Austurland


Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 24. september 1998. 33. tölublað. Maraþonsund Árlegt maraþonsund Þróttar verður haldið í sundlauginni í Neskaupstað á morgun og á laugardag. Markmiðið er að synda alls 70 km og verður synt frá hádegi á morgun til hádegis á laugardag. Mara- þonsundið hefur í gegnum árin verið ein helsta tekjulind sunddeildarinnar. Ótrúlega góð spretta Kartöfluspretta á Héraði er mjög góð og umfram það sem búist var við að sögn Egils Guðlaugssonar, kart- öflubónda á Héraði en nokkr- ar áhyggjur höfðu menn haft af uppskeru sökum lélegs tíðar- fars í sumar. „Miðað við tíðarfar sum- arsins er uppskeran geysigóð. Það er ljóst að gott tíðarfar í ágúst bjargaði miklu". Sfldveiðar hafnar Sfldveiðar hafa farið vel af stað og voru þau fáu skip sem hafið hafa veiðar að fá allt upp í 200 tonn í kasti fyrr í vikunni. Þegar blaðið fór í prentun voru fleiri skip á leið til veiða, en sfldin er enn ekki orðin sérlega feit. Nokkur óvissa rflcir um sfldarsölu á Rússlandsmarkað og af þeim sökum gæti síldarfrysting orðið minni en undanfarin ár, en söltun ætti að halda sínu striki. Svetlana ráðin þjálfari Svetlana Moroskina hefur verið ráðinn þjálfari kvenna- liðs Blakdeildar Þróttar, en hún hefur áður þjálfað liðið. Sveitlana hefur verið búsett á Norðfirði síðan 1995 og hefur hún unnið við blak- þjálfun og fiskvinnslu, en hún hefur nýlega hafði störf sem íþróttakennari við Nes- skóla. Ballett :-^~^. Kennsla í ballett er nú hafin í Neskaupstað. Það er hin hollenska Suzanne Bieshaar sem býður nú upp á ballettkennslu fyrir börn á aldrinum 4 til 10 ára og fer kennslan fram í húsi Slysavarnarfélagsins í Neskaupstað. Suzanne hefur verið búsett á Norðfirði undanfarin ár, en ballett var áhugamál hennar heima í Hollandi. A myndinni má sjá ungar ballerínur taka sín fyrstu skref Nánar erfjallað um ballettkennsluna á bls. 7. Ljósm. as Skipt um vél í Berki NK122 Bílþjófnaður og bílvelta Bifreið var stolið í Neskaup- stað aðfaranótt mánudags og endaði ökuferð þjófsins utan vegar. Bílnum var velt á veginum ofan Naustahvamms og er hann talinn ónýtur. Bíl- þjófurinn var aðeins 15 ára gamall og er hann grunaður um að hafa verið undir áhrif- um áfengis þegar atvikið átti sér stað. Eigindur bifreiðar- innar gleymdu lyklinum í kveikjulásnum um kvöldið og er rétt að brýna fyrir fólki að muna eftir því að taka lyklana úr bflum sínum og læsa þeim. Þetta er annað tilvikið á þessu ári þar sem bifreið er stolið og hún eyðilögð eftir að eigendur gleymdu lykli í kveikjulás bifreiðar sinnar. Stjórn Sfldarvinnslunnar hf. hef- ur nú tekið ákvörðun um að skipta um vél í Berki NK-122. Vélin verður af gerðinni Cater- pillar og verður hún 7371 hestöfl en gamla vélin var ekki nema 2100 hestöfl og reyndist hún of kraftlaus til flottrollsveiða þó að hún hafi dugað til loðnu og síldveiða. Aætlað er að vélar- skiptin muni eiga sér stað í vor að loðnuvertíð lokinni, en verkið hefur ekki enn verið boðið út. Að breytingunum loknum verð- ur Börkur orðinn gífurlega öfl- ugt og glæsilegt skip sem á eftir að draga enn meiri björg í bú Sfldarvinnslunnar en áður. Eins og þessi mynd ber með sér var bifreiðin gjörónýt eftir slysið. Ljósm. as Ertþú áskrifandi? Áskriftarsími 477-1571 Ekki er langt síðan Börkur NK 122 var tekin í gagngerar endurbcetur í Póllandi. Þessi mynd var tekinn þegar skipið kom heim eftir endurbœturnar. Ljósm. as LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgí Jensson (frá l.návj Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn simi:470-2200 fax.470-2201 KÉS Fyrir ORYGfil bílinn 1 f\Vc\!WQ Stétursalan hafin \VS^ Pantanir í síma 4-77-1201 Perun kg. kr. 119.- Rúgmjöl 2 kg. kr. 64- Hafragrjóm kg. kr. 67.- Rúsínur i kg. kr. 228.- ® 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.