Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1998 Starfskraftur óskast Óskum eftir snyrtipinna í helgarræstingar í Egilsbúð. Upplýsingar í ® 477-1321 Birgir EGILSBUÐ lijaita baijatbis Pizza 67 sími 755-6767 og 477-1867 & Hótel Egilsbúð sími 477-1321 Atv INNA Okkur vantar nú þegar starfsfólk í pökkun og snyrtingu í frystihúsi félagsins. Þeir sem óska eftir starfi nú eða á síidarvertíð eru beðnir að hafa samband í síma 470 7092 eða 895 9902. Athugið að nauðsynlegt er að fá inn starfsumsóknir nú vegna komandi vetrar því ef ekki fœst nœgiiega margt bcejarfólk til starfa, verður fyrirtœkið að ráða aðkomu og/eða erlent starfsfólk. Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Oskar! Ég tek fótboltakveðju þína á kassann og þruma henni til baka í föðurhúsin. Því það er ekki hægt annað en að svara þessu rugli þínu í síðasta tölublaði. Þær eru reyndar ágætar vanga- veltur þínar um sameiningu KVA og Þróttar en þegar þú ferða að tala um meint metnaðar- leysi mitt og leikmanna Þróttar, þá hefur þú ekki hugmynd um það sem þú ert að tala um. Það er nokkuð ljóst að þú þekkir minn metnað lítið. Heldur þú virkilega að metnaður okkar Þróttara hafi ekki verið allt annar og meiri en að lenda í 3. sæti í riðli okkar í 3. deild? Mig langar að segja þér það að markmið okkar allra sem komu að meistaraflokki í sumar var mjög einfalt. Við ætluðum okkur upp um deild, til marks um það þá hófum við undirbún- ing okkar um mánaðamótin október - nóvember í fyrra og æfðum að jafnaði fimm sinnum í viku allt þar til keppnistímabili okkar lauk nú um miðjan ágúst. Við fórum t.d. í þrár æfingaferð- Ókeypis smáar Til sölu Welson hljómborð. Kr. 10.000. Uppl. síma:477-1724 Barnfóstra óskast „Amma" óskast fyrir 2ja ára stelpu nokkur kvöld og nætur í mánuði. Þarf að geta hafið störf seinnihluta september. Uppl. ís. 477-1054 Kristín Ibúð óskast 3-4 herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsingar í símum 477 1358 og 477 1301. Hrafnhildur m Frá Verkmenntaskóla Austurlands Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. september n.k. Afhending stundaskráa og bókalista fer fram mánudaginn 31. ágúst frá kl. 10.00-14.00 á skrifstofu skólans. Fundur með nýnemum er sama dag kl. 14.30 ístoful. Athugið að stundatðflur verða aðeins afhentar þeim sem greitt hafa tilskilin skólagjöld! Heimavistin verður opnuð mánudaginn 31. ágúst kl. 10.00 f.h. Fundur með heimavistarbúum og aðstandendum þeirra verður sama dag kl. 16.00 í sal mötuneytisins. Frestur til að skrá sig utanskóla rennur út 10. september. Verið velkomin í skólann! Skólameistari ir suður fyrir mót og spiluðum níu æfingaleiki á undirbúnings- tímabilinu. Menn halda slíkt álag ekki út nema þeir hafi mik- inn persónulegan metnað til að bæta og standa sig fyrir félag sitt. Því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp en ástæðurnar eru allt aðrar en metnaðarleysi mitt sem þjálfara eða leikmanna minna. Þú nefnir réttilega að einn leikmaður Þróttar, þ.e. Grétar Stephensen hafi verið að hugsa um að skipta yfir í KVA fyrir mót. Að sjálfsögðu lögðum við hart á að halda Grétari enda góð- ur leikmaður þar á ferð með mikinn metnað fyrir sjálfan sig og félag sitt. Ég efast heldur ekki um að mörg hinna stærri félaga fyrir sunnan, en þú kallar þau kannski „alvöru félög", eru farin að horfa hýrum augum til margra leikmanna ykkar í KVA þar sem þeir hafa verið að spila virkilega vel í sumar. Þá ætla ég að vona félags ykkar vegna að þeir fari ekki, heldur hafi metnað til þess að spila og standa sig hjá sínu félagi því KVA er þeirra félag er það ekki? Eru ekki bara heimamenn í liðinu? Einnig skalt þú fara varlega þegar þú ákveður að flokka lið sem einhverskonar „alvöru lið", hvað kallar þú þá hin liðin? Einhverskonar „djók lið"? Hvað veist þú um það hvað menn eru að leggja á sig í hinum liðunum sem þú flokkar ekki sem „alvöru lið". Svona skrif flokka ég undir hroka. Nei, Óskar minn, eins og þú sérð þá tek ég ekki við þessari fótboltakveðju þinni og næst þegar þú festir orð á blað skalt þú hafa eitthvað fyrir þér í skrifum. Hlynur Eiríksson, Þjálfari meistaraflokks Þróttar Undirbúningur síltíar- vertíðar hafinn Starfsmenn Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað eru þessa dagana í óða önn að undirbúa komandi síldarvertíð. Þegar Ijósmyndari Austurlands átti leið hjá á dögunum voru þeir í óða önn að þvo síldartunnur. Vonandi verður þörffyrir semflestar af þessum tunnum á komandi vertíð. Ljósm. as Alltaf í boltanum...

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.