Austurland


Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 1
Austurlan 48. árgangur Neskaupstað, 15. október 1998. 36. tölublað. Engin ferja á fljótið Siglingamálastofnun hefur synjað hlutafélaginu Lagar- fljótsorminum um siglinga- leyfi vegna ferjusiglinga á Lagarfljóti. Byrðingur við- komandi báts, sem hefur staðbundið siglingaleyfi á vatni í Svíþjóð, er of þunnur miðað við íslenskar reglu- gerðir. Blakvertíðin að hefjast Nú er blakvertíðin að fara af stað. Af blakinu er það helst að frétta að fyrstu leikjum blak- liðs Þróttar á þessari leiktíð hefur verið flýtt um eina viku og verða því á Akureyri nú um helgina gegn KA Fyrsta fjölliðamót yngri flokka verður haldið í íþrótta- húsinu í Neskaupstað um mánaðarmótin. Berrassaðir Norðfirð- ingar Þrír Norðfirðingar urðu um síðustu helgi uppvísir að því sérkennilega athæfi að hlaupa kviknaktir um Austurvöll í Reykjavík. Fyrir þá sem ekki þekkja til stendur Þinghúsið við Austurvöll, ásamt stytt- unni af Jóni Sigurðssyni. Mennirnir, sem allir eru ungir að árum, voru handteknir fyrir athæfið og færðir í fangageymslur lögreglu. Leiðrétting I síðasta blaði var sagt frá því að Þorbergur Ingi Jónsson hefði verið valinn fyrirmynd- arþróttari á lokahófi Knatt- spyrnudeildar félagsins og var sagt að þetta væri í fyrsta sinn sem sú viðurkennig væri veitt. Hið rétta er að Þorberg- ur Ingi er fimmti fyrirmynd- arþróttarinn, en áður hafa hlot- ið þennan titil Hlynur Eirfks- son, Guðbjörg Vilhjálmsdótt- ir, Haugur Ingvar Sigurbergs- son og Kristján Svavarsson. Austurland biðst velvirðingar á þessum mistökum. Rússneskt draugaskip Síldveiðar enn dræmar Síldveiðar hafa verið hálf dræm- ar síðustu vikuna. Síldarbátar hafa verið að fá upp í 200-300 tonn, en aðeins hluti af þeirri síld, sem komið er með að landi, er hæf til manneldis. Víðast er þó verið að flokka og vinna síld þó að tíðin verði að teljast frekar róleg. Að sögn Freysteins Bjarna- sonar, útgerðarstjóra Síldar- vinnslunnar, eru menn þó ekkert farnir að örvænta og telja að væntanlega glæðist veiðarnar ef sfldin fer að gefa sig inni á fjörðum. Utgerðarmenn hafa þó eitthvað til að gleðjast yfir, því kolmunni gefur sig enn og t.d. landaði Beitir NK 1000 tonnum á þriðjudag,. / síðustu viku dró varðskipið Þór þetta óásjálega skip á land á Seyðisfirði. Skipið er talið vera rússneskt að uppruna og er það talið hafa verið notað við að leggja njósnakapla og dufl í norðurhbfum. Ekki er vitað hversu skipið er gamalt, en það er allt smíðað úr áli, alveg niður í bolta og skrúfur, en það er sennilega til að forðast seguldufl og segulsprengjur. Því má segja að um gamlan draug úr kalda stríðinu sé að rœða. Ljósm. S.Ó. Góð aflabrögð á Borgarfirði Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag Ljóst er að margur veiðimaðurinn er farinn að hugsa sér gott til glóðarinnar, en samkvæmt lögum er fyrsti dagur rjúpnaveiði- tímabilsins í dag. Veiðimenn hafa verið í óða önn að undirbúa sig undanfarna daga, og ef allir veiðimenn eru jafn vígalegir og Jón Ingi Sigurbjörnsson, kennari á Egilsstöðum, sem sést á myndinni hér að ofan, er ljóst að rjúpurnar þurfa að fara að vara sig. Myndin er tekin úr Ijósmyndasafni Austurlands Mikið og gott fiskirí hefur verið hjá smábátum á Borgarfirði und- anfarið. T.d. var löndunarmet slegið hjá Fiskiðju Karls Sveinssonar þegar einn daginn komu 25.7 tonn að landi en meiri afla hefur ekki verið land- að á einum degi frá stofnun fyrir- tækisins, en það er um 10 ára ga- malt. Tíu bátar lan- da hjá Fiskiðj- unni og hefur fiskiríið að sögn Karls Sveins- sonar verið mjög gott undanfarið. Mest af aflanum er þorskur, eða um 60%, en lítið af ýsu hefur borist að landi. í Fiskiðjunni er stærstur hluti aflans verkaður, svo að ljóst er að hinar góðu veiðar hafa mikil áhrif á afkomu bæjarbúa. LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá l.nóvj Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.