Austurland


Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 Aðalfundur SSA1998 í síðustu viku fór fram aðalfund- ur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og var hann haldinn á Djúpavogi að þessu sinni. Fundurinn var vel sóttur af sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi og einnig sáu allir þingmenn kjördæmisins sér fært að mæta, auk þeirra Páls Péturs- sonar, félagsmálaráðherra, og Páls Skúlasonar, Háskólarekt- ors. Á þinginu voru málefni fjórðungsins rædd vítt og breitt og fundurinn afgreiddi 17 sam- þykktir af ýmsum toga og ber þar helst að nefna samþykkt um orku- og stóriðjumál og almenna ályktun um byggðamál. A fund- inum kom fram sterkur vilji sveitarstjórnarmanna í Austur- landskjördæmi til að byggja upp orkufrekan iðnað og virkja aust- firska orku. Fundurinn lagði áherslu á að unnið yrði hratt og markvisst að framgangi þeirra mála og að í því sambandi yrði tekið tillit til umhverfissjónar- miða. Hvað byggðamálin varðar fagnaði fundurinn þeirri umræðu sem fram fer um þessar mundir um þau mál og lagði áherslu á að snúa vörn í sókn og að byggja upp jákvæða ímynd af fjórð- ungnum. Fundurinn lagði áfierslu á að ríkið legði sitt af mörkum og m.a. þyrfti að leita til ná- grannaþjóðanna til að fá fyrir- rnynd að hugsanlegum aðgerð- um. Einnig lagði fundurinn áherslu á að það þyrfti að jafna aðstöðumun landsbyggðar og höfuðborgarbúa með sérstökum ívilnunum í formi lægri skatta og jöfnunar húshitunarkostnaðar. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu ávörp sem flutt voru um byggða- mál á fundinum en umræðan fór fram undir yfírskriftinni „Byggða- stefna á orði og á borði." Fyrstu framsöguna flutti Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og þingmaður kjör- dæmisins. Halldór taldi í ávarpi sínu heillavænlegast að styrkja byggðakjama á Austurlandi á þann hátt að einn kjarni yrði sterkastur og sagðist Halldór þar og Fljótsdalsvirkjun yrði að veruleika, en slíkt álver gæti hafði framleiðslu árið 2003. Aðra framsöguna flutti Egill Jónsson frá Seljavöllum, en hann er stjórnarformaður Bygggða- stofnunar. Stærstur hluti erindis- ins fór í að greina frá þeim rannsóknum á byggðaþróun sem unnar hafa verið fyrir stofnun- ina, en þeirri vinnu hefur verið stýrt af dr. Stefáni Ólafssyni, prófessor við Háskóla íslands. Rannsóknir Stefáns benda m.a. til þess að við Islendingar stönd- Smári Geirsson í rœðustól á aðalfundi SSA en hann rœddi á fundnum um byggðamál og byggðaþróun. Ljósm. as hafa mið-Austurland í huga. í þessum kjarna ætti að leggja áherslu á frekari uppbyggingu þjónustu og verslunar. Halldór lagði áherslu á uppbyggingu iðn- aðar í erindi sínu, en einnig á uppbyggingu matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Halldór lagði hins vegar mesta áherslu á þau áhrif sem orkufrek stóriðja gæti haft á fólksfjöldaþróun og fram- farir í fjórðungnum. Halldóri leist best á að til að byrja með yrði reist 120 þúsund tonna álver Námskeið um textíl (efnisfræði) Fyrir starfsfólk í vefnaöar- og fataverslunum og aðra sem áhuga hafa. (20 klst.). Til að auka þekkingu fólks á meðferð, eíginleikum og mismun vefjarefna (dæmi: silki, viskos, modal, asetat). Auk þess fá þátttakendur möppu sem er þægileg handbók í þessum fræðum. Að námskeiðinu standa auk Verslunarmannafélag Austur- lands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Kaupmannafélag Austurlands og Kaupfélag Héraðsbúa. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Signý Ormarsdóttir, fatahönnuður og veitir hún upplýsingar og annast skráningu í síma 471 2558 (frá 7. sept.). Þá veitir skrifstofa Verslunar- mannafélagsins upplýsingar (471 1418). Námskeiðið verður haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst um miðjan september. Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupmannafélag Austurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verslunarmannafélag Austur- lands Ódýrt þakjám Loft- og veggklæðningar Framleiðum þakjárn, loft- og veggklæöningar á hagstæðu verðí. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiöjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607 um okkur ver hvað varðar byggðamál, en nágrannar okkar á Norðurlöndunum. Fjárframlög til byggðamála eru þar mun meiri og fólksflóttinn er mun minni. Rannsóknirnar benda jafnframt til þess að atvinnumál skipti mestu máli þegar fólk velur sér búsetu og þar skipti fjölbreytni atvinnutækifæra sér- lega miklu máli. Einnig virðast almenn lífsgæði skipta máli, s.s. húshitunarkostnaður, vöruverð og vöruúrval. Einnig skipta menntunarmöguleikar miklu máli. Egill sagði leiðir til úrbóta þurfa að taka mið af þessum nið- urstöðum. Efla þyrfti atvinnulíf og auka fjölbreytni þess, auka þyrfti menntunarmöguleika og auka þyrfti almenn lífsgæði. Hins vegar voru þær hugmyndir sem stjórnarformaður Byggða- stofnunar kynnti heldur mátt- Ókeypis smáar Til sölu/leigu 3ja herbergja íbúð að Urðarteig 7 í Neskaupstað. Laus 1. okt. Nánari uppl. gefa Margrét í síma 565 2774 og Herdís í síma 477-1286 Frá listasmiðju Norðfjarðar Áhugafólk um myndlist: Erum með opið hús á miðvikudags- kvöldum frá kl. 20.00 Allir velkomnir íbúð óskast Óska eftir íbúð í Neskaupstað eða á Eskifirði. Uppl ís. 477-1274, 891-9392 eða 846-8005 Viðar lausar og fólu ekki í sér nein raunveruleg fjárútlát eða ívilnan- ir til sveitarfélaga, fyrirtæka eða einstaklinga. Þriðju framsöguna flutti Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar í sameinuðu sveitarfél- agi Eskifjarðar, Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. I erindi sínu benti Smári á að hagsmunaaðilar á höfuðborgarsvæðinu geri ráð fyrir ákveðinni fjölgun þar næstu árin. Væntanleg fjölgun sé því orðin forsenda framtíðaráætlana og framkvæmda margra fyrir- tækja í Reykjavfk, en þetta telur Smári vera til vitnis um hvaða augum byggðavandinn er litinn. Fólksflutningar til Reykjavíkur og nágrennis frá landsbyggðinni eru taldir vera lögmál. Smári sagðist hins vegar telja að fólks- flutningarnir væru afleiðing stjórnvaldsákvarðana að því leyti að öll stjórnsýsla hefði meira og minna verið byggð upp í Reykjavík og mótvægisaðgerð- ir eru næsta máttlausar í saman- burði við nágranna okkar á Norðurlöndunum. Smári benti einnig á þau orð hins nýja fjár- málaráðherra þjóðarinnar að landsbyggðin myndi ekki njóta neinna ívilnana í formi skatta- lækkana eða fyrirgreiðslu. I kjöl- far þessa kynnti Smári sínar hug- myndir um lausn byggðavandans sem byggðu á sóknarhug og já- kvæðni: - Auka ætti umfjöllun um já- kvæða þætti landsbyggðarinnar. - Fækka ætti sveitarfélögum til að gera þau hæfari til að takast á við síaukin verkefni. - Auka þyrfti áherslu á mennta-og menningarmál. - Sinna þyrfti byggðamálum á íslandi jafn vel og í nágranna- löndunum, m.a. með skattaíviln- unum og sérstakri fyrirgreiðslu til menntafólks varðandi afborg- anir af námslánum o.fl. - Skapa þyrfti fleiri störf. Besta leiðin til þess fælist í orku- frekum iðnaði og virkjunarfram- kvæmdum. Þessar framkvæmdir myndu svo hafa margfeldisáhrif á atvinnulífið í fjórðungnum. - Staðsetja ætti allar nýjar stofnanir á landsbyggðinni. - Gæta þarf þess að áhrif landsbyggðarinnar minnki ekki innan stjórnsýslunnar. Ur erindi Smára mátti lesa þá skoðun að hann telur umræðu um byggðamál vera á miklum villigötum og hann er ekki hrif- inn af stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Erindi Páls Skúlasonar Háskólarektors Páll fjallaði í erindi sínu um þær leiðir sem Háskóli íslands hefur til að þjóna landsbyggðinni sér- staklega og því má segja að er- indi hans hafi verið angi af þeirri umræðu sem fram fór um byggðamál. Páll sagðist reyndar ekki vilja gera skýran greinar- mun á landsbyggð og höfuð- borgarsvæði heldur leggja áherslu á að um heild væri að ræða og að Háskólinn ætti að þjóna þessari heild. Páll taldi að forsenda þess að Háskólinn gæti þjónað landsbyggðinni sérstak- lega væri að gera hann sýnilegri og að sigrast þyrfti á fjarlægð, bæði landfræðilegri og andlegri. Páll lagði áherslu á að Háskóla- menntun sé fyrir alla og að fræðileg hugsun og vinnubrögð ættu allsstaðar við, einnig í daglegu lífi, því þeir sem tileinki sér fræðilega hugsun séu opnir og íhugulir og velti fyrir sér öllum hliðum málanna áður en þeir taki ákvarðanir. Helstu leiðir sem Páll sagðist sjá til að gera Háskólann sýnilegri og nálægari landsmönnum eru að auka skipulegt rannsóknarstarf á landsbyggðinni og koma upp rannsóknarsetrum víða um land, auk þess að auka fjarkennslu og auka þátttöku fræðimanna í lausnum vandamála í einkageir- anum og í stjórnsýslunni. Páll sagðist vera sannfærður um að þátttaka Háskólans í aðgerðum í byggðamálum væri afar mikilvæg. Hönnum vefsíður fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn.is Eldsmiounnn - ausffirskt 2 i. aldar fyrirtœki „^VM^ UOMNÍR LAUFSKALINN Nesgötu 3 - 740 Neskaupstað »4771212

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.