Austurland


Austurland - 10.09.1998, Síða 2

Austurland - 10.09.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 Austuriand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson ft 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðiii að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Aðalfundur SSA Árlegur aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi var haldinn á Djúpavogi í síðustu viku. Efni fundarins eins og oft áður voru helstu hagsmunamál fjórðungsins jafnt horft til nútíðar sem framtíðar. Þessi vettvangur er í raun sá eini sem Austfirðingar hafa til að bera saman bækur sínar hvað varðar ýmis hagsmunamál fjórðungsins. Á þessum fundi voru byggðamál í víðu samhengi mest áberandi. Að undanförnu hefur Byggðastofnun staðið fyrir ýmsum rannsóknum á þeim byggðavanda sem staðið hefur í of mörg undanfarin ár. Þó niðurstöður þessara rannsókna staðfesti að mestu það sem áður hefur verið sagt af mörgum talsmönnum landsbyggðarinnar hafa þær bætt ýmsu við og eru því mikilvægt innlegg í byggðaumræðuna. Helstu niðurstöður eru að atvinnumál eru ekki hið eina sem máli skiptir þegar fólk ákveður búsetu sína eða breytingu á henni. Fjölbreytni í atvinnulífi, möguleikar til menntunar, kostnaður við rekstur heimila og almenn fjölbreytni í mannlífi eru þeir þættir sem mestu skipta. Margar vísbendingar koma fram í þessum rannsóknum sem í raun kalla á enn frekari rannsóknir og því er mikilvægt að áfram verði haldið þannig að aðgerðir geti byggt sem mest á stað- reyndum en ekki aðeins á hyggjuviti einstakra stjórnmálamanna. Á aðalfundi SSA var samþykkt ályktun um byggðamál sem byggir á þessurn staðreyndum og ekki síður þeim mikilvæga grunni að barlómur er ekki sterkt vopn í viðureign lands- byggðarinnar við hinn mikla byggðavanda. Þannig er lögð sér- stök áhersla í ályktun fundarins á „að íbúar fjórðungsins taki höndum saman og leggi áherslu á að skapa Austurlandi jákvæða ímynd“. Ekki eru eingöngu gerðar kröfur til ríkisvaldsins varðandi leiðir heldur er einnig horft í eigin garð og hvatt til frekari sameiningar sveitarfélaga m.a. til að gera þau hæfari til að taka við frekari verkefnum frá ríkisvaldinu. Eðlilega gerir fundurinn einnig kröfur á ríkisvaldið um aðgerðir því fram að þessu hafa flestar aðgerðir ríkisvaldsins aukið byggðavandann m.a. með verulegri fjölgun starfa á höfuðborgarsvæðinu í þjónustu hins opinbera. Þannig er krafist að „ríkisvaldið beiti öllum ráðum til að draga úr aðstöðumun fólks eftir búsetu“ og m.a. verði leitað eftir „reynslu nágranna- þjóða á sviði aðgerða í byggðamálum". Þá taldi fundurinn ástæðu til að gera „sértakt átak til jöfnunar orkuverðs“. Athygglisverð staðreynd í þeirri umræðu sem fram fer um þessar mundir er að á íslandi er varið minna fjármagni til byggðamála en í helstu nágrannalönd okkar. Á fundinum var eins og á mörgum undanförnum aðalfundum SSA fjallað um virkjunarframkvæmdir og orkufrekann iðnað. Niðurstaða fundarins var í samræmi við niðurstöður fyrri aðalfunda SSA og hvatt til virkjunarframkvæmda á Austurlandi. í takt við aukna umræðu um mikilvægi umhverfisverndar lagði fundurinn áherslu á að við virkjunarframkvæmir og nýtingu orkunnar á Austurlandi „verði tekið tillit til umhverfisverndar- sjónarmiða“. Hér er á ferðinni eitt þeirra mála sem varðar hagsmuni fjórðungsins mikið og því mjög nauðsynlegt að samstaða verði sem mest um þær leiðir sem farnar verða. ems Sigurborg Hannesdóttir Hvers vegna flylur fólk burt? Fyrir mörgum árum sá ég plakat á vegg sem á stóð: „Þú átt ekki heima þar sem þú býrð, heldur þar sem fólki líkar við þig“. Þessi setning kemur upp í huga minn þegar heyrast fréttir af fólksfækkun á Austurlandi og ég velti því fyrir mér hvort þarna liggi hluti skýringarinnar á því hvers vegna ásóknin í þéttbýlið fer vaxandi. Um daginn rak ég augun í auglýsingu sem hékk uppi á vegg á vinnustað hér á Egils- stöðum. Þetta var auglýsing frá fyrirtæki í Reykjavík og á henni voru helstu upplýsingar um tengiliði og símanúmer, ásamt myndum af sölumönnum. Þarna sá ég eitt kunnuglegt andlit, Austfirðing, sem fyrir tiltölulega skömmu starfaði sem afgreiðslu- maður í sérvöruverslun á Héraði. Nú skal ég ekkert um það segja hvers vegna þessi tiltekni maður ákvað að flytjast burt, en þegar ég sá myndina, fannst mér eins og hann hefði færst mörg þrep upp í virðingu og viðurkenningu frá því hann var í gamla starfinu sínu hér heima. Að jafnaði verjum við a.m.k. þriðjungi sólarhringsins og megn- inu af hæfileikum okkar og kröftum í vinnunni. Þess vegna skiptir það svo miklu máli að okkur líði vel í vinnunni og þar getur starfsmannastefna fyrir- tækisins ráðið miklu um. Á síð- ustu árum hef ég kennt á nokkr- um þjónustunámskeiðum á Aust- urlandi og hef orðið áþreifanlega vör við að jafnvel stór og öflug fyrirtæki hafa ekki mótað sér starfsmannastefnu, leggja ekki áherslu á endurmenntun, halda ekki starfsmannafundi og veita starfsmönnum sínum takmark- aða möguleika til að taka virkan þátt í rekstri fyrirtækjanna og takast á við ný og krefjandi verk- efni. Fyrirtæki (og sveitarfélög!) sem hafa starfsmannastefnu og fylgja henni eftir, skera sig úr. Þau bera af vegna þess að fólki finnst gott að vinna þar og skilar um leið bestum árangri af því að það sjálft fær að blómstra. Það græða allir á slíkri starfsmanna- stefnu, ekki síst fyrirtækin sjálf. Á nýafstöðnum aðalfundi SSA gerði Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands, grein fyrir góðri stöðu og aukinni framsækni at- vinnulífs á Austurlandi. Þetta eru gleðilegar niðurstöður og er vonandi að þessi aukna fram- sækni fyrirtækja á Austurlandi sé einnig farin að skila sér í bættri starfsmannastefnu og starfsumhverfi. Því ef fyrirtækin hlúa ekki að þeirri auðlind sem starfsfólkið þeirra er, leitar fólk annað. Fer jafnvel af staðnum. Með þessu er ég ekki að segja að þetta sé eitthvað verra á Aust- urlandi en annars staðar. Þvert á móti held ég að svo sé ekki. En þarna liggur möguleiki fyrir austfirskt atvinnulíf að leggja mikilvægt lóð á vogarskálarnar til að draga úr fólksflótta. Austfirðingar hafa nú í nokkra áratugi „beðið“ eftir ein- hverju stóru atvinnutækifæri sem „bjargar öllu“. Höfum við kannski sofið á verðinum á með- an og gleymt að virkja mannauð- inn? Á Vestfjörðum er næg at- vinna, en samt flytur fólk burt. Þess vegna hef ég efasemdir um, að „stór“ lausn í atvinnumálum í fjórðungnum, muni ein og sér tryggja að fólk velji þetta lands- horn til búsetu umfram önnur. Þegar á bjátar í minni samfélögum standa allir saman. Þá kemur best í ljós að fámennið og nálægðin, getur verið stór- kostlegur kostur. En að sama skapi getur þetta snúist upp í andhverfu sína og fámennið og nálægðin orðið okkur fjötur um fót, vegna þess að við metum ekki hvert annað og staðinn okkar að verðleikum. Við íbúamir berum hér heil- mikla ábyrgð sjálfir. Hversu meðvituð erum við hvert og eitt um þann mannauð sem býr í samfélaginu okkar? Hversu oft klöppum við hvert öðru á öxlina fyrir það sem vel er gert? Hversu oft hvetjum við áfram og leyfum fleirum að njóta sín? Það er nauðsynlegt fyrir okk- ur öll, jafnt unga sem aldna að fara út fyrir túngarðinn, kynnast heiminum og fleiri sjónarmiðum, því heimskt er heimaalið bam. Það er varasamt ef byggðasjónar- mið fara að byggjast á ótta. Ótt- anum við að missa fólk í burtu. En staðir sem hlúa að mann- auðnum, munu draga til sín fólk. Bæði nýtt fólk og þá sem farið hafa að heiman til að mennta sig. Því það er best að búa þar sem fólki líkar við mann. Auglýsing frá Nesskóla Neskaupstað Auglýst er eftir gangaverðí í Nesskóla Neskaupstað Óskað er eftír starfsmanní sem getur hafíð störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 477 1726 Astmina Þegar einhver tekur sér fyrir hendur iðn eða verslun er slík atvinna í augum Guðs metin sem tilbeiðsla; og þetta er eigi annað en mí® tákn um takmarkalausa og altœka .wj 'tfeír' ■ hylli hans. CT '

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.