Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 27. AGÚST 1998 Af vettvangi bæjarmála Bœjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar kom saman til fyrsta fundar að af- loknu sumarleyfi þann 20. ágúst sl. Hér skalgetið um nokkuð afþvísem tekið varfyrir áfundinum: - Bæjarstjórnin samþykkti að skipa þriggja manna starfshóp til að fjalla um almenningssamgöngur í hinu nýja sveitarfélagi. - Samþykkt var að fela bæjarráði og bæjarstjóra að sjá til þess að mótaðar verði tillögur um framtíðarskipan stjómkerfis og stofnana hins nýja sveitarfélags. Tillögurnar skulu gerðar í samvinnu við faglegar nefndir sveitarfélagsins. - Upplýst var að hið nýja sveitarfélag fái rétt til veiða á 28 hreindýrum. Samþykkt var að hreindýraráð fái veiðiheimildirnar til sölu á almennum markaði. - Fjallað var um hugsanleg landakaup fyrir hesthúsabyggð í landi Skalateigs I í Norðfirði. - Samþykkt var að hefja framkvæmdir við vatnsöflun á Eskifirði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum en vatnsþörf þar mun aukast verulega með tilkomu nýrrar rækjuverksmiðju. - Bæjarstjórn samþykkti tillögu um kjör bæjarfulltrúa og ríkti einhugur um tillöguna. - Bæjarstjóra var falið að ræða við Karl S. Karlsson um rekstur á félagsheimilinu Félagslundi á Reyðarfirði, en Karl var eini um- sækjandinn um að fá félagsheimilið leigt til rekstrar. - Upplýst var að Fjárfestingastofan-orkusvið hefur samþykkt að hið nýja sveitarfélag fái fulla og sjálfstæða aðild að verkefn- isstjórn um virkjun og stóriðju á Austurlandi. - Viðtalstímar bæjarfulltrúa hófust í byrjun ágústmánaðar og eru viðtalstímarnir vikulega til skiptis á þéttbýlisstöðunum. Þessi nýjung þykir hafa mælst vel fyrir hjá íbúunum. - Upplýst var um tilboð í viðbyggingu grunnskólans á Eskifirði og stöðu framkvæmda við Nesskóla í Neskaupstað. - Fram kom að grunnskólarnir í hinu nýja sveitarfélagi hafi fengið 300 þúsund kr. styrk til þróunarverkefnis um samræmt mat grunnskóla. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið styrki verkefnið um sömu upphæð. - Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að hafin yrði vinna að friðlýsingu Gerpissvæðisins. ítrekað var að friðlýsingin hafi ekki áhrif á hefðbundnar nytjar landsins. - Fram kom að félagsmálanefnd hefur skipað starfshóp til að vinna drög að jafnréttísáætlun fyrir nýtt sveitarfélag. - Fjallað var um drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið og samþykktur stofnsamningur fyrir Heilbrigðiseftirlit Aust- urlands. - Á fundinum kom fram að allar fagnefndir sveitarfélagins hafa hafið störf og ganga störfin vel. Menningarnefnd hefur m.a. fjallað um safnamál og hafnarnefnd um stjórnunarfyrirkomulag hafnanna. Þá hefur umhverfismálanefnd m.a. fjallað um umhverfisviðurkenningar. Landsvirkjun fundar með Austf iröingum Atvinna Starfsmann vantar í íþróttahúsið í Neskaupstað. Um er að ræða 50% starf fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 477 1181 Síðastliðinn föstudag komu stjóm- armenn Landsvirkjunar, ásamt nokkrum af öðrum stjórnendum stofnunarinnar, hingað austur til að skoða aðstæður á fyrirhuguðu virkjanasvæði. Þeir notuðu dag- inn til að skoða svæðið og kynna sér staðhætti. Á laugardeginum hittu þeir síðan sveitarstjórnar- menn af svæðinu og einnig full- trúa náttúruverndarsamtaka á svæðinu. Að sögn Þorsteins Hilmars- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar, voru fundirnir að mörgu leyti gagnlegir, t.d. fengu stjórnarmenn ágætist tilfmningu fyrir því sem er efst í huga þeirra aðila sem talað var við. „Hvað föstudaginn varðar var mjög gagnlegt að skoða aðstæð- ur á fyrirhuguðu virkjanasvæði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem slík ferð er farin af stjórnendum Landsvirkjunar en þetta var gagnlegri ferð en oft áður, því við vorum heppnir með veður og komust því á staði sem við höfum ekki séð áður" sagði Borgey selur eignarhlut í Óslandi Brgey hf. hefur selt 80% eignar- hlut sinn í Óslandi ehf., fiski- mjölsverksmiðju. Kaupendur eru nokkrir hluthafar í Borgey hf, m.a. Olíufélagið hf. og Vá- tryggingafélagi Islands hf. Kaup- samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórna félagsins. Með sölunni er jafnframt búið að tryggja fjármögnun nýrrar fiskimjölsverksmiðju í Hornafirði sem nýir eigendur Óslands ehf. skuldbinda sig til að reisa og taka í notkun í maí á næsta ári. Nýja verksmiðjan verður útbúin tækjum til fram- leiðslu á hágæðamjöli. Hún kemur í stað núverandi verk- smiðju, sem ekki uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til meng- unarvarna. Samhliða kaupsamningnum var gerður viðskiptasamningur milli Óslands efh., Borgeyjar hf. og Skinneyjar hf, sem ætlað er að styrkja samkeppnishæfni þess- ara fyrirtækja um uppsjávarfisk, hvort sem er til manneldis- vinnslu eða bræðslu. Vinnslu- geta þessara fyrirtækja er áætluð að verði um 1250 tonn af hráefni á sólarhring, eftir að uppbyggingu fiskimjölsverk- smiðjunnar er lokið. Þar af um 500 tonn til manneldisvinnslu. Með viðskiptasamningnum er tryggt að Borgey nýtur sama forgangs að hráefni, þjónustu og viðskiptakjara af hálfu bræðsl- unnar og verið hefur. Þorsteinn í samtali við blaðið. Á laugardeginum var, eins og áður sagði, fuhdur með heima- mönnum. „Það sem gerðist á fundinum var að við fengum margvíslegar ábendingar og spurningar. Þetta var mjög gagnlegt og fróðlegt, ekki bara fyrir heimamenn held- ur einnig fyrir okkur. Það kom til dæmis fram að mikil áhersla er lögð á að kynning á fyrirhug- uðum framkvæmdum verði auk- in og því erum við sammála. Við munum á næstunni gera töluvert átak í því efni, við erum t.d. að vinna á fullu við alla þá undir- búningsvinnu sem þarf til að leggja fram skýrslu um mat á umhverfisáfirifum og þessi skýrsla verður kynnt í nánustu framtíð". Stjórn Landsvirkjunar hefur ekki tekið ákvörðum um hvort það verði gert með lögformlegri umhverfismati. „Öll okkar vinna uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru í slíku mati og við erum að gera það sama og gert væri í lögform- legu umhverfismati", sagði Þor- steinn. „Meginpunkturinn er að fólk hefur áhuga á því að þetta mat fari fram með lögformleg- um hætti og bæði Landsvirkjun og stjórnvöld eru að skoða það mál. Við í sjálfu sér væntum þess að þessir hlutir skýrist með haustinu". Á fundinum kom glögglega fram að skoðanir gesta voru mjög skiptar, menn voru bæði hlynntir og gagnrýnir á þessar framkvæmdir. Vegna þessara mis- munandi skoðana á málunum er þeim mun mikilvægara að fólk hafi réttar upplýsingar og það er ein ástæðan fyrir því að Lands- virkjun ætlar að auka alla upp- lýsingagjöf. En hvers vegna varfundurinn haldinn? „Vegna þess að við erum búnir að taka ákvörðun um að gera skýrslu um mat á áhrifum og stjórnin mun á næstunni fjalla um í hvaða farveg Fljótsdals- virkjun verður sett. Því var farið á vettvang og óskað eftir fundi með forsvarsmönnum hinna ýmsu hópa til að geta skilið og heyrt hin ýmsu sjónarmið." Nokkur gagnrýni kom fram á aðfundurinn var lokaður. Hvers vegna var það ? „Við vorum ekki síst í heim- sókn hér fyrir austan til að hlusta; vildum ekki predika eða koma með boðskap. Einnig var ástæðan sú að ef menn eru að leita að kynningu er ekki heppi- legasti mátinn að halda fundi með stjórn fyrirtækisins, heldur eru aðrir aðilar betur í stakk búnir til að upplýsa austfirðinga um þessi mál". Útsalan heldur áfram Viltu eignast skó á hlægilegu veré rot^IL a 4 ¦50o r Súnbúðin Hafharbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133 t ^Þökkum innileg auðsýnda samúð og hlýhug við andlái og úlför Sfiðalsleins ^ftalldórssonar Sfiuður ^Bjarnadóttir börn, lengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.