Austurland


Austurland - 27.08.1998, Síða 2

Austurland - 27.08.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) íff 4771383 og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson Sff 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Orka og umhverfisvernd I lok síðustu viku heimsótti stjóm Landsvirkjunar og aðrir fulltrúar fyrirtækisins Austurland í þeim tilgangi að skoða fyrirhugaða virkjunarstaði og ræða við fulltrúa heimamanna um virkjunarmál. Þeir Landsvirkjunarmenn héldu tvo fundi á laugardag, á þann fyrri voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga en á þann síðari fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila eins og umhverfisverndarsamtaka og ferðamálasamtaka. A þessum fundum voru Austfirðingar upplýstir um stöðu mála og eins fóru fram umræður og skoðanaskipti. Allmikil umræða hefur að undanförnu verið um virkjunarmál og orkufrekan iðnað á Austurlandi og hafa svonefndir umhverfisvemdar- sinnar haft hátt enda flestir fjölmiðlar veitt málflutningi þeirra mikið rými.Svo virðist sem harkan í málflutningi umhverfisvemdarsinna hafi haft áhrif á suma sveitarstjómarmenn og er afstaða þeirra til virkjunar og orkufreks iðnaðar fjarri því að vera eins afgerandi og ætla mætti ef mið er tekið af ályktunum sveitarstjórna og Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi sl. tvo áratugi.Það er nefnilega staðreynd að austfirskir sveitarstjómarmenn hafa nánast verið óþreytandi að minna á nauðsyn þess að austfirsk fallvötn verði virkjuð í þeim tilgangi að nýta orkuna til iðnaðarstarfsemi í tjórðungnum. Margoft hefur verið bent á það í ályktunum sveitarstjórnarmannanna að nauðsynlegt sé að flýta aðgerðum á þessu sviði því með þeim hætti sé unnt að vinna gegn óhagstæðri íbúa- þróun og stuðla að eflingu austfirsks samfélags á fjölmörgum sviðum. Segja má að unnt sé að skipta málflutningi umhverfisverndarsinna í tvennt. Þeir sem láta sig málið varða og búa utan Austurlands koma gjarnan hreint fram og lýsa sig mótfallna virkjunarframkvæmdum og þá um leið orkufrekum iðnaði. Hinn hópurinn, en í honum eru flestir austfirsku umhverfisverndarsinnarnir, gera kröfu um óendanlegar rannsóknir og krefjast lögformlegs umhverfismats vegna framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun en sætta sig ekki við það mat á umhverfisáhrifum sem Landsvirkjun er að ljúka við.Landsvirkjun hefur bent á að vegna þess að framkvæmdaleyfi var veitt fyrir Fljótsdalsvirkjun þegar árið 1991 nái lög um mat á umhverfisáhrifum ekki til þeirrar framkvæmdar en fullyrða jafnframt að það umhverfismat sem fyrirtækið hefur unnið að sé hvað innihald varðar sambærilegt við lögformlegt umhverfismat og þess vegna korni fyllilega til greina að leggja það fyrir Skipulagsstofnun rétt eins og um lögformlegt umhverfismat sé að ræða. Sömuleiðis hefur verið bent á að ef á að framkvæma lögformlegt umhverfismat frá grunni þá geti sú vinna tekið allt að tveimur árum og á þeim tíma geti allar forsendur breyst, ekki síst forsendur orkusölu. Sumir sem fylgjast með umræðunni gera því skóna að tilgangur austfirskra umhverfisverndarsinna sé fyrst og fremst sá að tefja framgang virkjunarmálanna í þeirri von að alþjóðleg umræða og alþjóðlegir samningar muni gera Islendingum sífellt erfiðara að ráðast í umræddar framkvæmdir. Hér skal tekið fram að deilan um umhverfismat snýst eingöngu um Fljótsdalsvirkjun því aðrir virkjunarkostir eru að sjálfsögðu allir háðir lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar á meðal margumrædd Kárahnjúkavirkjun. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna nánast allt sem gert er og tengist virkjunarmálum á Austurlandi. Þegar haldnir eru fundir er fyrirkomulag þeirra gagnrýnt með stóryrtum ályktunum í helstu fjölmiðlum og þegar viðhorf íbúanna eru könnuð er einnig sett út á það með ómaklegum hætti.Vissulega eiga vamaðarorð hvað umhverfismál varðar fullan rétt á sér þegar jafn veigamikil mál og hér um ræðir eru til umræðu en hæpið verður að teljast að málflutningur æstustu umhverfisverndarsinna hér eystra afli málstað þeirra mikillar samúðar almennings. Einn er sá þáttur sem umhverfisvemdarsinnar hafa lagt áherslu á en það er almenn kynning á þeim virkjunarframkvæmdum sem hugsanlegar em hér eystra. Tekið skal undir þetta en ef á að efna til almennra kynningarfunda mega þeir ekki fyrst og fremst verða vettvangur æsingaumræðu hörðustu umhverfisvemdarsinna heldur eiga þeir miklu fremur að vera vettvangur hlutlægrar kynningar og málefnalegra skoðanaskipta. A næstu dögum munu niðurstöður Gallup-könnunar um afstöðu Austfirðinga til virkjunarframkvæmda og orkufreks iðnaðar verða kynntar. Vonandi verða niðurstöður hennar á þann veg að þær sýni ótvíræðan vilja íbúanna til að nýta austfirska orku til atvinnuuppbygging- ar í fjórðungnum. Slík uppbygging á að geta haft afar jákvæð áhrif á aust- firskt samfélag og skipt sköpum fyrir atvinnu- og íbúaþróun. S.G. BN 96 endar leiktíðina með glæsibrag Á laugardag lék BN'96 vináttu- leik við Þrótt í Neskaupstað. Leikið var í 2x30 mínútur og var staðan jöfn að leiktíma loknum, 1-1. Þá var ákveðið að knýja fram úrslit með víta- spyrnukeppni og hafði BN sig- ur að henni lokinni. Það skal þó tekið fram að Þróttur tefldi ekki fram sínu sterkasta liði. Þetta er glæsilegur endir á leiktíð surn- arsins hjá þessu skemmtilega frístundaliði þar sem leikgleðin er ávallt í fyrirrúmi. Áður en leikurinn hófst sýndi Sigurður Kári Jónsson fallhlífarstökk nreð glæsibrag við rnikinn fögnuð áhorfenda. Glaðbeitt lið BN ‘96 að loknum glœstum sigri í leik gegn Þrótti. Vel sðtt tóbaksvarnarráðstefna Á föstudag og laugardag var veru að söluaðilar þurfi sérstakt verði hækkað til samræmis við haldin tóbaksvamarráðstefna á söluleyfi eins og þeir sem selja það sem hæst gerist í Evrópu. Egilsstöðum. Um 75 manns áfengi og að þeir missi leyfið ef Einnig ályktaði ráðstefnan að öll sóttu ráðstefnuna og var meiri- tóbak er selt bömum og ungling- þjónusta ætti að taka mið af því hluti gesta úr heilbrigðisstétt- um. Þá ályktaði ráðstefnan um að reykingar séu óæskilegt frá- inni. Þátttakendur sýndu mikinn að tóbaksverð verði tekið út úr vik frá eðlilegu lífemi. áhuga á efninu og ítrekað tjáði vísitölu neysluverðs og að það fólk sig um að virkilega væri þörf á að heilbrigðisstarfsmenn tækju sér tak í tóbaksvamarmál- um og var að heyra að þar væri sókn besta vömin. Fyrirlesarar vom bæði íslenskir og erlendir og m.a. var lesin upp ræða herra Olafs Ragnars Grímssonar, for- seta Islands, sem hafði ætlað að vera viðstaddur en komst ekki sökum anna. Ráðstefnan sam- þykkti ályktanir sem m.a. kveða á um að farið verði varlega í breytingar á rekstrarfyrirkomu- lagi ÁTVR og að breyta fyrir- komulagi á smásölu tóbaks í þá Ókeypis smáar Til sölu Toyota Touring GLI árg. '93 ekinn 45.000 km. Uppl. í s. 477-1429 á kvöldin Gestir á tóbaksvarnarráðstefnunni á Egilsstöðum voru flestir úr heilbrigðisstétt og voru þeir sammála um að lierða þyrfti róðurinn í tóbaksvarnarmálum. Meðal annars var samþykkt sú ályktun að öll þjónusta œtti að taka mið af því að reykingar séu óœskilegt frávik frá eðlilegu líferni. Ljósm. as Tapað / fundið Tannréttingargómur Fundist hefur tannréttingar- gómur (efri gómur). Fannst inn í Teig. Uppl. í síma 477 1623 Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskiljörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó í? V öruf lutní ngar ®477 1190 Ódvrt þakjárn Loft- og veggklæðningar Framleiðum þakjárn, loft- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgráttog grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, tax 554 5607

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.