Austurland


Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 10.09.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 5 Eyjabakkar: Þessi mósaík gróðurvana aura, iðgrœnna hólma, grárra og blárra árkvísla, og marglitra tjarna, í grennd við hvítan jökul og hlíðar Snœfells, er listaverk náttúrunnar sem varla á sinn líka, segir meðal annars í greininni. mórenum) í þeim hlaupum. í hlaupinu 1890 gekk jökullinn lengst fram, og skóflaði þá upp votlendisjarðvegi í allt að 20 m háa hryggi, sem kallaðir eru Hraukar, en þá er aðallega að finna austur frá Eyjafelli. Fram- an við hraukana hefur jarðvegur- inn á nokkrum stöðum lagst í fell- ingar, sem líkjast vatnsöldum, og ná allt að Vi km fram á slétt- una. Þessar jökulöldur eiga ekki sinn líka hér á landi, og líklega ekki heldur í öðrum löndum. Þær myndu hverfa í Eyjabakkalónið. Snæfell Hið óviðjafnanlega útsýni af Snæfelli, þar sem Eyjabakkar em eitt helsta djásnið, myndi bíða mikinn hnekki við Fljótsdals- virkjun. Framan af sumri yrði lónstæðið öskugrá flatneskja, og stíflur og skurðir yrðu áberandi í austur og norðurátt.. Ef til þess kemur að þverán- um úr Snæfelli verði veitt í miðl- unarlón eða göng, verður fjallið umkringt stíflum og skurðum í hálfhring að norðanverðu, sem myndu ná langleiðina að Snæ- fellsskála, og aðgengi að fjallinu yrði stórlega skert, fyrir utan þau hrikalegu lýti, sem af því myndu leiða. Samkvæmt nýjustu rann- sóknum er Snæfell virkt eldfjall, þó það hafi ekki gosið á söguleg- um tíma. Eldgosi í fjallinu gætu fylgt mikil vatnsflóð eða jökul- hlaup. Þetta hæsta fjall landsins utan jökla, sem margir telja eitt hið fegursta og tignarlegasta hér á landi, er auk þess í hugum Aust- firðinga umvafið sérstökum helgiljóma. Jökulsárfossar og gljúfur í Jökulsá í Fljótsdal er mikið fossaval. Af jökulsám landsins er það líklega aðeins Jökulsá á Fjöllum sem býr yfir meira fossa- skrúði. Á bilinu frá Kleif í Fljóts- dal upp að Eyjabökkum eru um 15 fossar og fossasyrpur. Nokkr- ir þessara fossa eru í tölu hinna stærstu og veglegustu hér á landi, svo sem Faxfoss (um 20 m ) og Kirkjufoss (um 30 m). Eftir virkjun yrðu efri fossarnir varla til lengur, og þeir neðri ekki nema svipur hjá sjón. Á tveimur stöðum myndar Jökulsá nokkurra km löng og allt að 70 m djúp gil eða gljúfur, með fossum og flúðum, sem eru mjög fjölbreytt að bergmyndun- um og víða gróðurrík, jafnvel skógi vaxin. Við virkjun myndu þau breyta verulega um svip. Fossar í öðrum ám I Keldá eru margir fagrir en lítt þekktir fossar, sumir í mjög gróðurríku og fögru umhverfi. Við ármót Keldár og Ytrí-Sauð- ár eru háir og tignarlegir fossar í báðum ánum. Allir þessir fossar myndu breytast verulega ef Sauðárveita í Eyjabakkalón yrði framkvæmd. I Hafursá er snotur foss, og í Laugará eru tveir undur fagrir fossar: Slœðufoss og Stuðlafoss. Þessir fossar myndu hverfa við Fljótsdalsvirkjun, skv. núverandi áætlun. Grjótá leggur til mest af vatni Þuríðarstaðadalsár (Þuru), en í henni eru nokkrir fossar. I Hölkná er einn myndarlegur foss í Hölknárgili. Gönguleiðir Leiðin milli Fljótsdals og Lóns, yfir Eyjabakkajökul, með við- komu í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Snæfell og Geldingafell, er nú orðin ein vin- sælasta gönguleið landsins. Ljóst er að Fljótsdalsvirkjun myndi hafa veruleg áhrif á hana. Að sjálfsögðu spillist einnig göngu- leiðin upp á Snæfell og umhverf- is það, að ógleymdri gönguleið upp með Jökulsá. Áfok og landbrot Eyjabakkalón er tiltölulega grunnt og víðfeðmt, og myndi að líkindum tæmast að mestu í flestum árum seinni hluta vetrar. Ef ekki eru snjóalög því meiri gæti orðið umtalsvert áfok af jökulleir úr lónbotninum, eink- um til austurs og norðurs. Þar sem hæsta vatnsborð lónsins liggur á jarðvegi og grónu landi, má ætla að geti orðið verulegt landbrot af völdum vatns og íss, og jafnvel uppblástur út frá bökkum. Efnistaka, úrgangur Ráðgert er að grjótnám í Eyja- bakkastíflu fari aðallega fram í stuðlabergslagi austan Jökulsár. Jökulruðningur í þéttiefni yrði tekinn á ýmsum stöðum í ná- grenni stíflanna. Fyrirhugað er að nema steypuefni niðri í Fljóts- dal, á melum við Bessastaðaá. Grjótmulningi úr göngunum yrði komið fyrir í lægðum nálægt aðkomugöngum. Vegir og raflínur Uppbyggður vegur hefur þegar verið lagður að Laugarfelli. Fram- lengja verður þann veg að stíflu- stæðum við Snæfell ef til virkj- unar kemur, og austur á Hraun, vegna Sauðárveitu. Haustið 1991 óskaði verktakinn (Hagvirki h.f.) eftir því að leggja fullkominn brlveg inn Norðurdal og gegnum Kleifarskóg, til að tengja saman vinnubúðir og vinnusvæði. Gert var ráð fyrir að tengja núverandi „Byggðalínu", við Fljótsdalsvirkjun, með 132 kíló- volta línu, sexfaldri á jámgrinda- staurum, og leggja hana út miðj- an Fljótsdal. Umhverfísmat Þótt ýmsar rannsóknir hafi farið fram á landslagi og lífríki Eyja- bakka, teljum við langt frá að þær séu nægilegar til að meta á raunhæfan hátt verndargildi þessa svæðis. Því er óhjákvæmi- legt að þar fari fram umhverfis- mat samkvæmt núgildandi lög- um og reglum, eins og fjölmarg- ir hafa lagt til í ræðu og riti. Annað er ekki sæmandi fyrirtæki eins og Landsvirkjun, sem er eign þjóðarinnar, og er mikið í mun að skapa sér nýja og rétt- sýna ímynd. Hér má ekki rasa urn ráð fram, til þess er allt of mikið í húfi. Egilsst., í september 1998. Helgi Hallgrímsson & Skarphéðinn G. Þórisson Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskiijörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó P V öruf lutningar 0)477 1190 Sýning tileinkuð Snorra Gunnarssyni Sýning tileinkuð smiðnum og klœð- skeranum Snorra Gunnarssyni var sett upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal 4. júlí sl. Hún mun standa til 1. október. Laugardaginn 4. júlí hófst á Skriðuklaustri í Fljótsdal sýning tileinkuð smiðnum og klæðsker- anum Snorra Gunnarssyni. Frá því að sýningin hófst hafa 1500 manns mætt á sýninguna og virðist almenn ánægja vera með sýninguna. Snorri fæddist á Egilsstöðum 26. júní 1907, sonur Bergljótar Stefánsdóttur og Gunnars Sigurðs- sonar er þar bjuggu um nær hálfrar aldar skeið og var Snorri elstur 14 systkina. Snoni var þeg- ar á unga aldri orðlagður hag- leiksmaður, hvort sem var til smíða eða sauma. Laust upp úr 1930 flutti hann sig um set frá bemskuheimili sínu að Egils- stöðum yfir í Eiríksstaði á Jökul- dal, en þar og á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal taldi Snorri heimili sitt næstu 40 árin eða svo, þegar hann flyst aftur á æskuheimili sitt og er þar til heimilis það sem eftir er ævinnar. Viðfangsefni Snorra voru af ótrúlega fjölbreyttum toga, sem má þó í stómm dráttum skipta í þrennt. Má þar nefna viðgerðir, endurbætur og smíðar á ýmsum áhöldum og tækjum. f þessum flokki má nefna tæki eins og saumavélar, úr og klukkur af ýmsurn stærðum og gerðum, smíða- áhöld o.fl. Gerði hann m.a. upp tvær forláta Borg- undarhólmsklukkur. Aðra á Egilsstöðum í félagi við bræður sína, en hina gerði hann við og endurbyggði þótt illa væri farin, í upp- runalega mynd fyrir Geir á Sleðbrjót í Hlíð. Ekki er vitað annað en klukkur þessar þjóni tímatalinu nú sem fyrr. Mikið safn saumavéla fór um hendur Snorra og átti hann sjálfur talsvert safn þeirra. Mun honum hafa þótt þær betri eftir því sem þær vom eldri. Sem dæmi um vel unnin og þakklát verk vitnar þessi vísa Stefáns í Merki að lokinni dvöl Snorra á heimilinu: Eldavélin er sem ný, engin klukka stendur, saumavélar sauma, því svona eru Snorra hendur. Næst er að nefna innréttingar og smíði heilla íbúðarhúsa á Jökuldal, í Hlíð og í Fljótsdal, sem hann stóð einn að eða að einhverju leyti í félagi við aðra. Má nefna íbúðarhúsið á Vað- brekku, eldri bæinn, Eiríksstaði 1 og 2, Surtsstaði og fleiri. Þriðja viðfangsefnið sem Snorri fékkst við, saumaskapur- inn, telst að mörgu leyti merkast. Þar er fjölbreytnin með ólíkind- um, en alúðin og vandvirknin ávallt hin sama, hvort sem saum- aðir voru skóleppar úr einhverj- um afgöngum sem til féllu, prjón- aðir leistar eða föðurland ellegar saumaðir íslenskir þjóðbúningar úr dýrindisefni. Snorri saumaðir upphluti og peysuföt á mikinn fjölda kvenna. Snorri Gunnarsson andaðist hinn 12. mars 1989 og var jarð- sunginn frá Valþjófsstaðakirkju tæpri viku síðar eða laugar- daginn 18. mars. Sýningin á Skriðuklaustri verður opin til 1. október. Eitt af því sem Snorri tók sér fyrir hendur voru viðgerðir ýmiskonar hlutum, t.d. klukkum og saumavélum. Á myndinni sé ein af þeim vélum sem hann gerði upp. Ljósm. 1

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.