Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 8
Kryddíegnar lærisneiðar og kótilettur. ^ Bayon skinka ■ ð aWa daga frá kl-l0.oo-lQ 9-o0 NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraösfréttablað landsins, stofnaö 1951 / síðustu viku kvöddu Norðfirðingar vini sína frá Sandavogi seni koinu í heiinsókn í áttunda skiptið síðan samskipti bœjarfélaganna hófust. Fœreyingarnir voru ánœgðir með dvölina, en þeirfóru m.a. út að borða og á ball í Egilsbúð í boði bœjarins. Fœreyingarnir fóru einnig norður til Akureyrar þar sem kór þeirra, Vogakórinn, hélt tónleika. Frœndur okkar voru svo kvaddir með virtum með grillveislu í Lystigarðinum. A eftir grillveislunni var farið í leiki og að lokum var dansaður hefðbundinn fœreyskur hringdans. Myndiit liér að ofan var tekin þegar Fœreysk og íslensk börn reyndu með sér í reiptogi og eins og glögglega má sjá var ekkert gefið eftir og kraftarnir reyndir til hins ýtrasta. Ljósm. as Ormsteiti hefst á laugardag Á laugardag hefst hátíðin „Ormsteiti“ sem haldin er á Héraði. Hátíðin mun saman- standa af fjölbreyttri dagskrá skemmtiatriða og keppnisgreina og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin stendur í Mest af kol- muna til SVN Kolmunnaveiðar hafa ekki gengið eins vel og vonast var til en þó hefur aflast sæmi- lega. Hjá Sfldarvinnslunni á Norðfirði hefur nii verið landað 12.958 tonnum, en 8723 tonnum hefur verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskiijarðar. 4218 tonnum hefur verið landað á Seyðis- firði og 2162 tonnum á Fá- skrúðsfírði. rúma viku og verður sú vika ef- laust lífleg á Héraði. M.a. bjóða aðilar í ferðaþjónustu almenn- ingi í heimsókn, Allsherjargoði fremur seið í Selskógi, farið verður í gönguferðir og skemmti- skokk, boðið verður í ókeypis bíó, Mynjasafnið býður til sýningar á gömlum vinnubrögð- um til sveita og jazztónleikar verða haldnir í Valaskjálf. Laugardaginn 29. ágúst verður svo markaðsdagur þar sem m.a. verður seld uppskera og hand- verk, kór mun syngja, haldin verður aflraunakeppni, flugsýn- ing og fallhlífastökk, Fiðrildin sýna þjóðdansa, keppt verður í hinum ýmsu greinum og margt fleira. Um kvöldið verður svo heimsfrumflutningur á konsert fyrir sög og greiðu, boðið verður upp á eldsteikt hreindýrakjöt og leikin verður létt lónlist. Þá verður einnig haldið hagyrð- ingakvöld undir stjórn Ágústar Olafssonar og harmonikkuball í Valaskjálf. Hér er að sjálfsögðu aðeins minnst á það helsta í dagskránni en hún er óvenju glæsileg í ár og er von að sem flestir láti sjá sig. Veikur sjómaður Á sunnudag fór Hafbjörg, björg- unarskip Gerpis, út á mið með lækni innanborðs. Skipverji á togaranum Gissuri hafði veikst og var því afráðið að hringja á lækni. Hafbjörg flutti lækninn út í Gissur sem svo hélt til hafnar á Norðfirði og var maðurinn fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið. Veikindi mannsins reyndust ekki alvarleg. Innbrot í Neskaupstað Aðfaranótt föstudags var brotist inn í skrifstofuhúsnæðið að Egilsbraut 11. Farið var inn um glugga á húsinu í þeim hluta þess sem er í eigu Vátrygginga- félags Islands. I þeim enda húss- ins var brotist inn á skrifstofu Starfsmannafélags Neskaup- staðar og voru hurð og dyrastaf- ur eyðilögð. I þeim enda var einnig farið inn á skrifstofur Mjólkursamlags Norðfirðinga og rótað í skápum og skúffum, en innbrotsþjófamir höfðu ekk- ert upp úr krafsinu nema smá- hluti. Því næst var stunginn upp lás á millihurð og farið inn á skrifstofur Verkalýðsfélags Norð- firðinga. Þar spörkuðu innbrots- þjófamir upp hurð á einni skrif- stofu og leituðu að einhverju fé- mætu. Þar var heldur engu stolið nema smáhlutum. Innbrotsþjóf- arnir fóru hins vegar ekki inn á hina skrifstofu Verkalýðsfélags- ins heldur fóm þeir upp í fundar- salinn á efri hæðinni og þaðan var tekið myndbandstæki. Inn- brotsþjófamir virðast hafa haft nægan tíma til að athafna sig því að tölva á skrifstofu formanns Verkalýðsfélagsins var ræst og fiktað í skjölum með þeim af- leiðingum að tvö forrit hurfu, en einu var hægt að bjarga. Einnig virðast þjófarnir hafa sest niður og drukkið bjór og reykt síga- rettur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins, en það er enn í rannsókn og liggja ákveðnir aðilar sterklega undir gmn. Að sögn formanns Verka- lýðsfélagsins mun málið verða leyst án afskipta lögreglu ef inn- brotsþjófarnir gefa sig fram, skila því sem þeir stálu og bæta skaðann sem þeir ollu á húsnæð- inu. Nesskólí mun starfa um allan bæ Byggingarframkvæmdir við Nes- skóla hafa valdið því að ekki geta allir bekkir hafið nám sitt í haust innan veggja skólans. 9. og 10. bekkur verða báðir í húsnæði Verkmenntaskólans eins og áður, en 5. bekkur verður alfarið inn á Kirkjumel í vetur og 6. bekkur verður í Safnaðar- heimilinu fram að áramótum. En það er ekki nóg með að kennt verði á víð og dreif heldur mun kennslutími einnig breytast og er það fyrst og fremst vegna tvísetn- ingar skólans og aukins tíma- fjölda hjá yngstu nemendunum. Þeir sem hafa verið eftir hádegið munu því byrja skóladaginn kl: 12:30. Nemendur eiga að mæta í skólann 4. september sem hér segir 1.-3. bekkir kl: 13:00 í Nesskóla. 4.-5. bekkir kl:09:00 í Nesskóla. 6.-8. bekkir kl: 10:00 í Nesskóla. 9. og 10. bekkir kl: 11:00 í Verkmenntaskólann. Áætlað er að fyrsta áfanga nýbyggingarinnar ljúki um áramót, en þó verður gengið frá salemum fyrir nemendur áður en skólinn byrjar. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.