Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 5 Kvennamót í golfl ingu í stjórnun/gæðastjórnun, vöruþróun, sölu- og markaðs- málum og tæknimálum á Aust- urlandi. Neikvæða hliðin á þessu jákvæða viðhorfi er hins vegar sú að 142 af 178 fyrirtækjum verja 1% eða minna (64 engu) af launakostnaði í endurmenntun og þjálfun starfsfólks og 67% forstöðumanna fyrirtækjanna (eða stofnananna) töldu sig ekki reiðubúna til að styrkja starfs- menn fjárhagslega til náms. Jafnrétti til náms Ég tel ljóst vera af ofangreindri þróun og spá um ársverk að staða Austfirðinga er um sumt neikvæð og að breytinga og nýrra viðhorfa er þörf þegar um símenntun er að ræða. Tölurnar hér að ofan, sem birtar eru úr hinum ýmsu könnunum, segja ekkert um það hvort Austfirð- ingar eru betri eða verri en aðrir íslendingar, eða að hér sé eitt- hvað verra að búa en annars staðar. Þær geta hins vegar verið hjálplegt tæki til vinna með, til að bregðast við hugsanlegu ástandi og til að breyta ef þörf er talin á. Þær eru lýsing á sögu og vísbending um framtíð og þær ber að taka alvarlega. Sóknar- átök til að bregðast við þeirri þróun sem tölfræðin virðist sýna á hins vegar ekki að reka á forsendum einhverrar aumingja- stefnu, heldur, í þessu tilviki sem hér er til umræðu, með hlið- sjón af jafnrétti til náms sem fjamámsleiðin getur styrkt, og á þeim forsendum að menn geti sjálfir og þurfi sjálfir að sækja það sem á vantar. Það sem Aust- firðinga sem og íbúa annarra landsbyggðarfjórðunga vantar er m.a. aukin tæknileg þekking til þess að takast á við krefjandi verkefni nútíðar og framtíðar. Ef bregðast á við þeirri þróun sem hér að ofan er lýst þá er aukin almenn menntun svo og sífelld endurmenntun ein af meginfor- sendunum. Til lengri tíma litið er hún mikilvægari en tilkoma álvers í fjórðunginn. Símenntun starfsfólks þarf að verða einn af föstu liðunum á rekstrarreikn- ingi fyrirtækjanna. Þótt skilning- ur og framtak stjórnenda fyrir- tækja skipti hér miklu þá þarf það viðhorf einnig að verða til hjá hverri fjölskyldu að ætla ákveðnu fjármagni af rekstrarfé sínu til símenntunar. Bæði til þess sem oft er kallað tómstunda- nám og einnig til þess sem kannski má frekar kalla starfs- tengt nám eða nám sem eykur faglega þekkingu. Að lokum er stjórnendum fyrirtækja sem og öðrum bent á eftirfarandi ef það mætti koma að gagni: * Það er fyrst og fremst atvinnu- lífsins sjálfs að efla þátttöku fyrirtækja og starfsfólks í sí- menntun. Símenntun verður ekki mikilvægur þáttur í íslensku atvinnulífi nema fyrirtæki og launafólk sjái sér beinan hag af því að leggja fjármagn og tíma í slíkt. * Mikilvægt er að samtök at- vinnurekenda og launafólks leggi áherslu á að kynna umbjóðend- um sínum markvisst mikilvægi stöðugrar símenntunar á vinnu- markaði. * Lagt er til að vinnustaðir skoði sérstaklega kosti upplýsinga- tækninnar varðandi símenntun starfsfólks. Áður óþekkt tæki- færi til að færa menntun og þjálf- un inn á vinnustaði opnast fyrir tilstilli þessarar nýju tækni, sem áður var minnst á og má ætla að kostnaður og erfiðleikar tengdir símenntun starfsfólks minnki. * Litlir og meðalstórir vinnu- staðir, sem hafa ekki burði til að sinna símenntun einir, gætu stofnað til fræðslusamstarfs. * Litlum og meðalstórum vinnu- stöðum, sem eiga erfitt með að senda starfsfólk frá á vinnutíma, er bent á þann kost að tilnefna einn lykilstarfsmann í málefnum símenntunar. Sá starfsmaður gæti aflað sér fræðslu annað hvort með sjálfsnámi eða hjá fræðsluaðila og miðlað þeirri þekkingu til annars starfsfólks á vinnustaðnum. * Enginn er of gamall til að bæta við þekkingu sína með form- legum hætti. Austfirðingar eru hvattir til þess að fylgjast vel með fram- gangi Fræðslunets Austurlands og nýta sér það nám sem í boði er í fjórðungnum hverju sinni. Ekki síst eru þeir þó hvattir til þess að leita til stofnunarinnar með óskir um nám. Við þeim verður brugðist eftir bestu getu. Oðinn Gunnar Óðinsson, staifsmaður Háskólanejhdar SSA Vegna gagnrýni sem fram hefur komið á könnun um viðhorf Austfirðinga til virkjunarfram- kvæmda og stóriðju vill Gallup koma eftirfarandi á framfæri: Markmið umræddrar könn- unar er að fá fram afstöðu Aust- firðinga til virkjana- og stóriðju- framkvæmda almennt og einnig til ýmissa mála sem tengjast þeim, bæði jákvæðra og nei- kvæðra. Gallup er óháð rannsókn- arfyrirtæki sem byggir á fag- mennsku og hlutleysi. Gallup tryggir það að spumingamar séu hlutlausar og könnunin á engan ATVINNA Heilbrigðisstofnunin Egilsstöðum óskar eftir starfsmanni í aðhlynningu sem fyrst, menntun eða reynsla æskileg. Nánari upplýsingar gefur Halla Eiríks- dóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 471 1400 Austfirska kvennamótið í golfi var haldið á bökkum Norðfjarð- arár á vegum Golfklúbbs Norð- fjarðar s.l. laugardag. Til leiks mættu 15 konur frá golfklúbbun- um á Héraði, Eskifirði og Nes- kaupstað. SUN-búðin Neskaup- stað var styrktaraðili mótsins og veitti glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði með og án forgjafar. Að auki var í mótslok dregið úr skorkortum þeirra sem ekki voru í þremur fyrstu sætunum. hátt leiðandi, enda var uppbygg- ing spumingalistans, þ.e. röðun spuminga og orðalag þeirra í höndum sérfræðinga hjá Gallup. Ekki er hægt að birta Leiknar voru 18 holur og urðu úrslit þau að þrjár konur skiptu með sér verðlaununum. Mótsstjóri var Kristinn Þór Ingvarsson GN. Án forgjafar: 1. Laufey Oddsdóttir GE 2. Emelía Gústafsdóttir GFH 3. Dagmar Oskarsdóttir GE Með forgjöf: 1. Emelía Gústafsdóttir GFH 2. Laufey Oddsdóttir GE 3. Dagmar Oskarsdóttir GE spurningar í könnuninni að svo stöddu, þar sem könnuninni er ennþá ólokið, en Gallup er tilbú- ið að svara faglegri gagnrýni á hana, þegar niðurstöður liggja fyrir og spurningalistinn verður lagður fram. Fréttatilkynning Stelpur- athugið!! Ef hann er ábyrgur ökumaður, þá eru miklar líkur til þess að hann sé líka unaðslegur elskhugi. Ef hann er tillitslaus í umferðinni,- þá er hann það líka í rúminu. Hvernig er hægt að þekkja ábyrgan ökumann: Hann spennir beltin og sér til þess að allir aðrir í bflnum geri það líka. I rúminu notar hann að sjálfsögðu viðeigandi öryggisbúnað. Hann ekur ekki undir áhrifum eða þreyttur. Hann myndi aldrei smita þig, ef hann vissi að hann væri með kynsjúkdóm. Hann les umferðina vel, hugsar fram í tímann og þarf því sjaldan að nauðhemla. Hann veit hvað þér finnst best og er fljótur að finna kynörvunarstaðina. Hann ekur eftir aðstæðum og ekki of hratt. Hann fer á þínum hraða í rúminu. Hann sér um að bíllinn sé í lagi. Það sama gildir um samband ykkar. Strákar: Ef hún er tillitssöm í umferðinni, þá er hún það líka í rúminu. Veljið rétt Óskar Þór Guðmundsson Umferðaröryggisfulltrúi Austurlands Húseign til sölu Húseignin Hafnarbraut 8 Neskaupstað ertilsölu. Eignin býður upp á marga möguleika og hefur verið vel við haldið. Allar upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson Melagötu 2, Neskaupstað, sími 477 1177 Cf6inn vötidi Hinn vondi er sá sem hindrar göfgun mannanna barna og stendur í vegi fyrir andlegum þroska þeirra. 1 n 0 Konurnar brugðu sér ípizzuveislu í Egilsbúð að mótinu loknu og þar fóru fram mótsslit. Með konunum á myndinni er Kristinn V. Jóhannsson framkvœmdastjóri SÚN-búðarínnar, sem gaf öll verðlaun mótsins, og Kristinn Þór Ingvarsson, sem var mótsstjóri. Ljósrn. Eg. Um könnun Gallup

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.