Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1998 Greinargerð Ornefnanefndar Örnefnanefnd hefur tekið af- stöðu til þeirra nafna á nýtt sam- einað sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarð- ar, sem kosið var um í vor. Hér á eftir fer umsögn nefndarinnar en fyrst eru meginsjónvarmið henn- ar kynnt. Meginsjónarmið 1. Athuga ber að hér er um að ræða opinbert stjórnsýsluheiti en nöfn landsvæða eða byggðar- laga, sem fyrir eru innan sveitar- félags eða í nágrenni þess, ættu hvorki að þurfa að breytast né leggjast af með tilkomu nýs stjórnsýsluheitis. 2. Forðast skyldi að ný stjórnsýsluheiti geti útilokað, þrengt að eða raskað á annan hátt merkingu eða notkun rótgróinna heita sem tengjast svæðum eða byggðarlögum innan sveitarfélags, nágranna- sveitarfélags eða héraðs. 3. „Nafn sveitarfélags skal samrýmast íslenskri málfræði og málvenju," segir í 4. gr. sveitar- stjórnarlaga, nr. 45/1998. Stjórn- sýsluheiti eru að jafnaði mynduð með hliðsjón af einhvers konar kerfi, ekki síst þannig að eftirlið- ur sambærilegra heita sé ávallt eða oftast hinn sami og beri með sér um hvers konar stjórnsýslu- einingu er að ræða. Slfkt kerfi er til hagræðis fyrir málnotendur og þeir átta sig betur á að um sé að ræða stjórnsýsluheiti. Dæmi: Nöfnin Hraungerði og Gaulverjabær mynda með eftirliðnum -hreppur stjórnsýslu- heitin Hraungerðishreppur og Gaulverjabæjarhreppur; nöfnin Akureyri og Hafnarfjörður mynda með eftirliðnum -bær stjórnsýsluheitið Akureyrarbær og Hafnarfjarðarbær o.s.frv. Örnafnanefnd mælir með þessari aðferð enda hefur hún gefist vel í nöfnum stjórnsýslu- eininga hér á landi og erlendis (sbr. t.d. eftirliðinn kommune í Danmörku). A. Fyrri liður heitis á sveitarfélagi: Fyrri liður sé hefðbundið nafn eða nýtt nafn sem sérkennir svæðið eða hluta þess. B. Síðari liður heitis á sveitarfélagi: B.l. Eftirliðurinn -hreppur sé hafður um öll dreifbýlissveitar- félög (enda þótt innan þeirra séu lítil þorp eða kauptún) en hann á þó einkum við þar sem megin- hluti byggðar í sveitarfélagi er dreifbýli. B.2. Eftirliðurinn -byggð sé hafður þar sem svo háttar til að í sveitarfélagi er í senn allnokkuð dreifbýli og eitt eða fleiri stór þéttbýlissvæði. B.3. Eftirliðurinn -bær sé hafður um sveitarfélög þar sem byggðin er að mestu eitt samfellt stór þéttbýlissvæði. B.4. Eftirliðurinn -borg sé aðeins hafður um mjög stórt samfellt þéttbýlissvæði (t.a.m. á borð við hið samfellda þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu). Heitið Austurríki Eftirliðurinn -ríki á enga hefð á íslandi í heitum sveitarfélaga. Austurríki er íslenskt nafn á erlendu ríki. Á grundvelli þessa sem og þeirra meginsjónarmiða um heiti sveitarfélaga, sem áður eru rakin, mælir örnefnanefnd gegn heitinu Austurríki um sam- einað sveitarfélag Eskifjarðar- kaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. Heitið Firðir Heitið Firðir hefur rótgróna merkingu á Austfjörðum sem er dálítið víðari en hið nýja sveitar- félag tekur til. Orðasambönd á borð við austur á firði og austur á fjörðum eru íslensk málvenja en þar er vísað til fleiri fjarða en eru í hinu nýja sveitarfélagi. Hætt er við ruglingi og óhagræði fyrir málnotendur verði hið nýja sveitarfélag nefnt Firðir. Á grundvelli þessa og í samræmi við önnur meginsjónvarmið um heiti sveitarfélaga, sem áður eru rakin, getur örnefnanefnd ekki mælt með heitinu Firðir um sameinað sveitarfélag Eskifjarð- arkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. Heitið Austurbyggð Fyrri liður heitisins Austur- byggð er ekki heppilegur án frekari afmörkunar. Örnefna- nefnd getur því ekki mælt með heitinu Austurbyggð um samein- að sveitarfélag Eskifjarðarkaup- staðar, Neskaupstaðar og Reyð- arfjarðarhrepps. Heitið Fjarðabyggð Enda þótt nafnið Firðir hafi rótgróna merkinu á Austfjörðum sem er dálítið víðari en hið nýja sveitarfélag tekur til má eigi að síður að mati nefndarinnar una við það sem fyrri lið með eftirliðnum -byggð. Örnefna- nefnd getur því mælt með heit- inu Fjarðabyggð um sameinað sveitarfélag Eskifjarðarkaup- staðar, Neskaupstaðar og Rey ðarfj arðarhrepps. Heitin Fjarðabær, Austurbær og Fjarðaborg A grundvelli þeirra megin- sjónarmiða um heiti sveitarfél- aga, sem áður eru rakin, getur örnefnanefnd ekki mælt með neinu þessara heita: Fjarðabær, Austurbær, Fjarðaborg um sam- einað sveitarfélag Eskifjarðar- kaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. Um útivistartíma barna og unglinga Á fundi félagsmálanefndar sameinaðs sveitarfélags þriðjudaginn 11. ágúst var fjallað sérstaklega um þær útivistarreglur sem gilt hafa í sveitarfélögunum þremur fyrir sameiningu. Á Eskifirði og Reyðarfirði hafa útivistarákvæði laga gilt en í Neskaupstað hafa gilt aðrar reglur sem staðfestar hafa verið af félagsmálaráðuneyti. Nefndin var sammála um að gera tillögu um eftirfarandi reglur og var félagsmálastjórum falið að bera þær undir sýslumenn, skólastjóra grunnskóla og forstöðumenn félagsmiðstöðva: Sunnudaga til fimmtudaga Föstudaga og laugardaga vetur 6 ára (1. bekkur) 7 ára (2. bekkur) 8 ára (3. bekkur) 9 ára (4. bekkur) 10 ára (5. bekkur) 11 ára (6. bekkur) 12 ára (7. bekkur) 13 ára (8. bekkur) 14. ára (9. bekkur) 15ára(10. bekkur) 1 kl. 20.00 1 kl. 20.00 1 kl. 20.00 1 kl. 20.00 1 kl. 20.00 1 kl. 21.00 lkl. 21.00 1 kl. 23.00 1 kl. 23.00 1 kl. 23.00 sumar til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 23.00 til kl. 23.00 til kl. 24.00 til kl. 24.00 vetur til kl. 20.00 til kl. 20.00 til kl. 20.00 til kl. 20.00 tilkl. 21.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 24.00 tilkl. 01.00 tilkl. 01.00 sumar til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 22.00 til kl. 23.00 til kl. 23.00 til kl. 24.00 tilkl. 01.00 til kl. 0100 til kl. 24.00 Vetrartími samkvæmt ofangreindu er frá 1. september til og með 30. apríl en sumartími frá 1. maí til og með 31. ágúst. t 'Jnnilegarþakkir lít'ykkar allra sem auðsýndu okkursamúd og blýhug oið andlái og úlför eiginmanns m'ms, föður, lengdaföður. afa og íangafa Sinars Q. Quðmundssonar fJnnurfc Öoeinbjörg Sinarsdóiiir Öoeinn Q. Sinarsson Öóloeig ö. Sinarsdól/ir Qíslíöoan Sinarsson IJi/berg Sinarsson 'pMels Sínarsson afa-og lóhannsdótiir cHilmar Quðbjörnsson öiefanía öleindórsdótiir ^Dennís lOi/son ^Bryndís ^Þráinsdóiiir Sflrndís öigurðardóltir Oddnýö. önorradótiir langafabórn Oryggisbelti -af því að framrúður bragðast illa Sumir björgunarmenn hafa búið til orðatiltæki yfir það sem gerist þegar fólk notar ekki öryggisbelti og lendir í árekstri. Þeir tala um að éta framrúðuna. Það hljómar illa en það lítur enn ver út. Fólk sem ekki notar öryggisbelti í árekstri lendir oftast með andlitið í framrúðunni. Það er ófagurt, en það er mjög sárt... ef þú lifir nógu lengi til þess að finna fyrir því. Þegar þú ferðast í bíl, þá fer líkami þinn með sama hraða og bíllinn. Þegar þú bremsar þá finnur þú að þú þarft að spyrna við fótum og halda þér með höndum. Þetta gerist vegna þess að þegar bremsurnar hægja á bflnum þá heldur líkaminn áfram á sama hraða og áður en bremsað var. Það sama gerist þegar bfllinn lendir á einhverri fyrirstöðu. Bfllinn stoppar skyndilega, en þú heldur áfram á sama hraða. Vegna þess að bfllinn stoppar skyndilega í stað þess að hægja á smám saman, er ekki nokkur leið að þú getir haldið þér með höndum og fótum. Þó að þú getir borið fyrir þig hendurnar, þá er eins víst að að þeir kraftar sem verka á þig brjóti á þér hendurnar eins og fúaspýtur. Ef þú ert í öryggisbeltum þá stoppar þú með bílnum, ef ekki þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni -með andlitið á undan- á sama hraða og bfllinn var áður en áreksturinn varð. Ef þú ert ekki í beltum þegar bíllinn lendir í árekstri, þá eru áhrifin á líkama þinn í meginatriðum þau sömu og ef þú værir úti að ganga og bfllinn lenti á þér. Ef bíllinn sem þú ert í er á 50 km hraða þegar hann lendir í árekstri og þú ert ekki í öryggisbeltum, þá lendir þú á mælaborðinu og framrúðunni á 50 km hraða. Imyndaðu þér að þú værir úti að ganga og bíll kæmi á 50 km hraða og keyrði beint á þig. Hugsaðu þér þau meiðsli sem þú fengir og örkuml ef þú þá lifir þetta af á annað borð. Er það ekki næg ástæða til þess að nota öryggisbeltin? En það eru öryggisloftpúðar í bflnum mínum, eru þeir ekki betri en beltin? Loftpúðarnir eru hannaðir til þess að vera til viðbótar við öryggisbeltin, en ekki til þess að koma í stað þeirra. Þeim er ætlað að hjálpa beltunum til við að vernda þig, en koma alls ekki í stað öryggisbelta. Loftpúðar eiga að virka vel þegar þú situr uppréttur/upprétt í sætinu eins og þú ert þegar þú ert í öryggisbeltinu. Ef þú ert ekki í öryggisbelti í árekstri þá kastast þú áfram í áttina að mælaborðinu og framrúðunni. Ef bfllinn er búinn loftpúðum, þá lendir þú í árekstri við loftpúða sem er að blása út. Loftpúðinn þarf að blása mjög hratt út til þess að geta varið þig. Hraðinn á púða sem er að byrja að blása út, getur nálgast 300 km hraða, og við erum ekki að tala um mjúkan dúnkodda, heldur belg úr sterku efni sem getur varið þig ef hann er rétt notaður, þ.e. af fólki sem er með öryggisbeltin spennt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.