands hefur verið lögð áhersla á notkun fjar- skiptabúnaðar við miðlun náms- efnis. I Framhaldsskólanum í Austur-Skaftasýslu, Verkmennta- skóla Austurlands og Mennta- skólanum á Egilsstöðum verður í haust komið fyrir gagnvirkum sjónvarpsbúnaði sem þessir skólar munu nota í sínu almenna starfi, en verður einnig notaður við kennslu á vegum fræðslu- netsins. Með þessum tækjum verður í beinni, gagnvirkri út- sendingu hægt að stunda nám í rauninni frá skóla hvar sem er í heiminum. Þegar um fjarkennslu er að ræða er þó enn um stundir í meira mæli átt við nám þar sem námsefnið, verkefni, fyrirlestrar og þess háttar er sótt af heima- síðum skólanna af Internetinu og þar sem samskipti nemanda og kennara fara fyrst og fremst fram með aðstoð tölvupósts. Ekki má þó gleyma því að enn um sinn mun stór hluti námskeiða fara fram með hefðbundnum hætti, þar sem nemandi og kennari sitja saman í kennslustofu. Kosturinn hins vegar við þessa nýju fjar- skiptatækni er að hún brýtur þá múra sem fjarlægðir hafa hingað til skapað og gerir jafnvel hverj- um og einum mögulegt að stunda námið þegar henta þykir. Nám með þeim hætti, heima í fjórðungnum, gefur fólki þannig aukin færi á að menntast og endurmenntast án þess að flytj- ast búferlum með öllu því raski sem því getur fylgt. Þeir sem unnið hafa að undirbúningi Fræðslunets Austurlands telja margir að hér sé um að ræða lll.l' Síðasta ferðin tii Færeyjar verður farin fimmtudaginn 3.september og komið heim aftur 8. september. FiW'tefflríl »l.W.rWsÍ!Í3l(Hjf ^AaUSTFAR ehf. 710 SEYÐSFIRÐI - 0) 472-1111 - FAX 472-1105 stórt skóla- og byggðapólitískt mál fyrir Austfirðinga. En hér er einnig um að ræða stórt mál út frá sjónarhóli atvinnulífsins, sér- staklega ef höfð eru í huga náin tengsl þess við mikilvægi endur- eða símenntunar á þessum hrað- breytanlegu tímum þar sem allt er öðru háð í okkar hnattræna samfélagi og þar sem nýjustu upplýsingarnar og þekkingin skipta mestu. Gildi símenntunar Það viðhorf hefur lengi verið ríkjandi að námi ljúki þegar ein- staklingur lýkur hefðbundnu skólanámi og að sú menntun nýtist út ævina. Kannski gerði hún það líka að einhverju leyti, fram á síðustu ár. Nýir tímar krefjast hins vegar nýrra við- horfa og nýrra áherslna. Flestir sem komnir eru á miðjan aldur, svo ekki sé talað um þá sem eldri eru en það, þekkja af eigin raun þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsumhverfi flestra atvinnugreina á síðustu árum, þær hröðu tæknilegu umbylting- ar sem eiga sér stað með skömmu millibili og þær kröfur sem þessi þróun leggur á hvern einstakling sem starfsmann eða almennan borgara. Eg vil í þessu samhengi minna á ágæta grein Magnúsar Guðmundssonar sem birtist í Austra í sumar um breytingar á starfsumhverfi starfsfólks í fiskimjölsbræðslum. Hingað til hafa aðgerðir fyrirtækja til að styrkja sam- keppnishæfni sína og framleiðni einkum miðast við fjárfestingu til að auka hagkvæmni og tækni. Nú þurfa fyrirtæki að huga að aðgerðum á fleiri sviðum. Þar er símenntun og þjálfun stjómenda og starfsfólks mjög mikilvæg. Flest bendir til að fjárfesting í þekkingu og þjálfun starfsfólks verði jafn mikilvæg í rekstri fyrirtækja og fjárfesting í öðrum þáttum er tryggja arðbæran rekstur. Ljóst er að símenntun eykur ekki aðeins hæfni stjórn- enda og starfsfólks til að takast á við störf sín heldur getur hún einnig aukið framleiðni, sveigj- anleika og skilvirkni á vinnu- stað. Það er því til margs að vinna í þessu samhengi. Menntun er byggðamál En það er fleira sem segir okkur að viðhorfsbreytinga og átaks sé þörf þegar um samtengingu menntunar og atvinnulífs er að ræða. Þróun ársverka í þeim atvinnugreinum sem helst eru einkennandi fyrir fjórðunginn er t.d. á þann veg. A íslenskum vinnumarkaði fækkaði ársverk- um í landbúnaði um 1742 á tíma- bilinu 1990 til 1995, í sjávarút- vegi fækkaði um 576, í iðnað um 3342 og í samgöngum um 209. Arsverkum í þjónustu fjölgaði hins vegar um 3003 á sama tíma. Því er svo loks spáð að ársverk- um í landbúnaði fækki um 300- 600 á íslenskum vinnumarkaði á næstu fimm árum og ársverkum í sjávarútvegi (veiðum og vinnslu) fækki um 4200 á sama tíma. Arsverkum í iðnaði mun líklega fjölga um 2000 og margvísleg- um þjónustustörfum um 2500. Það er löngu vitað að þau árs- verk sem hverfa í frumvinnslu- greinum eru einkum á lands- byggðinni, en fjölgunin mun líklega eiga sér stað að mestu á höfuðborgarsvæðinu ef ekkert er að gert. Rétt er og að hafa í huga í þessu samhengi það sem fram kom í rannsóknarskýrslu Stefáns Olafssonar, Búseta á Islandi, að atvinnumál og menntunarmögu- leikar skipta mestu máli um það hvers vegna fólk hefur flust búferlum á síðustu árum eða hyggst gera það á næstu tveimur. Um þrjátíu af hundraði þeirra landsbyggðarmanna sem hyggja á flutning ætla að gera það af menntunartengdum ástæðum af einu eða öðru tagi. Þá er vert að veita því athygli sem fram kom í könnum sem Katrín María Magnúsdóttir frá Egilsstöðum gerði meðal framhaldsskóla- nema á Austurlandi s.l. vetur. En svo virðist sem um 78% svar- enda vilji eiga kost á því að stunda nám á háskólastigi á Austurlandi. Um 70% töldu jafnframt að þeir myndu flytja frá Austurlandi í framtíðinni til þess að mennta sig. Astæðan er auðvitað sú að á Austurlandi er ekki hægt að stunda nám á háskólastigi. Einnig er vert að gefa gaum niðurstöðum úr ann- arri könnun sem gerð var fyrir Háskólanefnd SSA í fyrra um stöðu háskólamenntunar í at- vinnulífi á Austurlandi. Meðal annars voru stjómendur spurðir hvort þörf væri fyrir aukna þekk- ingu meðal almennra starfs- manna fyrirtækja í kjördæminu og svömðu 78% stjómenda því játandi. I frekari svömm kom fram að tölvuþekking skorti fyrst og fremst, en í næstu sætum komu framleiðslu- og þjónustu- þekking, þekking á gæðamálum og tungumálaþekking. Helstu leiðina til að auka þekkinguna meðal starfsmanna sinna sáu stjómendurnir einkum í sérhæfð- um námskeiðum en síðan í end- urmenntun. Loks kom fram að mikill skortur er á sérfræðiþekk-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.