Austurland


Austurland - 27.08.1998, Qupperneq 8

Austurland - 27.08.1998, Qupperneq 8
 bf- \j\6 'yiij OV &a\\a dagafrákl.io.oo-^ -C NESBAKKI S477 1609 og 897 1109 Ldrider - °3 5nyrt/Vörur Elsta bæjar- og héraösfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 27. ágúst 1998. Verð í lausasölu kr. 170. />au voru að voiiuin kát börnin í Neskaupstað sein urðu þess aðnjótandi að eyða dagstund með „Afa“ s.l. mánudag. Frá því á sunnudag liefur „Afi“ verið á ferð um Austurland ásamt tökuliði. Verið er að taka upp barnaefni fyrir morgunþœttina „Með afa“ og verða þeir sýndir á nœstu mánuðum. Meðal þess sem börnin á Austurlandi hafa gert með afa er að fara á línuskauta, á sjóstöng, í kassabíl, í hákarlaskúr svo eitthvað sé nefnt. Þá verða í þáttunum sagðar sögur frá viðkomandi byggðarlögum og sýndar myndir teiknaðar af börnum á stöðunum. Ljósm. Eg. Hraðfrystihús Eskifjarðar er eina fyrirtækið sem gæti staðið undir veiðileyfagjaldi Þann 4. ágúst birtist grein í viku- ritinu Vísbendingu um þær hug- myndir sem fram eru komnar um veiðileyfagjald. I greininni er gerð könnun á því hvort öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins gætu staðið undir slíku gjaldi. I ljós kemur að jafnvel hóflegustu hugmyndirnar sem komið hafa fram um veiðileyfa- gjald eru ekki í neinu samhengi við raunveruleikann. Ef sjávar- útvegurinn ætti að greiða veiði- leyfagjald upp á 5 milljarða væri aðeins eitt fyrirtæki sem gæti greitt veiðileyfagjald og það er Hraðfrystihús Eskifjarðar. Ekki einu sinni risi á borð við Sam- herja gæti greitt gjaldið og er þó um að ræða eina hóflegustu hug- mynd sem komið hefur fram um veiðileyfagjald. Einungis sjö af þeim ellefu fyrirtækjum sem eru í úttektinni gætu greitt eitthvert gjald. I greininni er bent á að menn séu þegar að greiða fyrir aflaheimildir og einnig er bent á að þeir sem selja kvóta greiða skatt af söluhagnaðinum þannig að ríkið fær nú þegar sinn skerf og nam sá skerfur 700 milljón- um á síðasta ári. Einnig telja grein- arhöfundar ljóst að ef gjaldið yrði lagt á þá myndi aðilum í út- gerð fækka enn frekar og því færri sjómenn og útgerðarmenn borga skatta. Þessi grein rennir stoðum undir þá skoðun að hug- myndir um veiðileyfagjald séu fráleitar hugmyndir þeirra sem vita ekki á hverju þjóðin lifir og skilja ekki hvers virði það er að eiga vel rekinn sjávarútveg sem skilar hagnaði. Sjávarútvegur er í flestum ríkjum hálfgerð ómaga- atvinnugrein sem þarf stóra styrki til að lifa af, en á íslandi er sjávarútvegurinn farinn að skila hagnaði. Þessum viðsnúningi á rekstri fyrirtækjanna er að miklu leyti hægt að þakka áhrifum kvótakerfisins, sem hefur knúið þau til hagræðingar og fækkað aðilum í útgerð. Fylgismenn veiðileyfagjalds hafa gleymt því að fyrir ófáum árum þurl'ti sjáv- arútvegurinn sífellda fjárhagsað- stoð og gengisfellingar til að standa undir sér og þá datt engum í hug að leggja aukin gjöld á sjávarútvegsfyrirtæki. Ólafi Sigurðssyni boöin staða bæjarstjóra á Seyðisfirði Eins og Austurland hefur áður borinn og bamfæddur Seyðfirð- skýrt frá var öllum umsækjend- ingur. Það var svo kunngert á um um stöðu bæjarstjóra á Seyð- föstudag að Ólafi yrði boðin isfirði hafnað fyrr í sumar. staðan. Það er því ljóst mál að Staðan var auglýst á ný og sóttu Seyðfirðingar kunna vel við að þá nokkrir um stöðuna. Þ.á.m. hafa íþróttakennara í stóli bæjar- var Ólafur Sigurðsson íþrótta- stjóra, en Þorvaldur Jóhannsson, kennari og núverandi sjómaður fráfarandi bæjarstjóri er einnig frá Neskaupstað, en Ólafur er gamall íþróttakennari. Hraðfrystihús Eskifjarðar færir út kvíarnar Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur nú keypt útgerðarfélagið Tríton á Djúpavogi. Kaupsamningur hefur verið undirritaður og tekur Hraðfrystihúsið við rekstrinum 31. ágúst. Við kaupin eignast Hraðfrystihúsið skipið Gest SU- 160 ásamt kvóta þess, en um er að ræða rækjukvóta sem nam 150 tonnum á kvótaárinu sem var að ljúka ásamt bæði þorsk- og grálúðukvóta. Einnig fylgir Sprengjuleit I sumar fundu unglingar í bæjar- vinnunni á Reyðarfirði gamlar patrónur og sprengjubrot fyrir utan bæinn á milli Bakkagerðis og Teigagerðis. Talið er víst að þama sé um að ræða leifar frá her- námssetu Breta og Bandaríkja- manna á Reyðarfirði á stríðsár- unum en þar höfðust við allt að 5000 hermenn þegar mest var. Slíkar leifar hafa áður fundist á með í skipinu 1100 tonna sfldar- kvóti og eignast Hraðfrystihús Eskifjarðar þar með sinn fyrsta sfldarkvóta. Skipið mun fyrst og fremst stunda rækjuveiðar fyrir rækjuverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þetta er sjötta skip Hraðfrystihússins en það á fyrir skipin Hólmaborg, Hólmanes, Hólmatind, Guðrúnu Þorkels- dóttur og Jón Kjartansson. á Reyðarfirði Reyðarfirði og jafnvel virkar sprengjur, en þegar sprengjurnar lenntu í mýrlendi sprungu þær ekki alltaf. Bæjaryfírvöld hafa rætt málið við Landhelgisgæsl- una og eru jafnvel uppi áform um að gera leit að sprengjum á Reyðarfirði. Slik leit verður þó afar erfið í framkvæmd sökum þess hve stór æfingasvæði her- námsliðsins voru. Nýr viðlegukantur á Eskifirði Nú er komið efni í nýjan viðlegukant til Eskifjarðar. Fram- kvæmdir við kant- inn munu hefjast á næstunni, en hann verður engin smá- smíði eða um 130 metra langur og þar með stærsti haf- skipakantur á Aust- urlandi. Iiafnarsvœðinu á Eskifirði. Ljósm. as Járnið í nýja viðlegukantinn liggur nú á Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.