Austurland


Austurland - 24.09.1998, Síða 1

Austurland - 24.09.1998, Síða 1
Maraþonsund Árlegt maraþonsund Þróttar verður haldið í sundlauginni í Neskaupstað á morgun og á laugardag. Markmiðið er að synda alls 70 km og verður synt frá hádegi á morgun til hádegis á laugardag. Mara- þonsundið hefur í gegnum árin verið ein helsta tekjulind sunddeildarinnar. Ótrúlega góð spretta Kartöfluspretta á Héraði er mjög góð og umfram það sem búist var við að sögn Egils Guðlaugssonar, kart- öflubónda á Héraði en nokkr- ar áhyggjur höfðu menn haft af uppskeru sökurn lélegs tíðar- fars í sumar. „Miðað við tíðarfar sum- arsins er uppskeran geysigóð. Það er ljóst að gott tíðarfar í ágúst bjargaði miklu“. Sfldveiðar hafnar Síldveiðar hafa farið vel af stað og voru þau fáu skip sem hafið hafa veiðar að fá allt upp í 200 tonn í kasti fyrr í vikunni. Þegar blaðið fór í prentun voru fleiri skip á leið til veiða, en síldin er enn ekki orðin sérlega feit. Nokkur óvissa ríkir um síldarsölu á Rússlandsmarkað og af þeim sökurn gæti síldarfrysting orðið minni en undanfarin ár, en söltun ætti að halda sínu striki. Svetlana ráðin þjálfari Svetlana Moroskina hefur verið ráðinn þjálfari kvenna- liðs Blakdeildar Þróttar, en hún hefur áður þjálfað liðið. Sveitlana hefur verið búsett á Norðfirði síðan 1995 og hefur hún unnið við blak- þjálfun og fiskvinnslu, en hún hefur nýlega hafði störf sem íþróttakennari við Nes- skóla. Bílþjófnaður og bílvelta Bifreið var stolið í Neskaup- stað aðfaranótt mánudags og endaði ökuferð þjófsins utan vegar. Bílnum var velt á veginum ofan Naustahvamms og er hann talinn ónýtur. Bíl- þjófurinn var aðeins 15 ára gamall og er hann grunaður um að hafa verið undir áhrif- um áfengis þegar atvikið átti sér stað. Eigindur bifreiðar- innar gleymdu lyklinum í kveikjulásnum um kvöldið og er rétt að brýna fyrir fólki að muna eftir því að taka lyklana úr bílum sínum og læsa þeim. Þetta er annað tilvikið á þessu ári þar sem bifreið er stolið og hún eyðilögð eftir að eigendur gleymdu lykli í kveikjulás bifreiðar sinnar. Eins og þessi mynd ber með sér var bifreiðin gjörónýt eftir slysið. Ljósm. as Ert þú áskrifcmdi? Áskriftarsími 477-1571 Skipt um vél í Berkl NK122 Kennsla í ballett er nú hafin í Neskaupstað. Það er hin hollenska Suzanne Bieshaar sem býður nú upp á ballettkennslu fyrir börn á aldrinum 4 til 10 ára og fer kennslan fram í húsi Slysavarnarfélagsins í Neskaupstað. Suzanne liefur verið búsett á Norðfirði undanfarin ár, en ballett var áhugamál hennar heima í Hollandi. A myndinni má sjá ungar ballerínur taka sín fyrstu skref. Nánar er fjallað um ballettkennsluna á bls. 7. Ljósm. as Ekki er langt síðan Börkur NK 122 var tekin í gagngerar endurbœtur í Póllandi. Þessi mynd var tekinn þegar skipið kom heint eftir endurbœturnar. Ljósm. as Stjórn Sfldarvinnslunnar hf. hef- pillar og verður hún 7371 hestöfl ur nú tekið ákvörðun um að en gamla vélin var ekki nema skipta um vél í Berki NK-122. 2100 hestöfl og reyndist hún of Vélin verður af gerðinni Cater- kraftlaus til flottrollsveiða þó að hún hafi dugað til loðnu og sfldveiða. Áætlað er að vélar- skiptin muni eiga sér stað í vor að loðnuvertíð lokinni, en verkið hefur ekki enn verið boðið út. Að breytingunum loknum verð- ur Börkur orðinn gífurlega öfl- ugt og glæsilegt skip sem á eftir að draga enn meiri björg í bú Síldarvinnslunnar en áður. # LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá l.nóv) Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 Sláturfialan hafín Pantanlr í fiíma 4-77-1201 Peruri kg. kr. nq.- Rúgmjöl2kg. kr. 64.- Hafragrjóm kg. kr. 67.- Rúsínun kg. kr. 228.- m 4771301

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.