Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 7 Sextíu ára glstiafmæli Tærgesenshúss Sextíu ár eru nú liðin síðan Kaupfélag Héraðsbúa hóf rekstur gistihúss í Tærgesenshúsi á Reyðarfirði.Tærgesenshús er elsta húsið á Reyðarfírði en það var byggt árið 1870. Húsið var reist út með firðinum og var það notað sem útgerðarbækistöð. Húsið var svo selt og var það dregið í heilu lagi á tunnum inn á Búðareyri þar sem það hefur staðið fram á þennan dag. I húsinu var rekinn bamaskóli veturinn 1897-1898 og er samfellt skólahald á Reyðarfirði talið frá þessum vetri. Arið 1912 festi Kaupfélag Héraðsbúa kaup á húsinu, en því var svo breytt í gistihús árið 1938 og hefur það verið rekið samfellt síðan. A stnðsárunum var Tærgesenshús mikið sótt af „offiserum“ í breska og bandaríska hernum. Blaðamenn Austurlands fóru í heimsókn í Tærgesenshús í tilefni af afmælinu til að ræða við gestgjafana. Það er augljóst þegar maður gengur inn í húsið að það á sér sögu. Eins og í mörgum gömlum húsum rfkir í Tærgesenshúsi sérstakur andi. Maður finnur enduróm horfinna kynslóða í loftinu og óskar þess að veggimir gætu talað. Gestgjafamir í Tærgesenshúsi era þau Karl Sigmar Karlsson og Guðrún Sigríks Sigurðardóttir. Þau tóku vel á móti blaðamönnum og sest var að spjalli yfir kaffibolla. heitt bað og tók góðan tíma í það. Hitinn og gufan frá baðinu var hins vegar svo mikil að reyk- skynjarar í húsinu fóra í gang og aumingja Belgarnir héldu að væri kviknað í og hlupu fá- klæddir út úr húsinu og því varð lítið úr svefninum þeirra. Karl og Guðrún segja það vinnan nánast allan þeirra tíma og því mega þau varla vera að því að fara í heimsóknir eða stunda félagslíf. Þau hafa þó eignast góða vini á Reyðarfirði og þau eru m.a. í matarklúbbi sem þar er starfræktur. Þeim lík- ar vel við Reyðfirðinga sem þau segja vera gott og jákvætt í'ólk. Karl og Guðrún segja reksturinn vera farinn að bera sig ágætlega en telja að það þurfi fimm ár til Árið 1996 tóku þau Karl og Guðrún við rekstri gistiheimilis- ins. Þau koma frá Þorlákshöfn og hafði Karl verið sjómaður þar í 30 ár, en hann er vélstjóri að mennt. Guðrún er hins vegar kennari og starfaði hún sem slíkur á Þorlákshöfn í 26 ár og hún kennir nú í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Karl kom í land árið 1996 og fór að leita sér að áhugaverðri vinnu. Hann rakst svo á auglýsingu í blaði þar sem Tærgesenshús var auglýst til sölu. Karl fór og skoðaði húsið og varð strax skotinn í því. Það varð svo úr að þau hjónin seldu húsið sitt í Þorlákshöfn og keyptu elsta húsið á Reyðarfirði og helltu sér út í rekstur gisti- húss, en þau höfðu aldrei komið nálægt slíkum rekstri áður. I fyrstu ætluðuð þau bara að reka gistihús samhliða annarri vinnu, en þau fóra út í veitingarekstur af hálfgerðri tilviljun. Þau voru beðin að taka einn mann í mat sem var í gistingu hjá þeim og eldaði Karl ofan í hann í nokk- um tíma og fékk þar með smá æfingu í matreiðslunni. I kjölfar- ið voru þau svo beðin að taka fleiri menn í fæði og þar með var veitingasalan farin af stað. Fólk sem hefur komið til Reyðarfjarð- ar til að vinna í síld og loðnu hef- ur fengið gistingu og mat í Tærgesenshúsi og hefur það hjálpað upp á reksturinn að hafa viðskiptavini stærstan hluta árs- ins. Karl og Guðrún hafa svo ný- lega hafið sölu á hamborgurum og Pitsum og segja þau söluna hafa farið vel af stað. Að sögn Karls og Guðrúnar hefur sumarið gengið ágætlega hjá þeim þrátt fyrir slæmt veður. Útlendingarnir breyta sínum áætlunum ekki mikið þó að veðrið sé ekki gott en það eru frekar íslendingarnir sem elta veðrið, enda segir Karl gestum hafa fjölgað eftir að veðrið fór að versna fyrir sunnan. Gistingin í Tærgesenshúsi er á afar hag- stæðu verði eða 1300 kr. nóttin og það virðast margir kunna að meta og Karl og Guðrún muna aðeins eftir einu tilviki þar sem einhver snéri frá vegna þess að honum fannst dýrt að gista hjá þeim. Islendingamir koma aftur og aftur og útlendingamir lofa að segja vinum og kunningjum heima fyrir frá gistiheimilinu svo fólk virðist einnig vera ánægt með aðstöðuna og þjón- ustuna. Karl og Guðrún hafa t.d. fastagesti sem koma reglulega til Reyðarfjarðar í viðskiptaerindum og eigi hjá þeim annað heimili. Karl og Guðrún segja margt spaugilegt koma upp á í rekstrin- um. Til dæmis hafi í sumar gist hjá þeim enskur sérvitringur. Á sama tíma var í gistingu hjá þeim hópur 14 Belga og var þetta eini morguninn í ferðinni sem þeir máttu sofa út. Hins vegar vaknaði sérvitringurinn enski klukkan hálf fimm um morguninn og fór í bað. Ekki vildi betur til en svo að Englendingurinn fór í sjóðandi Hundahótelið að Hofi lokar Hjónin Karl Sigmar Karlsson og Guðrún Sigríks Sigurðardóttir fyrirframan afgreiðsluborðið í Tcergensenhúsi. Húsið er stútfullt af gömlum munum og vel þess virði að heimsækja. Ljósm. as hafa verið mikil viðbrigði að að koma honum í stöðugt form. flytja frá Þorlákshöfn til Þau segja það ekkert þýða að Reyðarfjarðar. Þau búa ekki í prufa svona rekstur því að menn íbúðahverfi og þar með eiga þau verða að hafa þolinmæði til að í raun enga nágranna og það sjá hvað verður úr honum og finnst þeim skrýtið. Einnig tekur þessa þolinmæði skortir marga. Uppgreftrinum lokið í síðustu viku lauk uppgreftinum sem staðið hefur í allt sumar að Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð. Nú er talið öruggt að byggingar- leifarnar sem fundust við upp- gröftinn séu leifar stafkirkju, en slík bygging hefur ekki áður fundist hér á landi þótt þeirra sé getið í rituðum heimildum. Einn- ig fundust á annan tug grafa og nokkuð af beinum. Steinkross sem fannst virðist vera úr mó- bergi en það er ekki að finna í Seyðisfirði og því virðist efnið í hann vera aðflutt. Einnig fannst fyrirbæri sem kallast met, en það er lóð sem notað var sem mæli- eining á víkingaöld. Að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra, er uppgreftinum lokið í bili en vinna mun hefjast að nýju við Þórarinsstaði næsta vor. Steinunn mun nú halda utan til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hún er í doktorsnámi í fomleifafræði, en uppgröfturinn er liður í doktorsverkefni hennar. Steinunn segir hópinn, sem unnið hefur að uppgreftrinum, vera í skýjunum með árangurinn sem hafi verið framar vonum. *■ Allt að 70% afsiáttur 039"'" 20 oÆ"£a Súnbúöin Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133 09 Inamóta t\\ m»nan Á næstunni mun Hundahótelinu að Hofi á Norðfirði verða lokað fyrir fullt og allt. Hótelið hefur gert mörgum hundaeigendum kleift að fara í ferðalög án besta vinarins, en það er ekki á allra færi að fóstra hunda. Að sögn Önnu Körlu Björnsdóttur sem hefur rekið hótelið ásamt manni sínum, Guðbjarti Hjálmarssyni, hefur aðsókn að hótelinu minnkað í sumar og það hafi grafið undan rekstrargrandvelli fyrirtækisins. Anna telur að bæta þyrfti aðstöðuna nokkuð, en það er afar dýrt og ekki grandvöllur fyrir því að svo stöddu og því hafi þau ákveðið að hætta rekstrinum. Anna Karla Björnsdóttir, ann- ar eigandi Hundahótelsins ásamt einum hunda sinna. Ekki var hœgt að sjá annað en gestirnir vœru ánœgðir með þjónustuna á Hótelinu, en hundarnir tóku fagnandi á móti blaðamönnum Austurlands.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.