Austurland


Austurland - 10.09.1998, Side 4

Austurland - 10.09.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 Náttúruspjöll vcgna Fljótsdalsvirkjunar Fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun hefur mikið verið á döfinni undanfarið, en hún á nú hálfrar aldar sögu að baki. Sú saga er vörðuð tilviljunarkenndum atvikum og hrossakaupum. Náttúruvemdarráð féllst á þessa virkjun, til að ná fram friðlýsingu Þjórsárvera, og Alþingi heimilaði hana 1981. Virkjunarleyfi var gefið 1991. Frá sjónarmiði náttúraverndar er þetta sannkölluð slysasaga, því að þama eru meiri náttúruverðmæti í húfi en dæmi eru til við nokkra aðra virkjun á Islandi. Viðhorfin hafa breyst og nú myndi líklega fáum detta í hug að stofna til hennar. Svo virðist sem margir séu ekki nógu vel upplýstir um tilhögun þessarar virkjunar, eða um náttúru- far virkjunarsvæðisins, og geri sér ekki grein fyrir því sem þar er í húfi. Hér verða talin upp helstu náttúraverðmæti sem spillast eða fara forgörðum við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun Tilhögun virkjunar Samkvæmt nýjustu hönnunar- áætlun Landsvirkjunar (1998) er áætlað að stífla Jökulsá í Fljóts- dal rétt fyrir ofan Eyjabakkafoss, með 4 km langri grjótstíflu og yfirfalli austan ár. Mesta hæð stíflu yrði um 25 m í farvegi ár- stað. Upp af bænum Hóli yrði reistur um 30 m hár jöfnunartum á göngunum. Stöðvarhús og spennar verða inni í fjallinu. Þangað liggja aðkomugöng úr Teignum, sem byrjað var að grafa 1991. Frá stöðvarhúsi rynni vatnið um frárennslisgöng aftur út í Jökulsá. Uppsett afl kvíslum Hölknár og Grjótár, með samtals um 1,5 km löngum stíflum og 4 km löngum skurð- um. (Sjá meðf. kort). Eyjabakkar Eyjabakkar eru flæðislétta í grunnu og víðu dalverpi austan Snæfells, sem Jökulsá í Fljótsdal kvíslast um, milli gróinna bakka, eyja og hólma, með óteljandi pollum og tjömum. Þessi mósaík gróðurvana aura, iðgrænna hólma, grárra og blárra árkvísla, og marglitra tjama, í grennd við hvítan jökul og hlíðar Snæfells, er listaverk náttúrunnar sem varla á sinn líka. (Md.) Eyjabökkum er oft jafnað við Þjórsárver við Hofsjökul. Ýmis- legt er sameiginlegt með þessum tveimur vinjum, en þær eru samt ólíkar um margt. Eyjabakkar liggja að jafnaði um 70 m hærra yfir sjó. Þó era þar ekki teljandi freðmýrar, eins og í Þjórsárverum, enda er loft- slag meginlandskenndara og hagstæðara lífi. Ríkulegur gróð- ur og dýralíf þrífst á báðum svæð- um, og bæði eru mjög mikilvæg nsaiju- (1833 m), og iui. miklu hvel Vatnajökuls, gefur svæðinu sérstakt gildi, og á sinn þátt í fjölbreytni þess og grósku. a) Votlendi og gróður. Af þeim 43 ferkm., sem færu undir miðlunarlón Flótsdalsvirkjunar eru 37 ferkm. gróið land, eða um 86 %. Um þriðjungur þess er votlendi. Af því eru Eyjar og Eyjafellsflói vistfræðilega mikil- vægust. Þar er um að ræða flóa- land, með ríkulegum staragróðri, sem er alsett grannum tjömum, og umkringt kvíslum og lænum af jökulvatni og bergvatni. Hvergi á Islandi er samsvarandi votlendi að finna í þessari hæð yfir sjó (um 650 m), eða svo nálægt jökli. Háplöntuflóra er fjöl- breyttari á Eyjabökkum en á nærliggjandi öræfasvæðum. b) Dýralíf. Fuglalíf er mikið og fjölbreytt á Eyjabökkum, og ber mest á heiöagœs og álft. Alftaveiði var fyrrarn talin þar til hlunninda. A svæðinu er ekki mikið heiðagæsavarp, en aftur á móti er það mjög þýðingarmikið fyrir heiðagæsir í fjaðrafelli, er safnast þar saman í júlí. Á tíma- bilinu 1987-1997, var gæsafjöld- inn að meðaltali 8400 fuglar. Ár- ið 1991 töldust þær rúmlega 13 þúsund, sem er um helmingur allra geldra heiðagæsa á landinu, og um 10-15 % af öllum geldfugl- um í íslensk-grænlenska heiða- gæsastofninum, eða um 7% af þessum stofni, og um leið er það stærsti hópur geldgæsa sem vitað er um í heiminum. Samkvæmt Ramsar-sáttmál- anum um verndun votlendis, sem Islendingar hafa undirritað, og skilgreiningu alþjóðlega fugla- vemdarráðsins, eru svæði talin hafa alþjóðlegt vemdargildi ef 1% eða meira af einhverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengri eða skemmri tíma. Eyjabakkar hafa því ótvírætt verndargildi á heimsmæli- kvarða. Hreindýr nýta sér Eyjabakka- svæðið til beitar, einkum seinni part sumars, og virðast nú sækja þangað um miðsumar í auknum mæli. Samkvæmt júlítalningum áranna 1992-97 voru að meðal- tali 38% allra hreindýra á Snæ- fellsöræfum austan Snæfells, en aðeins um 9% á árunum 1979- 91. Beitargildi þess gróðurlendis sem færi undir vatn hefur Rann- sóknastofnun landbúnaðarins áætlað að svari til 1280 ærgilda, miðað við 2,5 mánaða beitartíma. c) Jökulgarðar. Eyjabakka- jökull hefur nokkrum sinnum hlaupið fram á síðustu 110 árum, og vanalega ýtt upp mikil- fenglegum jökulgörðum (enda- Kort af fyrirhugaðri Eyjabakkavirkjun. Samkvœmt hugmyndum verður Jökulsá á Fljótsdal stífluð rétt fyrir ofan Eyjabakkafoss. innar, og mesta vatnsborðssveifla um 16 m. Er þá miðað við að hæsta vatnsborð verði 664,5 m y.s. Lónið sem myndaðist fyrir innan stífluna yrði um 43 km2, og nýtanleg miðlun um 500 gigalítrar. Mestallt undirlendi austan og suðaustan Snæfells færi undir þetta lón, sem yrði tiltölulega grannt. Það myndi ná inn að Eyjabakkajökli, en Eyja- fell og hæstu jökulgarðar myndu standa upp úr því sem eyjar. Ur Eyjabakkalóni yrði vatn- inu veitt í 31 km löngum jarð- göngum út Fljótsdalsheiði, og steypt niður í stöðvarhús í Teigsfjalli innan við Valþjófs- Fljótsdalsvirkjunar er áætlað 210 MW, og orkuvinnsla um 1250 GWst á ári. I Eyjabakkalón er fyrirhugað að veita vatni sem til næst af efri hluta Hrauna, þ.e. úr upptaka- kvíslum Keldár og þverám henn- ar (Sauðárveita), með um 5,7 km löngum skurðum og 2 km stífl- um. Að vestan er áætlað að veita Hafursá í um 2 km löngum skurði inn í lónið, og taka Haf- ursárkvísl beint í göngin. Enn- fremur er áætlað að byggja um 10 m háa stfflu í Laugará ofan við Laugafell og veita henni niður í aðalgöngin. í hana yrði svo aftur veitt vatni úr upptaka- Amordidi Arnardals- og Brúarvirkju (ásamt Kárahnúkavirkjun _ *•» v ' Otlýu- Jlg-iuóuv Arnordalavirkjun 240 MW Arnardolslón 1340 Gl yv 548 my.s. Kórohnjúkavlrkjun 545 MW ^/Búrfcll Hálslón 1500 Gl yv 618 my.8. A SNftótl, Eyjabakkalón 500 Gl LÓKSTtfL Þjófalimilv.a?' LANPSVIRKJUM

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.