Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 8
Fæcubótaefni frá Heiísuhtísinu rt%uA _____________________ Súpukjöt V Léttreykt brauðskinka ^\ö a^a ^ ^10 °0-jg ^ Doritos snakk 99.- kr. pokinn NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 3. september 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Miðvikudaginn 26. ágúst síðast- liðinn fékk Fræðimannaíbúðin á Klaustri í Fljótsdal veglega gjöf. Um er að ræða öfluga tölvu ásamt prentara, sem mun væntanlega nýtast þeim aðilum sem notfæra sér aðstöðuna í framtíðinni. Það var Bjöm Bjamason, mennta- málaráðherra, sem afhenti vélina formlega. Það var Þorsteinn Ingi Sigurðsson sem hafði veg og vanda að gjöfinni, en um er að ræða vél sem notuð var í tengsl- um við ólympíuleikana í eðlis- fræði sem haldnir voru hér á landi fyrir skömmu. „Þorsteinn átti bókaðan dval- artíma í íbúðinni og hafði spurst fyrir um hvað væri fyrir hendi í henni. Þegar hann frétti að eng- inn tölvubúnaður væri til staðar í henni gekk hann í málið og árangurinn skilaði sér þama á miðvikudaginn", sagði Margrét Lára Þórarinsdóttir, íbúi á Klaustri, í samtali við blaðið. Við sama tækifæri var fræði- mannaíbúðinni formlega gefið nýtt nafn og mun hún hér eftir ganga undir naftnnu „Klaustrið". Námskeið í textíl Að námskeiðinu, sem haldið verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum, standa Verslunar- mannafélag Austurlands, Mennta- skólin á Egilsstöðum, Kaup- mannafélag Austurlands og Kaupfélag Héraðsbúa. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Signý Ormarsdóttir, fata- hönnuður, en námskeiðið er öll- um opið. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði sækir um styrk Eins og glöggir lesendur blaösins taka eflaust eftir virðist Ijóstmyndari þess vera einkar hrifinn af börnum við akstur þessa dagana. Þessi börn urðu á vegi Ijósmyndara þar sem þau tóku þátt í Ormsteiti á héraði um helgina og ekki er annað að sjá en að framtíðin sé björt livað framtíðar- ökumenn varðar, allavega báru þessir litlu bílstjórar sig fagmannlega að. Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldum tengd „teitinu“ og Ijóst er að það er að festa sig varanlega í sessi. Ljósnt. as Upp úr miðjum september verð- ur haldið námskeið fyrir starfs- fólk í vefnaðar- og fataverslun- um sem ætlað er að auka þekk- ingu fólks á meðferð, eiginleik- um og mismun vefjaefna. Einnig verður farið í helstu nýjungar og alþjóðlegar stærðarmerkingar. Tölva í Klaustur Andrés Pétursson, starfsmaður Ráðgarðs, hefur verið ráðinn til að sækja um styrk og finna sam- starfsaðila fyrir svokallaða Raphael áætlun ESB fyrir hönd Islenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. Um er að ræða styrk undir liðnum „Rannsóknir og varðveisla menningararf- leifðar Evrópu" en við gildistöku EES samningsins 1. janúar 1994 fengu Islendingar tækifæri til að taka þátt í mörgum þeim áætlun- um sem Evrópusambandið skipu- leggur og er RAPHAEL ein þeirra. Nokkuð ströng skilyrði eru fyrir slíkri styrkveitingu, m.a. verður í flest öllum tilfell- um um að vera 3ja ríkja sam- starf. I gögnum um styrkinn seg- ir meðal annars: „Verkefnið skal lúta að rann- sókn, varðveislu og/eða kynn- ingu á menningararfleifð. Verk- efnið skal vera viðgerð eða aðrar aðgerðir til varðveislu bygginga, a.m.k. einni í hverju þátttöku- landanna. Tegund og virkni bygg- inganna þarf að vera lík, s.s. hernaður, iðnaður o.s.frv. Há- marksstyrkfjárhæð er 250.000 ECU (um 20 milljónir ísl. kr.) og er skilafrestur umsóknarinnar 10. september næstkomandi". I samtali við blaðið sagði Hreinn Sigmarsson, sem verið hefur umsjónamaður safnsins undanfarin ár, að hann hefði töluverðar áhyggjur af framtíð þess. „Það sem háir safninu hvað mest er að það hefur ekki fastan starfsmann. Síðastliðin þrjú sum- ur var stúlka frá Reyðarfirði starfsmaður safnsins, en hún hefur nú flutt til Keflavíkur. í sumar var ráðin önnur stúlka sem nú er að flytja til Þórshafn- ar. Með þessu áframhaldi týnist þekking á málefnum safnsins hratt og starfið verður ekki markvisst. Einnig spilar inn í að húsnæði safnsins er ekki full- nægjandi og nauðsynlegt að fara út í endurbætur á því. Það er meðal annars þetta sem við viljum ráða bót á ef til kæmi að við fengjum styrkinn." Félagar í BRJÁN fundur í húsnæéi kiúbbsins föstudaginn 4.sept. kl. 21.00. Slippfélagið Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.