Austurland


Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 jyr Rakkarinn ff Málfasismi Tilvera og aðgerðir svonefndrar örnefnanefndar eru angi af því sem kallað hefur verið málvemdarstefna. Málvemdarstefnan gengur í stuttu máli út á það að vemda tunguna gegn „óæskilegri þróun“ og aðskotaorðum ýmiskonar og tryggja það að málið haldist óbreytt í hafsjó amerískrar hamborgaramenningar sem m.a. felldi ekki ómerkari mannvirki en Berlínarmúrinn og reif jámtjaldið niður eins og það væri sóltjald. Slíkt ofurafl hlýtur að vera hættulegt þjóðum sem byggja á jafn fornri og merkilegri menningu og við íslendingar og jafnvel ógna tilvist okkar sem sjálfstætt ríki. Sú landfræðilega einangran sem við bjuggum við um aldir alda heldur ekki lengur verndarhendi yfir okkur á þessum síðustu og verstu tímum gervihnattasjónvarps og tölvuneta og því þarf að marka ákveðna varnarstefnu þegar ástkæra ylhýra er annarsvegar. Gott og vel. Þetta er skiljanleg afstaða sem sumir segja að eigi fullan rétt á sér og því sé skylda að texta erlent efni o.s.frv. Ömefnanefndin verður hins vegar að teljast afar sérkennilegur angi af þessari varnarstefnu. Nefndin er stóridómur í nafnamálum þjóðarinnar og hún tekur blákalt ákvarðanir í tráss við vilja fólksins. Hins vegar eru ákvarðanir hennar ekki byggðar á hugmyndum um hvað sé gott og gilt íslenskt mál og hvað ekki, heldur á því hvort þau nöfn sem mönnum dettur í hug að skýra sveitarfélög sín, eigi sér stoð í íslenskri málhefð. Ef svo er ekki, jafnvel þótt nafnið sé gott og gilt íslenskt orð, hristir Örlaganefndin höfuðið þunglega. Þetta er dæmi um versta birtingarform málvemdarstefnu og er um að ræða fyrirbæri sem sumsstaðar erlendis hefur verið kallað málfasismi. Þetta er þekkt fyrirbæri víða í Evrópu þar sem menn ganga svo langt að talsetja allt efni sem er ekki á tungumáli viðkomandi lands. (í Þýskalandi sagði Termenatorinn Amold Schwarznegger t.d. „Aufwiedersehen liebling“ í staðinn fyrir „Hasta la vista baby“!) Þetta eru flestir þenkjandi menn sammála um að flokkist undir hreina skemmdarverkastarfsemi sem eigi engan rétt á sér þrátt fyrir að stór hluti allra kvikmynda séu á engilsaxnesku. Eflaust á sér stað einhver breyting á tungumálum vegna þess hve hinn ensk/ameríski menningarheimur gegnsýrir alþjóðamenninguna, en við þessu er lítið að gera og ef fólkið tekur upp breytingar á máli sínu þá verður bara að hafa það. Ef menn taka upp of stífa vemdarstefnu þýðir það menningarlega einangrun og skerta samkeppnishæfni íbúanna á alþjóðavettvangi. Þetta hefur hins vegar ekki verið sérlega stórt vandamál á íslandi því kvikmyndir og aðrir angar alþjóðamenningarinnar hafa fengið að vera óáreyttir fyrir utan texta sem bætt er inn í allar kvikmyndir, en það er hægt að gera sökum þess að nánast allir Islendingar eru fluglæsir og geta því fylgst með texta og kvikmynd samtímis. I ljósi þessa frjálslyndis íslendinga hvað varðar alþjóðamenninguna er einkennilegt að málvemdarstefnan skuli beinast af slíkri hörku að okkar eigin tungu og okkar eigin fólki. Látum vera að Örnefnanefndin hafi ekki lagt blessun sína yfir nafnið „Austurríki", en nafn eins og „Firðir" er gott og gilt íslenskt nafn og ef að íbúar svæðisins em ánægðir með nafnið þá skal það standa og það verður bara að hafa það þó að það sé til fleira fólk sem býr í öðrum fjörðum sem vill líka eiga nafnið. Ákvarðanir nefndarinnar eru óþolandi afskipti af vilja fólksins sem eiga engan rétt á sér, þær em í ætt við málfasisma eins og hann gerist verstur og em dæmi um þröngsýni og forsjárhyggju ríkisvaldsins. Af aðalfundi KSA Síðustu helgi var hið árlega haustþing Kennarasambands Austurlands haldið á hótel Bláfelli, Breiðdalsvík. Að sögn Magnúsar J. Magnússonar, for- manns KSA var þetta mikið þing, en um 200 kennarar mættu til að ræða sín mál, sýna sig og sjá aðra. „Við vorum með mjög öfluga dagskrá" sagði Magnús í samtali við blaðið. „Það var boðið upp á öfluga fyrirlestra og fræðslu- fundi um málefni á borð við fjar- nám og fræðslunet, endurmennt- un, vefinn, forvarnir og fleira. Eiríkur Jónsson, formaður kenn- arasambands íslands, kom og hélt tölu um fyrirhugaða samein- ingu HÍK og KI en þær hug- myndir eru stærsta málið innan kennarastéttarinnar á þessum vetri. Einnig kom fram á fundinum hugmynd um sameiginlegan skólavef fyrir Austurland og yrði það unnið í samvinnu við Tölvuþjónustu Austurlands og fleiri. í tengslum við það er áætlað að efna til námskeiða til að kennarar geti leiðbeint krökk- um á öllum stigum tölvu- og inter- netvinnslu. Þá em hugmyndir um að krakkar vinni vefsíður í skólum og verða þær síðan settar inn á þennan skólavef. Einnig er inní þessu hugmyndir um að tengja saman þær vefsíður sem til eru fyrir, t.d. síður skóla og nemenda. „Þessar hugmyndir eru núna á frumstigi í umræðunni. Hug- myndin hefur þegar verið sett fram og áframhaldið kemur síð- an í ljós“, sagði Magnús að lok- um. 1 <§> Fjölmennt var á haustþingi Kennarasambands Austurlands sem Italdið var um helgina. Hverjir voru ánægðastir í ágúst? Heilsuefling á Héraði og Um- hverfisverkefnið á Egilsstöðum stóðu í síðasta mánuði fyrir sér- stöku átaki til að minnka akstur til og frá vinnustöðum á Héraði og þar með að auka hreyfingu. Sendir voru þátttökulistar á vinnustaði og þeim síðan skilað inn að loknum þeim þremur vik- um sem átakið stóð yfir. Þátttaka var mjög góð hjá þeim vinnustöðum sem sendu inn listana og var þeim vinnu- stöðum, sem náðu 45% þátttöku og þar yfir, afhent viðurkenning í beinni útsendingu svæðisút- varps, fimmtudaginn 24. sept- ember. Vinnustaðirnir sem hlutu viðurkenningu voru: Búnaðar- bankinn á Egilsstöðum, Heil- brigðisstofnunin Egilsstöðum, Landssíminn Egilsstöðum, Mið- ás Egilsstöðum, Skógrækdn Hall- ormsstað og Verslunin Ártún Egilsstöðum. Þrír vinnustað- anna náðu sérlega góðum ár- angri en það voru Verslunin Ár- tún, Heilbrigðisstofnun og Skóg- ræktin Hallormsstað. Það voru samtals 777 dagar í ágúst sem starfsfólkið á þeim vinnustöðum sem skiluðu inn listum, gekk eða hjólaði til vinnu. Ef gert er ráð fyrir að meðalvegalengd til vinnu sé 2 km. fram og til baka, hefur „sparast" akstur sem nemur 1554 km. Ef þessi hópur hefði keyrt til vinnu hefði koltvísýr- ingsútblásturinn af þeim akstri, sem sparaðist verið um 311 kíló. Mikil óvissa ríkir nú á síldar- mörkuðum vegna efnahagsá- standsins í Rússlandi. Útlit er fyrir að verð lækki stórlega, bæði á saltaðri og frystri síld, en á meðan engin síld er keypt í Rússlandi er útlit fyrir offram- boð á Evrópumarkaði. Norðmenn eiga enn eftir að veiða 400.000 tonn af síldarkvóta ársins, en þeir hafa verið duglegastir að selja Rússum frysta síld og er þeir hafa því meira magn sem þeir þurfa að losna við en venju- lega munu þeir því líklega selja sínar afurðir á sérlega lágu verði. Einnig hefur gengi norsku Auk starfsmanna ofangreindra fyrirtækja, verður Birgi Braga- syni veitt sérstök viðurkenning, en hann hefur hjólað til vinnu milli Egilsstaða og Fellabæjar í öllum veðram, allan ársins hring og á sérstakan heiður skilið fyrir gott fordæmi. krónunnar lækkað um 10% á þessu ári og getur það ýtt enn frekar undir verðlækkanir. Samn- ingar eru í gangi um sölu á frystri síld en þeir eru í ákveð- inni biðstöðu vegna ástandsins í Rússlandi. Þó hefur verið samið um sölu á ákveðnu magni en ekki er enn fyrirséð hvert heild- armagnið verður. Kálið er því ekki sopið þó að vel veiðist á síldarvertíðinni í haust því alls óvíst er að hægt verði að losna við síldina á þolanlegu verði og jafnvel getur farið svo að það borgi sig að bræða stærstan hluta hennar. Óvissa ríkir á síld- armörkuðum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.