Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Mikið um að vera á stöWíirði I liðinni viku voru blaðamenn Austurlands á ferðinni á Suðurfjörðum og heimsóttu þá m.a. Stöðvarfjörð. A Stöðvarfirði kíktu blaðamenn í heimsókn á nokkrum stöðum og svipuðust um í plássinu og komust að því að bærinn er einstaklega vinalegur og náttúrufegurðin einstök. Tónlistarlíf stendur í blóma, listagallerí er starfrækt í bænum og margir þekkja steinasafnið hennar Petru sem orðið er heimsþekkt. Stöðvarfjörður er staður sem mjög gaman er að heimsækja og þar er örugglega gott að búa og má segja að bærinn sanni hið fornkveðna: „margur er knár þótt hann sé smár“. Meira verður fjallað um Stöðvarfjörð í næsta blaði. „Bser án tónlistar er fátækur bær“ Það hefur vakið athygli margra hversu öflugt tónlistarlíf er á Stöðvarfirði. Tónlistarskólinn er afskaplega vel sóttur og t.d. voru hátt í 60 manns við nám þar síð- asta vetur, en það er ansi mikið í bæ með u.þ.b. 300 íbúa. Á Stöðvarfirði er einnig starf- ræktur kirkjukór og einar fjórar unglingahljómsveitir er að finna í bænum. Sumir segja að þessa grósku megi að miklu leyti þakka hinum duglegu kennurum tónlistarskólans, en þar fer fremstur í flokki hinn norski Thorvald Gjerde. Thorvald hefur nú verið tónlistarkennari á Stöðvarfirði í fimm ár. Hann kynntist íslenskri konu, Freyju Kristjánsdóttur, frá Kópavogi og þannig vildi til að leið hans lá hingað yfir á Frón. Thorvald og Freyja fréttu svo af lausum stöðum á Stöðvarfirði og ákváðu að slá til. Thorvald segir kostinn við að flytjast í smábæ vera þann að hann hafi getað valið sér starf við hæfi, en það hefði verið erfiðara í Reykjavík, þar sem meira er um tónlistarmenn og mikil samkeppni um stöður. Það er þó ekkert nýtt fyrir Thorvald að búa í smábæ, því hann kemur sjálfur frá smábæ á vesturströnd Noregs og er meira að segja bóndasonur og því kippir hann ^v&'P'ó<ur hf Esk'Vrd/ Vantar stafsfólk til starfa við síldarvinnslu strax Um er að ræða vimiu við niðurlagningu á síld og síðan síldarsöltun og frystingu í vetur. Mikil vinna framundan. Getum útvegað húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 476 1364 Síldartankar sandblásnir Tliorvald Gjerde við píanóið en hann kennir auk þess á harmonikku, gítar, orgel og hljómborð. sér ekki upp við fámennið. Thorvald kann líka mjög vel við sig á Stöðvarfirði og segir hann bæjarbúa hafa tekið sér afar vel, en það eina sem hann finnur að dvölinni hér á Austurlandi er að þau hjónin eru mjög langt frá ættingjum sínum. Þegar Thorvald var kominn á Stöðvarfjörð fann hann fljótt að áhugi á tónlist var mjög mikill í bænum og nemendum í Tónlist- arskólanum fjölgaði hratt. Thor- vald var mjög ánægður með þetta því honum finnst bær þar sem ekki er tónlistarlíf vera fá- tækur bær og á slíkum stað gæti hann ekki hugsað sér að búa og það á örugglega við um fleiri. Thorvald telur tónlistina skipta miklu máli fyrir litla bæi og hún sé örugglega eitt af því sem heldur í fólk. Eins og áður sagði er tónlist- arlífið á Stöðvarfirði öflugt. í tónlistarskólanum er hægt að læra á harmonikku, gítar, orgel, hljómborð, þverflautu, píanó og svo á hefðbundin „hljómsveitar- hljóðfæri" eins og rafbassa, - gítar og trommur. í tónlistarskól- anum er einnig forskóli fyrir yngri börnin og barnakór sem Thorvald stjómar sjálfur. Thor- vald er einnig stjómandi og einn af stofnendum Samkórs Suður- fjarða sem er m.a. að fara að gefa út geisladisk, en útgáfutón- leikar verða í kirkjunni á Stöðv- arfirði í byrjun september. Úr rokkinu í sveitarstjórastöðu Viðtal við Jósef Friðriksson nýráðinn sveitarstjóra Stöðvarhrepps Jósef Friðriksson, sveitarstjóri Stöðvarhrepps við skrifstofur sveitarfélagsins. Jósef Friðriksson var ráðinn sveitarstjóri á Stöðvarfirði þann 1. júlí og tók hann við af Albert Geirssyni. Hann útskrifaðist með BA próf í stjórnmálafræði á síð- asta ári og var hann ráðinn sem skrifstofustjóri hjá Stöðvar- hreppi í október. Það má því segja að stjarna þessa unga manns hafi risið hratt. Annars er hann ekki óvanur því að vera stjarna því hann var einn af með- limum hinnar víðfrægu gleði- sveitar Skriðjökla þar sem hann lék á hljómborð. Jósef sagðist hafa sótt um stafið á Stöðvarfirði til þess að fá reynslu í sveitar- stjórnargeiranum, en slík tæki- færi fá menn ekki í stærri sveit- arfélögum þar sem umsýslan er meiri og fleiri um hituna. Jósef segir menn fá reynslu af rekstri sveitarfélags frá a-ö í slíku starfi og því hafi í raun verið um áframhaldandi skólavist að ræða. Hann hefur því fengið ákaflega dýrmæta reynslu sem nýtist afar vel í hinu nýja starfi. Jósef segist hafa komið austur til þess að komast að því hvort hann hefði raunverulegan áhuga á sveitar- stjórnarmálum og sú hefur orðið raunin. Hann ætlaði að fara beint í framhaldsnám í stjórnsýslu- fræðum eftir að háskólanámi lauk, en ákvað að fresta því um eitt ár og fara til Stöðvarfjarðar. Nú lítur hins vegar út fyrir að framhaldsnámið frestist um a.m.k. fimm ár. Jósef segir fólkið á Stöðvar- firði hafa tekið sér mjög vel og Jósef lýst að sögn afar vel á nýja starfið. Nokkur fækkun hef- ur orðið á Stöðvarfirði síðasta árið, en Jósef segir nokkrar sveiflur vera í fólksfjölda á staðnum. Til dæmis haft nú í fyrsta skipti í nokkum tíma ekki verið hægt að manna skólann með réttindakennurum. Hann atvinnuvegurinn. Ef vel gengur í fiskvinnslunni telur Jósef ólík- legt að það fækki mikið meira í bænum. Þó þarf ekki mikið að gerast til þess að fækki og til dæmis væri slæmt ef síldarvertíð brygðist annað árið í röð. Maðurinn á myndinni er ekki geimfari eins og sumirgœtu haldið, heldur sandblásari sem var að viiina við nýja hráefnistanka Snœfells hf. á Stöðvarfirði, en uppsetning tankanna er liður í undirbúningi síldarvertíðar. Ljósm. as Stöðfirðingar séu afar indælt fólk. Hann segir fyrstu mánuð- ina hafa verið nokkuð erfiða sökum þess að hann var ekki vanur að búa í svo litlu bæjarfél- agi, enda hafi hann gert mikið af því að skreppa til Reykjavíkur og til æskuslóða sinna á Akur- eyri. Hann segir það skipta mestu máli með hvaða hugarfari menn setjist að á stöðum eins og Stöðv- arfirði og hann segist hafa vaxið upp úr þessum óróleika. telur fólksflóttann vera illviðráð- anlegt vandamál á landsbyggð- inni því að fólk sé fyrst og fremst að sækjast eftir fjölbreyti- leika í afþreyingu og menningu þegar það flytur til höfuðborgar- innar, en í því ljósi sé afar mikil- vægt að sveitarstjómarmenn van- meti ekki mikilvægi menningar- starfsemi. Jósef segir hina gömlu klisju um að fiskurinn skipti öllu máli þó eiga rétt á sér því að fisk- vinnslan sé auðvitað undirstöðu-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.