Austurland


Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 Kiördæmisráðsþing Alþýðubandalagsins Kjördæmisráðsþing Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi verður haldið að Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á laugardaginn. Fundurinninn verður settur kl. 9 en ætlunin er að fundinum ljúki um sexleytið. Meðal dagskrárliða á fundin- um eru auðvitað venjuleg aðal- fundarstörf sem innihalda skýrslu stjórnar, framlag ársreikninga ásamt kosningu nýrrar fram- kvæmdanefndar kjördæmisráðs sem mun starfa í næsta árið. Á fundinn mun Svavar Gestsson einnig mæta til að segja frá til- lögu um breytta skipan kjör- dæma og skýra hana en að sögn Sigurjóns Bjarnason munu að öllum líkindum verða nokkrar umræður um þennan málaflokk en Austfirðingar eru eins og flestir vita almennt á móti fyrirhuguðum breytingum. Einnig mun Jóhann Geirdal kynna málefnaskrá þá sem nú þegar hefur verið lögð fram. Þá mun verða unnin stjórnmála- ályktun kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins. Aðalmál fundsins er óneitan- lega umræða um kosningastarfið framundan og hugsanlega verða gerðar ályktanir um vinnubrögð í sambandi við kosningalista, t.d. hvort fara eigi út í prófkjör eða ei. Þrír fulltrúar flokksins verða einnig kosnir á fundinum sem munu vinna í samstarfsnefnd með Alþýðuflokki og Kvenna- lista í kjördæminu að þeim mál- um. En hvernig sér Sigurjón Bjarnason starf flokksins fyrir sér eftir kosningar? „Flokkarnir munu væntan- lega starfa áfram sem sjálfst- stæðar einingar þrátt fyrir kosn- ingabandalagið. Hvort mikið starf verður um að ræða innan flokkanna eða hvort starfið muni færast yfir á sameiginlegan vettvang á aftur á móti eftir að koma í ljós. Hinsvegar er ljóst að félags- og skipulagsleg vanda- mál við að byggja upp einingar Þeir sem hafa rétt á að mæta á fundinn eru hvattir til að mæta vel og taka þátt í að byggja upp Utþensla norðfirskra fyrirtækja í síðustu misserum hefur vakið nokkra athyglí að norðfirsk fyrirtæki eru farin að opna útibú í nágrannbyggðarlögunum. Segja má að athafnamennimir Guð- mundur Sveinsson og Sveinn Guðmundsson hafi riðið á vaðið þegar þeir opnuðu útibú með byggingarvörur o.fl á Eskifirði, en þeir ráku fyrir verslunina „Byggt og flutt“. Síðan þá hefur Jóhanna Kristín Ragnarsdóttir eða „Hanna Stína“ keypt hár- greiðslustofu á Egilsstöðum en hún rak fyrir hárgreiðslustofu á Norðfirði. Egilsstaðabúar voru orðnir nokkuð lubbalegir þar sem aðeins ein stofa var starfandi áður en Hanna Stína hélt innreið sína og var henni því tekið fagnandi. Sparisjóður Norð- fjarðar mun opna útibú á Reyð- arfirði á næstunni, BG bros/Pizza 67 mun hefja heimsendingar- þjónustu á pizzum á Eskifirði í haust og Magnús Sigurðsson og Lára Garðarsdóttir hafa keypt líkamsræktarstöðina „Táp og fjör“ á Egilsstöðum. Hér er því greinilega um útþenslustefnu að ræða og virðast menn skyndi- lega vera famir að sjá tækifæri í hinum austfirska markaði í heild og því loks famir að líta út fyrir fjallahringinn. Þetta er eitthvað sem menn hefði varla órað fyrir að myndi gerast og er eflaust tákn nýrra tíma. Ekki er ólíklegt að sameining sveitarfélaga hafi haft mikið að segja um þessar breytingar og gert mönnum ljóst að sú fjarlægð sem var á milli bæjarfélaga á Austurlandi var frekar af andlegum toga en landfræðilegum. Herra Austurland krýndur um helgina Keppnin Herra Austurland verð- ur haldin í félagsheimilinu Vala- skjálf á Egilsstöðum næstkom- andi laugardag. Að sögn Sigurð- ar Ananíusarsonar, framkvæmd- arstjóra Valaskjálf, voru síðasta þriðjudag þegar komnar nokkrar ábendingar um stráka sem gætu tekið þátt í keppninni, en enginn hafði þó skráð sig formlega. „Keppnin verður haldin þó aðeins 2 eða 3 keppendur taki þátt“ sagði Sigurður í samtali við blaðið. „Þessi keppni er miklu minni í sniðum heldur en ungfrú Austurland, t.d. verður enginn matur heldur aðeins góður dansleikur en keppninni verður fléttuð inn í hann“. Það má því búast við að fagrir kroppar gangi um svið Vala- skjálf laugardag. sem þjóna þremur herrum verður við hlið fyrrverandi flokksfélaga nýja framtíð í íslenskri pólitík. mjög erfitt. Spurningin er hvort eða hvort þessir hlutir eigi eftir þessar félagslegu einingar verði að flækjast eitthvað saman". JL ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA í næstsíðasta þokuþrasi var ég að bera mig til að vekja, þótt í litlu væri, athygli á málsnilld ýmissa íþróttafréttamanna ríkis- fjölmiðla vorra og nú langar mig til að róa á þann njóðinn, þótt í litlu sé, og víkja ögn að vissri framburðarfurðu sem riðið hefur húsum manna um nokkurra ára- tuga skeið og tröllríður þeim nú. Ekki eiga íþróttafréttamann hér einir hlut að máli, síður en svo. Þetta er sérkennileg þolfalls- mynd vissra kvenkynsnafnorða með greini, s.s. tá, rá, skrá, spá o.s.frv. Furða þessi dundi á eyrum mér einu sinni enn hér á dögun- um þegar ég heyrði fréttamann lýsa knattspyrnuleik fjálglega jafnframt því sem viðburðurinn var sýndur í áglápinu. Honum sagðist svo frá að sóknarmaður ræki tánna í knöttinn, sem við þessa tilhlutan hrökk í þver- slánna. en vamarmennimir sluppu með skrekkinn rétt einu sinni. Islenskufræðingur einn vék að þessum framburði í útvarps- þætti fyrir hart nær tveimur ár- um muni ég rétt, og taldi að hans hefði fyrst farið að gæta um eða rétt fyrir 1950. Eg tel hann ögn eldri; heyrði hann fyrst kringum 1940 af vörum sumarstráks úr Reykjavík, heima á Borgarfirði. Hann hafði verið sendur eftir beljunum fram í Blánna. (Geita- víkurblána) rekið tánna í þúfu og stungist á hausinn. Ég varð að sjálfsögðu allur að eyium, hafði þó haft veður af tali fólks um nokkrar blár í minni sveit. Isl- enskufræðingurinn áður umgetni hafði fyrst heyrt þennan glæsta og hljómmikla framburð er hann, ungur maður, vann á ein- hverri skrifstofunni fyrir sunnan og samstarfsstúlka hans þar tal- aði einatt um símaskránna. Ég hygg að þessi merkilega orð- mynd hafi breiðst hægt út fram- an af, enda hefði enginn notandi hennar sloppið að hljóðnema hjá ríkisútvarpinu lengi vel, jafnvel þótt hann byðist til að leggja stórfé á borð með sér nema þá í áramótagríni eða öðrum álíka mannfagnaði, en nú treður hver snillingurinn á fætur öðrum þessum undrum upp í eyrun hjá hlustendum ríkisfjölmiðlanna eins og ekkert sé sjálfsagðara. I bernsku lærði ég listilega gerða stöku er ferðamaður kvað á sínum tíma yfir ársprænu til s t ú 1 k u sem léð h a f ð i h o n u m gráan klár svo hann kæmist þurrum fótum yfir vatnsfallið á tunglskinskvöldi: Reið ég Grána yfir ána aftur hána færðu nú, í Ijósi mána teygði hana tána takk fyrir lánið, hringabrú. Hvemig skyldi stakan sú arna verða flutt og jafnvel skráð á máli 21. aldar fólks, fari svo fram sem nú horfir? Svona kannski?: Reið ég Gránna yfir ánna aftur hánna færðu nú, í ljósi mána teygði hann tánna takk fyrir lánnið, hringabrú. Ég bíð þess nú með óþreyju, satt að segja, að framburður þessi komist inn í nafnhátt ýmissa sagnorða. Fari svo getur gamanið tekið að gránna, nema Eyjólfur hressist það mikið að honum taki verulega að skánna. Og hver veit nema að himinninn taki að blánna örlítið þegar komandi skammdegi víkur fyrir næsta vori ef guð lofar. S.Ó.P. Það ER ódýrara en þú heldur að vera áskrifandi að Austurlandi Aðeins 1470 kr. á þriggja mánaða fresti 490.- kr. á mánuði eða 122.- kr. per blað £rt þú áskrifandi? Askriftarsími 477-1571

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.