Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 3. september 1998. 30. tölublað. Aðalfundur SSA Dagana 3.-4. september verð- ur aðalfundur SSA haldinn á Djúpavogi. Á fundinum verð- ur meðal annars fjallað um byggðarstefnu, háskóla og símenntun/Fræðslunet Aust- urlands og flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna. Nánar verður fjallað um fundinn í næsta tölublaði. Reykur úr frysti- húsinu á Vopnafirði Talið var að kviknað hefði í frystihúsinu á Vopnafirði á mánudagskvöld en betur fór þó en á horfðist. Lögreglu var gert aðvart um að mikinn reyk legði frá húsinu og var slökkvilið ræst út. I ljós kom að kjallari sem er undir húsinu hafði fyllst af reyk úr bilaðri loftpressu, sem er hluti af frystibúnaði hússins. Loftpressan reyndist hafa ælt af sér smurolíu með þeim afleiðingum að mikil reykjarmyndun átti sér stað. Reykkafarar fóru niður í kjallarann, slökktu á loft- pressunni og reykræstu svo húsið. íþróttahús á Seyðisfirði að verða tilbúið til notkunar Bygging nýs íþróttahúss á Seyðisfirði er nú langt komin og verður salurinn tilbúinn til notkunar um næstu mánaðar- mót að sögn Ólafs Sigurðs- sonar, nýráðins bæjarstjóra. Gólfið í húsinu er þegar frá- gengið og einnig lýsing. Að sögn Ólafs mun kennsla hefj- ast í húsinu um miðjan októ- ber. Húsið er í fullri stærð og allt hið glæsilegasta og ljóst er að um byltingu er að ræða í íþróttamálum á Seyðisfirði. Fram að þessu hafa Seyðfirð- ingar iðkað sínar íþróttir í litlum sal í félagsheimilinu Herðubreið. Austfirðinga fylgjandi virkjanaframkvæmdum Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Valhöll á Eskifirði þar sem niðurstöður könnunar Gallup um viðhorftil virkjana- og stóriðjuframkvœmda voru kynntar. Við sama tilefni undirrituðu Þorvaldur Jóhannsson, formaður Orku og stóriðjunefndar, Guðmundur Bjarnason, bœjarstjóri sveitarfélags nr.7300 og Garðar Ingvason, framkv.stj. MIL, samning milli sveitarfélags 7300 annarsvegar og MIL/OSSA hinsvegar um áframhaldandi samstarf um staðarvalsathuganir í Reyðarfirði. Ljósm. as Meirihluti stóriðju- og Tæplega 85% Austfirðinga eru fylgjandi því að orku sé aflað með vatnsvirkjunum á Islandi, en tæplega 55% Austfirðinga eru fylgjandi því að fallvötn í fjórð- ungnum séu virkjuð. Þetta er með- al þess sem kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Verkefn- isstjórn MIL-OSSA um mánaða- mótin júlí-ágúst, en markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf Austfirðinga til virkjana og stóriðju í fjórðungnum. Um var að ræða símakönnun með 900 manna úrtaki 18 ára Aust- firðinga og eldri, sem var lag- skipt tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá. Búsetu í úrtakinu var skipt í þrennt: Hérað, Firði og önnur svæði. „Á Héraði" flokkast und- ir Egilsstaði og nágrenni, „Firð- ir" teljast frá og með Seyðisfirði og suður að og með Breiðdals- vík. „Önnur svæði" eru þeir staðir sem eru syðst og nyrst í fjórðungnum. 300 manns af hverju svæði voru spurðir, og var vægi hvers svæðis miðað við fólksfjölda tekið inn í endanlega útreikninga. Athygli vekur að aðeins rétt rúmlega helmingur Austfirðinga hefur kynnt sér hugmyndir um virkjanir á Austurlandi mikið eða nokkuð. Aðrar helstu niður- stöður eru að rúmlega 62% Aust- firðinga eru fylgjandi uppbygg- ingu stóriðju á Austurlandi og 83% þeirra Austfirðinga sem tóku afstöðu, en um fjórðungur gerði það ekki, eru á þeirri skoð- un að heppilegasta staðsetning fyrir álver væri á Reyðarfirði. Um helmingur svarenda telur að álver í Reyðarfirði ætti að hefja framleiðslu innan tveggja ára og tæplega 18% telja að það eigi að hefja framleiðslu eftir 2 - 4 ár. Samtals eru því tæplega 70% þeirrar skoðunar að álver eigi að hefja framleiðslu á næstu 4 árum. Einnig telja rúmlega tveir af hverjum þremur að laun muni al- mennt hækka á Austurlandi með tilkomu stóriðju í fjórðungnum og rúmlega 86% telja að hún muni leiða til aukins fólksfjölda á Austfjörðum. Um helmingur Austfirðinga telur það viðunandi ef fallvötn á Austurlandi yrðu virkjuð, að orkan yrði notuð annarsstaðar en á Austurlandi, /---------------------------------------- Af Leikfélagi Norðfjarðar Ingibjörg Björnsdóttir, leik- stjóri, hefur verið ráðin til leikfélags Norðfjarðar. Lík- legt er að hún hefji störf í lok þessa mánaðar og stjórni nám- skeiði og leiksýningu sem fél- agið stefnir að uppsetningu á fyrir áramót. Hugmyndin er að fara af stað með námskeið í lok mánaðarins og í kjölfar þess að fara af fullum krafti í undirbúning og æfingar á leikriti. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða leikrit verður fyrir valinu, en það fer að miklu leyti eftir því hvaða hópur mun starfa með félag- inu í vetur. Þessa dagana er leitað að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í starfi vetrarins og geta áhugasamir haft samband við einhvern í stjórn félagsins. en tæplega 38% telja það óviðunandi. Ljóst er að þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart, en búist hafði verið við að flestir myndu vilja nýta orku virkjunar á svæðinu í einhvers- konar uppbygginu á atvinnu- starfsemi á Austurlandi. Athygli vekur að einu spurn- ingarnar sem koma eitthvað inn á mögulega mengun tengd stóriðju í könnuninni snerta sjónmengun en heldur fleiri, eða um 46% svarenda telja að lítil sjónmeng- un muni hljótast af álveri að Hrauni í Reyðarfirði, en tæplega 42% telja að mikil sjónmengun myndi hljótast af. Ekki er um marktækan mun að ræða. LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Hclgi Jensson (frá l.nóv) Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 I Ui WfiJW Fyrir atvinnulífi ORYGGI Mclgartilbod }l vínarpylsar plás myndbandsspóla 2I. Cocc til 8 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.