Austurland


Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 08.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 5 ibtl w ltygg< og I I iiII 8477 1315 NnkanpHlað 8471i 1435 CsklflrOi Blak Keppni á Islands- mótinu hófst um síðustu helgi með tveimur leikjum í karla- og kvenna- flokki. Leikirnir fóru fram í Hagaskóla og var það KA sem sótti ÍS heim í báðum deildum. Óhætt er að segja að úrslitin í kvennaflokki hafi komið nokk- uð á óvart því hið unga og efni- lega KA lið rótburstaði ÍS í báð- um leikjunum. Fyrri leikinn vann KA 0-3 (7:15, 11:15, 7:15) og tók leikurinn 66 mínútur. Seinni leikinn vann KA 1-3. IS stúlkur klóruðu aðeins í bakkann unnu eina hrinu. (6:15, 13:15, 17:15, 3:15). Leikurinn tók 89 mínútur. í 1 deild karla vann ÍS auð- veldan sigur á KA, 3-0 í báðum leikjunum sem stóðu yfir í 70 og 77 mínútur. Hrinurnar fóru 15:5, 15:7, 15:12 og 15:12, 15:9, 15:9. Rússneskur leikmaður IS var yfirburðamaður í leiknum og má telja víst að hann eigi eftir að velgja keppinautum sínum undir uggum í vetur með firnasterkum smössum sínum. Fyrstu leikir Þróttarliðanna fara fram gegn KA á Akureyri 23. og 24. þessa mánaðar og fyrstu heimaleikimir verða gegn IS 6. og 7. nóvember. Þorri keppendanna á mótinu á sunnudaginn. Fyrir miðju er Bernharð Bogason „bóndi“ Héraðsmanna. Ljósm. Brynja ____________________________ Golf Bændaglíma austfirsku klúbbanna fór fram hjá Golf- klúbbi Norð- fjarðar og var leikið á bökk- um Norðfjarð- arár s.l. sunnu- dag. Tíu keppendur komu frá hverjum klúbbi og léku tveir og tveir saman svokallaðan betri bolta. Urslit urðu þau að liðsmenn Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs fór með sigur af hólmi léku alls á 341 höggi. I örðu sæti varð Golf- klúbbur Norðfjarðar á 346 högg- um og í þriðja sæti Golfklúbbur Eskifjarðar á 349 höggum. Ánægjulegt var hvað þátttaka var góð og veður til golfiðkunar var eins og best var á kosið, betra en oftast á liðnu sumri, sem var afleitt golfsumar. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskiijörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Víggó £ Vöruflutningar 0)477 1190 Að lifa lífinu! Sá dagur mun koma að við þurfum ekki að keppast við, heldur njóta lífsins. Fjárfesting fyrir tækifæri framtíðarinnar Með reglulegum sparnaði í Islenska lífeyrissjóðnum getur þú tryggt þér fjárhagslegt sjálfstæði við starfslok, sjálfstæði til að verja tímanum eins og þér hentar og grípa þau tækifæri sem gefast til að njóta lífsins. Nýtt val í lífeyrissparnaði Oskir manna á sviði lífeyrissparnaðar eru mismunandi. Islenski lífeyrissjóðurinn býður nýtt val 1 lífeyrissparnaði - Lífsbrautina. Frá og með I. júlí 1998 er öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára aldri til Jo ára. Lífsbrautin gefur sjóðfélögum kost á að fjárfesta í þremur mismunandi deildum: Líf I stefnir að góðri langtímaávöxtun en sveiflur í ávöxtun geta orðið nokkrar yfir skemmri tímabil. Deildin hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma sínum. LífH Líf II er ætluð þeim sem kjósa að taka hóflega áhættu með lífeyrissparnað sinn og ná þannig góðri ávöxtun til lengri tíma. Deildin hentar þeim sem eiga eftir a.m.k. 8 - IO ár af söfnunartíma sínum. Lífm Líf III er áhættuminnsta deildin og þar eru sveiflur í ávöxtun litlar. Deildin hentar þeim sem eiga fá ár eftir af söfnunartíma sínum eða eru komnir á eftirlaun. Hafðu samband við umboðsmann Landsbréfa í næsta útibúi Landsbankans á Austurlandi. y LANPSBREF HF. Landsbanki Islands

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.