Austurland


Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 8. október 1998. 35. tölublað. Melabúðin ódýrust á Austurlandi Melabúðin í Neskaupstað kom best út úr verðkönnun sem Alþýðusamband Austurlands lét gera í samvinnu við Ríkis- útvarpið á Austurlandi. Mela- búðin var tæplega 21% undir meðalverði í könnuninni, en þar á eftir komu Brattahlíð á Seyðisfirði sem var rúmlega 13% undir meðalverði og K- Bónus í Neskaupstað sem var rúmlega 11 % undir meðal- verði. Taka ber fram að könn- unin náði aðeins til 13 vöru- tegunda og ekki var tekið til- lit til gæða í kónnuninni og því gefur hún ekki fulikomna mynd af verðlagi. Kynningarfundur um stóriðjumál Kynningarfundur verður hald- inn 11. október 1998 um virkj- anir, stóriðju og atvinnumál á Austurlandi. Fundurinn, sem hefst kl. 13 verður haldinn í Valaskjálf Egilsstóðum en hann er í boði Alþýðusam- bands Austurlands. Yfirskrift fundarins: Virkjanir og stór- iðjuáform og áhrif. Framsögur á fundinum eru á vegum Landsvirkjunar, verkefnisstjórnar STAR og AfAust. Vinnuslys á Fáskrúðsfirði Maður slasaðist á höfði er hann féll tæpa þrjá metra nið- ur af spenni á aðveitustöð sem er í byggingu á Fáskrúðsfirði. Slysið átti sér stað um ellefuleytið á mánudaginn og var maðurinn í kjölfarið fluttur á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði var ástæða slyssins í raun bara óheppni. Það var engin bilun í búnaði eða slíkt sem olli slysinu. Maðurinn einfaldlega datt. Lokahóf Knattspyrnudeildar Þróttar Knattspyrnudeild Þróttar hélt lokahófsitt í íþróttahúsinu í Neskaupstað á laugardag. Lokahófiö var óvenjulegt að því leyti að allir tóku þátt, jafnt börn, foreldrar og leikmenn meistaraflokks. Farið var í ýmsa leiki og m.a. var haldið knattspyrnumót þar sem leikið var í blönduðum liðum allra aldurshópa. Einnig voru veitingar á borðstólnum og varþeim að sjálfsögðu gerð góð skil. Við þetta tilefni var í fyrsta skipti valinn ,Jyrirmyndarþróttarinn", en verðlaunin eru veitt í minningu Guðbjarts Magnasonar og gáfu Haraldur Jörgensen og fjöl- skylda verðlaunagripinn. Þor- bergur Ingi Jónsson var valinn fyrsti ,Jyrirmyndarþróttarinn". Halldór Hermann Jónsson var hins vegar valinn knattspyrnu- maður Þróttar. Ljósm. S.Ó. Dræm síldveiði Síldveiði hefur verið heldur dræm síðustu daga sökum veðurs og erfiðra aðstæðna. Þórshamar GK hefur fjórum sinnum landað síld hjá Sfldar- vinnslunni í Neskaupstað síð- an veiðar hófust og hafa farm- arnir verið frá 80-100 tonn. Sá afli hefur allur verið flokkaður og það saltað af honum sem hefur verð vinnsluhæft, en annað hefur verið brætt. Há- berg GK landaði 400 tonnum af sfld hjá Síldarvinnslunni á mánudag og fór það allt í bræðslu. Að sögn Freysteins Bjarna- sonar, útgerðarstjóra Síldar- vinnslunnar, er úflitið í síld- veiðunum ekki gott eins og stendur og hann var ekki bjartsýnn á miklar veiðar á næstunni. Guðrún Þorkels- dóttir landaði 600 tonnum af síld á Eskifirði á mánudag, en sá afli fór allur í bræðslu. Síldarverkun hefur enn ekki hafist hjá Samherja á Eskifirði, en þar fara nú fram gagngerar endurbætur á vél- búnaði til vinnslunnar. Enn er verið að landa kolmunna og vonandi er að kolmunnaveiðar haldi áfram sem lengst fram á haustið, en þær hafa verið útgerðunum drjúg búbót. Myndlistarnámskeið í Þúrsmörk Listasmiðjan í Þórsmörk stóð fyrir myndlistarnámskeiði um helgina, en leiðbeinandi á námskeiðinu var kennarinn og myndlistarkonan Alda Armanna Sveinsdóttir. Níu konur tóku þátt í námskeiðinu og voru þœr afar ánœgðar með hvernig til tókst. A myndinni hér að ofan er Alda Ármanna og leiðbeina hinnifinnsku Tiönu. Ljósm. S.Ó. LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá l.nóv) Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 EgilsstaSir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 I Ui r- • K|g Fyrir ^heimilið 0RYG6I IridÍBfÍlW PoHabrauð lcr 59.-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.