Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 5 Ungur hugsjónamaður á Héraði Þegar áhugamenn um tölvur koma til tals sjá flestir fyrir sér unga stráka með þykk gleraugu sem sitja í myrkvuðu herbergi og spila félagslega skaðlega tölvuleiki eða tala við aðra „tölvu- nerði'* hinu megin á hnettinum í gegnum irkið. Ahugamcnn um tölvur líta reyndar ekki allir svona út og gott dæmi um það er lögfræðingurinn Hilmar Gunnlaugsson en hans áhugi á þessu sviði hefur orðið til þess að í dag á hann þrjú tölvutengd fyrirtæki og hefur 8 starfsmenn á sínum snærum. Fyrirtækin sem um er að ræða eru auglýsingastofan 97, inter- netþjónustan Spymir og Tölvu- smiðjan ehf. sem býður upp á tölvuþjónustu og rekur tölvu- verslun. „Það skal strax tekið fram að ég á þessi fyrirtæki með félaga mínum Jóni Fjölni Albertssyni, auk þess sem fleiri aðilar koma að rekstri 97“ sagði Hilmar í sam- tali við blaðamann Austurlands. „Ég er mikill áhugamaður um tölvur og nýjustu tækni og tel starfsemi á þessu sviði mjög nauðsynlega fyrir fjórðunginn í heild sinni. Því fór ég í það um leið og ég hafði gert það upp við mig að ég vildi búa hér í fjórð- ungnum að byggja upp fyrirtæki sem komu þessu eitthvað við. Ég byrjaði á Spyrni og þetta hefur verið að vinda smá saman upp á sig síðan. Ég álít að þetta sé rétti tíminn í mínu lífshlaupi til að standa í uppbyggingu af þessu tagi, en ég er ennþá ungur og því fullur starfsorku". En ljóst er að Hilmar stendur ekki í þessum rekstri einungis af hugsjón einni saman heldur er einhver gróðavon í spilinu. „Ég er ekki í þessu til þess að tapa peningum. Það er þó ljóst að hugsjónin spilar eitthvað inn í og er e.t.v. það sem fær mann til að byrja og taka áhættuna. T.d. þegar ég fór af stað með Spyrni var strax ljóst að ekki voru mikl- ar líkur á að fyrirtækið færi að skila hagnaði nærri strax. Ég gerði ráð fyrir því að þurfa að „ala upp“ starfsmenn, og hef því t.d. sent starfsmenn á mörg nám- skeið og slíkt. Það þýðir óneitan- lega að stofnkostnaður er gríð- arlega mikill en sú fjárfesting er byrjuð að skila sér, því í dag er fyrirtækið með mjög hæfa starfsmenn sem eru orðnir mjög færir á sínu sviði“. En Spymir fór einnig í að gerast umboðsmaður tölvuskól- ans „Framtíðarbarna". Það hlýt- ur að vera mjög mikilvægt fyrir böm á Austurlandi að hafa að- gang að slíkum skóla og hafa á sama hátt og böm á höfuðborg- arsvæðinu tækifæri til að auka kunnáttu sína á þessu sviði. En hvernig skyldi tilraunin hafa gengið? „Þetta var tilraun sem kostaði gríðarlega vinnu. A móti kom að þátttaka fór fram úr björtustu vonum, var reyndar sums staðar tvisvar til þrisvar sinnum meiri heldur en við höfðum gert ráð fyrir þannig að í heildina gekk dæmið mjög vel upp. Við fómm af stað með skólann á fjómm stöðum í fyrra, þ.e. Höfn, Nes- kaupstað, Reyðarfirði og Egils- stöðum. I ár ætlum við að bæta við fimm stöðum, þ.e. Djúpa- vogi, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Vopnafirði svo að við munum reyna að bæta þjón- ustuna að því leyti. Hinsvegar stendur skólinn og fellur með þátttöku auk þess sem nauð- synlegt er að geta útvegað aðstöðu á hverjum stað fyrir sig. Við vonum hinsvegar auðvitað að hægt verði að starfrækja skól- ann sem víðast í vetur. Þetta er reyndar ekki eina tölvutengda námið sem við munum bjóða upp á, því við höfum fullan hug á að fara af stað með fullorðins- fræðslu tengdri tölvum, og horf- um þá sérstaklega á byrjenda- námskeið og sérhæfð námskeið fyrir fyrirtæki". En hvernig finnst Hilmari Austfírðingar standa í þessum málum? „Almennt séð stendur lands- Hilmar Gunnlaugsson ásaint félaga sínum, Jóni Fjölni Albertssyni, í versluninni Tölvusmiðjunni. Ljósm. as Alltaf í ioUmam-A STRAUMRAS Furuvöllum 3 óOOAkureyri Sími 461 2288 Fax 462 7187 Frá íþróttahúsinu í Neskaupstað íþróttahúsið verður opnað mánudaginn 7. september. Lausir tímar Ahugasamir pantið tíma Hilmar Gunnlaugsson, „tölvunörður“ er vel tcekjum búin á skrifstofu sinni en honum dugar ekki minna en að hafa tvcer tölvur við hendina. Ljósm. as byggðin ekki nógu vel. Ég hef farið á þrjár ráðstefnur í Reykja- vík á síðustu mánuðum og á þeim öllum hafa umræður um stöðu landsbyggðar gagnvart Reykja- vík komið upp. Einnig hafa skoðanakannanir um tölvunotk- un og tölvueign verið kynntar á þessum ráðstefnum. Allt bendir til sömu niðurstöðu eða að landsbyggðarfólk sé 20 - 25% á eftir höfuðborgarbúum hvað varðar tölvuþekkingu, tölvu- notkun og intemetnotkun. Að mínu mati em þetta ákaflega fróðlegar niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega. Intemetið og tölvur almennt em mjög stórt hjálpartæki fyrir okkur á landsbyggðinni og því ættum við að taka forystu í þessum málum. Dæmi um hvernig þessi þróun gæti hjálpað okkur er að nú skiptir minna máli hvar á landinu maður er staðsettur, alltaf er jafn greiður og góður aðgangur að netinu og öllum þeim upplýsingum sem þar er að finna. Auðvitað hlýtur maður að spyrja sig þegar maður fær svona upplýsingar í hausinn hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við, því ljóst er að ef hún heldur áfram þá munum við áfram missa hæfasta fólkið hér á svæðinu til Reykjavíkur, því það mun leita þangað sem hlutirnir eru að gerast. Það er ekki auðvelt að snúa þróuninni við og kostar peninga, en mér finnst samt ljóst að það er í rauninni allt til staðar sem við þurfum til að snúa þróuninni við. Það ætti t.d. að vera hægt að byggja upp hugbúnaðarhús hér á Austurlandi eins og gert hefur verið vfða. Eftir að netið kom fram, er alveg sama hvar slík fyrirtæki eru staðsett, þau geta alltaf verið í sambandi við við- skiptavini og kollega í gegnum netið. Það sem vantar hér er fyrst og fremst samstilling hagsmuna- aðila og ráðamanna. Ljóst er að sú sundrung sem virðist hafa ríkt hér á Austurlandi fram að þessu er okkur ekki til framdráttar. Við verðum að líta á Austurland sem okkar heimili, en ekki einstaka byggðakjarna. Það má nefna dæmi eins og að Austfirðingar hafa ekki náð að koma sér saman um hvar eigi að byggja jarðgöng í fjórðungnum og því er farið að heyrast að næstu jarðgöng verði ekki á svæðinu. Við verðum að virka sem ein heild út á við. Sama á við um atvinnu- og upplýsingamál. Ef Austfirðingar taka sig ekki saman og vinna sem heild er baráttan glötuð, menntaða fólkið heldur áfram að flytja úr fjórðungnum og við sitjum eftir með ekkert nema frumvinnslu. Starfskraft vantar í heimaþjónustu! Laust starí er við heimaþjónustu á Norðfirði. Áhugasamir i/insamlegast hafið samband við félagsmálastjóra. Félagasmálastjórinn á Norðfirði ® 470 9037

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.