Austurland


Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 01.10.1998, Blaðsíða 8
T\\b°ö • VambaXæri 09 \.ambahn99w a$ n\js\átv*uöu * Lamb ab öUuo * NautagúWas * íiautascbn\tze\ Þindarfiakk qðeins 27?.. ki-. p,. hg ,ða\\a dagafrá kl.10.00-jQ o^0 900 NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 1. október 1998. Verð í lausasölu kr. 170. mr * " ■ 'Qí^ARtMRsK^ríx Mlí 1 ' Bjarni l‘ór Sigurðsson hjá TA og Páll xxxson, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla takast í hendur fyrir framan liið gantla og virðulega skólahús á Seyðisfirði að lokinni undirskrift samningsins. Seyðisfjarðarskóli fær nýjan tölvukost Seyðisfjarðarskóli og Tölvuþjón- usta Austurlands hafa undirritað samning um rekstrarleigu á tölvubúnaði fyrir Seyðisfjarðar- skóla. Um er að ræða I7 - 333 mz Hewlet Packat tölvur, net- þjón ásamt ýmiskonar tengdum búnaði. Skuldbindur skólinn sig til að leigja vélakostinn til fjög- urra ára. Þegar er hafin vinna í lögnum og slíku í húsnæði skólans en tölvurnar sjálfar verða settar upp á næstunni. Fyrir var hjá Seyðisfjarðarskóla samtíningur allskonar tölva. Þetta var ágætis tölvukostur á sínum tíma en nú var komið að endurnýjun og ljóst er að það er gífurlegur hugur í Seyðfirðing- um hvað varðar tölvunotkun í skólanum. Að sögn Bjarna Þórs Sigurðs- sonar hjá TA standa Seyðfirð- ingar hvað fremst Austfirðinga í tölvumálum. A Seyðisfirði er löng hefð fyrir tölvukennslu og í dag eru tölvur mikið notaðar í tölvukennslu við skólann. Með Metnaðarfullt verkefni hjá LF Samkvæmt heimildum blaðsins mun Leikfélag Fljótsdalshéraðs setja upp söngleikinn My Fair Lady eftir áramót. Um mjög stórt verkefni er að ræða, en alls munu 20 til 40 leikarar fara með hlutverk í sýningunni, en það fer eftir því hvaða uppfærsla verður valin. Mun þetta vera stærsta verk sem leikfélagið hefur farið í fram að þessu og jafnvel stærra en Fiðlarinn á þakinu sem félag- ið setti upp fyrir nokkrum árum. Búið er að ráða leikstjórann Odd Bjarna Þorkelsson til að stýra verkinu, en hann er eitt af efnilegustu Ijósunum í stétt ungleikstjóra þessa dagana og segja vísir menn að þarna sé gríðarlegt talent á ferð. Hann er þessa dagana að leika með leikfélagi Akureyrar í uppfærslu félagsins á Rummungur ræningi og mun setja upp Rocky Horror á Húsavík fyrir áramót. Ef verkið verður tekið til sýningar hjá LF þá verður það fyrsta áhugaleikfélag í heimin- um sem fær að setja verkið upp, þannig að ljóst er að félagið er kominn með mjög gott orðspor sem nær vel út fyrir landstein- ana. Lokahóf knattspyrnudeildar SÍMI: 588 8000 tilkomu hinna nýju véla stór- batnar aðstaðan þannig að öll tölvukennsla ætti bæði að léttast og verða víðtækari. Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Þróttar verð- ur haldin á laugardaginn nk. í íþróttahúsinu í Neskaupstað en í þessum hópi voru krakkar á aldrinum 5 til 16 ára. Hátíðin hefst klukkan 2 og er áætlað að hún muni standa til klukkan fjögur. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin í húsinu, en fram að þessu hefur hún verið haldið í Egilsbúð. Foreldrar krakkanna hafa bakað fyrir hátíðina og því verður boðið upp á kaffi fyrir fullorðna en Svala fyrir börnin ásamt heimabökuð- um kökum. A hátíðinni verða þeir sem hafa skarað fram úr í flokkunum í vetur verðlaunaðir ásamt því að farið verður í leiki með foreldr- um og systkinum. Allir þeir sem komu að starfi deildarinnar í sumar eru velkomnir. Björgunarklippur á Stöðvarfjörð Stöðvarfjarðardeild Rauða kross íslands keypti nýverið björgun- arklippur af gerðinni Lukas. Fyr- ir eru klippur á Höfn, Djúpa- vogi, Eskifirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað. Slíkar klippur kosta u.þ.b. 1.3 miljónir og er þetta stórt skref í að veita þeim sem í slysum lenda góða og skjóta aðstoð. Klippum- ar verða í vörslu slökkviliðs Stöðvarhrepps og mun það einnig sjá um að þjálfa mannskap í notkun tækisins. Gamall sjúkrabíll í eigu Rauða krossdeildarinnar var af þessu tilefni færður sveitafélaginu að gjöf með það í huga að hann verði notaður sem tækjabíll hjá Slökkviliðinu. Einnig mun hann nýtast áfram í sjúkraflutninga og þessháttar. Talið frá vinstri: Arsœll Guðnason, Viðar Jónsson, Jóhanna Margrét Agnarsdóttir, Margeir Margeirsson, Björgvin V. Guðinundsson, Jósef Auðunn Friðriksson, Þóra Björk Nikulásdóttir og Hrafn Baldursson fyrir framan nýju björgunarklippurnar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.