Austurland


Austurland - 01.10.1998, Qupperneq 1

Austurland - 01.10.1998, Qupperneq 1
Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er síldarverkun komin í gang og ekki laust við að liýrni yfir sumum. A myndinni má sjá farfuglinn Ingu Birnu Hákonardóttur, sem búisett er í Mexíkó, en hún kemur alltaf heim til að vinna í síldinni og má segja að hún sé öruggasta merkið um að síldarvertíðin sé hafin. Ljósm. as Týnd sprengja Páll Sigurðsson, bóndi í Sauðhaga á Völlum gekk fram á sprengju þegar hann var að smala rollum síðastliðinn sunnudag. Að sögn Páls var sprengjan að öllum líkindum úr fallbyssu og var staðsett á Skagafelli í Fagradal. Lögreglan á Egilsstöðum fór á mánudaginn ásamt Páli og leitaði á svæðinu en sprengjan fannst ekki í þeirri ferð. „Eg var að elta rollur á sunnudaginn þegar ég gekk fram á sprengjuna. Eg merkti svæðið en hef greinilega ekki gert það nógu vel. Eg er nokkuð viss um að þetta er á takmörkuðu svæði en þarf að glöggva mig betur á því áður en farið verður aftur af stað. Ljóst er að vilji manna er að finna gripinn og gera hann óvirk- an áður en hann veldur einhverjum skaða. Því verður málinu haldið opnu og annar leiðangur gerður út til að finna gripinn fljótlega. Framhaldið fer síðan eftir því hvernig sprengjan er, t.d. ræður það hvort sprengjusérfræðingar verða kvaddir til. Álver eða ekki álver? Á síðasta fnnmtudag var haldinn fundur á Reyðarfirði um stóriðjumál. Á fundinum kom fram að ákvörðun um byggingu álvers mun ekki liggja fyrir fyrr en um mitt næsta ár. Finnur Jngólfsson, sem sat fundinn, sagðist hins vegar telja mjög líklegt að 120.000 tonna álver yrði byggt og það yrði hvergi annars- staðar byggt en á Reyðarfirði. Valaskjálf auglýst til sölu? Síldarvertíðin er nú farin af stað á Austurlandi. Nokkur sfldveiði var í vikunni á Breiðadals- og Papeyjargrunni, en leiðindaveð- ur og þungir straumar hafa gert erfitt fyrir um veiðar þó að tals- vert virðist vera af sfld á svæð- inu. Þórshamar GK kom með 150 tonn af sfld til Neskaupstað- ar á mánudag, en sú síld var ágæt og var hún nánast öll flökuð og söltuð. Sfldarverkun er einnig hafin hjá Skinney á Hornafirði en þar hófst söltun í síðustu viku. Verkunaraðilar eru hins vegar víða á báðum áttum um hvað eigi að gera við sfldina því vegna óvissu á sfldarmörk- uðum er sennilega hagkvæmara að bræða sfldina en salta hana, en verð á mjöli er hátt um þessar mundir. Norsk sfld á land á Austfjörðum Nfu sfldarskip fengu leyfi til að veiða innan norsku lögsögunnar og þegar blaðið fór í prentun voru þau flest komin með fullfermi, sum komin heim og önnur á leiðinni. Guðrún Þorkels- dóttir landaði fullfermi, eða 1000 tonnum, á Eskifirði á þnðjudagskvöldið og var sú sfld veidd í tveimur köstum. Sam- kvæmt samningi Islendinga og Norðmanna er íslenskum skip- um heimilt að veiða 9000 tonn úr norsk-íslenska sfldarstofnin- um á ári. Níu skipum var veitt leyfi til veiðanna og er miðað við að hvert skip fengi fullfermi af sfld. Útgerðarmenn eru nokk- uð ósáttir við það hvernig úthlutunin fór fram, en við út- hlutun var byrjað á því að úti- loka alla sem tóku þátt í veiðun- um í fyrra, því næst voru allir útilokaðir sem ekki veiddu allan kvóta sinn í fyrra. Þá voru eftir 14 skip og voru dregin 9 skip úr þeim hópi og fengu þau leyfi til veiðanna. Undirbúningshópur á vegum Austur-Héraðs hefur skilað af sér tillögum um áframhaldandi rekstur Valaskálf á Egilsstöðum. I samræmi við hugmyndir hóps- ins er þessa dagana verið að vinna í sameiningu hótel- og héraðsheimilshlutans og er það mál núna í skoðun hjá þeim sveitarstjórnum sem eiga hlut í rekstrinum. Að sögn Jóns Kr. Amarsson sem fer fyrir vinnuhópnum verður félagsheimilið auglýst til sölu um áramótin ef sameiningin gengu upp. Til greina gæi komið að selja reksturinn og húsnæðið ef nógu gott tilboð fæst og ef rekstur félagsheimilis verður tryggður, en það er að mati hópsins frumforsenda fyrir sölunni. „Enginn á að missa neitt“, sagði Jón í samtali við blaðið. „Til dæmis munu Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Bíó Vala- skjálf verða tryggð áframhald- andi aðstaði í húsinu. Það er til samningur við bíóið sem er til nokkurra ára í viðbót og ekkert verður hróflað við honum. Það sem nú er verið að vinna í er að sameina eignarhlutana og fram- hald veltur dálítið á því hvernig það gengu. Við ætlum að stíga eitt skref í einu“ Eignaraðilar úr hvorum hluta fyrir sig, þ.e. hótel- og héraðs- heimilshlutanum eru nánast þeir sömu en það eru Austur- og Norður-Hérað, Fellahreppur, Fljótsdalshreppur. Auk þess eiga Ferðamálasjóður og nokkrir ein- staklingar hlut í hótelhlutanum. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá l.nóv) Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax. 470-2201 Fyrir atvinnulífið Oyyywvvv SvvyvaVvvvvv^vvy \\eV\vvYYYYY VeTN ® 4771301

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.