Austurland


Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. OKTOBER 1998 3 Áslaug Þórarinsdóttir, síðasti sýslumaðurinn í Neskaupstað Nýlega var Aslaug Þórarinsdóttir sett sem sýslumaður í Neskaupstað, en Bjarni Stefánsson hefur nú verið skipaður sýslu- maður á Hólmavík. Aslaug er sett í embætti til 1. júlí á nœsta ári og verður hún síðasti sýslumaðurinn með aðsetur í Neskaupstað ef frumvarp Þorsteins Pálssonar um sameiningu sýslumannsembœtt- anna á Eskifirði og í Neskaupstað verður samþykkt í haust. Blaðamaður Austurlands ákvað að forvitnast um hagi Aslaugar eins og sannur smábœjarbúi. Hvaðan kemur þú? „Eg er uppalin í Reykjavík og þar hef ég búið alla tíð. Þess vegna finnst mér sérlega spennandi að fá tækifæri til að búa og starfa hér úti á landi.“ Hvaða nám og staifsreynslu átt þú að baki? „Ég útskrifaðist úr Lagadeild Háskóla íslands árið 1989, en ég fór í nám á fullorðinsárum. Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna í Dómsmálaráðuneytinu og þar hef ég starfað síðan. Ég starfaði á svonefndri einkamálaskrif- stofu ráðuneytisins, en hún fer m.a. með sifjamál. Urskurðir sýslumanna um t.d. meðlags- greiðslur eru kærðir þangað ef málsaðilar eru ekki sáttir við hlutskipti sitt. Þar er einnig fjallað um ættleiðingar og fleiri málaflokka." Af hverju ákvaðst þú að ráða þig í þessa stöðu ? „Ég var farin að huga að breytingum á starfsferlinum fyrir nokkru. Ég gaf til kynna áhuga minn á því að fá sýslumanns- stöðu þegar ég sótti um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum og í kjölfar þess var ég sett í stöðu sýslumanns á Hólmavtk tímabundið. I framhaldi af því bauðst mér þessi staða í Nes- kaupstað. Ég lít á þetta sem spennandi tækifæri til að sanna mig í starfi og ég held að þetta verði mjög góð reynsla, bæði persónulega og faglega.“ Hvernig líst þér á að stjórna embœtti afþessari stœrðargráðu? „Mér lýst mjög vel á það. Þetta er embætti af þeirri stærðargráðu að það ætti að gefa manni mjög fjölbreytta og góða Inflúensubólusetning Bólusetning til varnar inflúensu hófst 7. október. Fólki með langvinna sjúkdóma svo og lungna- og hjartasjúkdóma er sérstaklega bent ó að lóta bólusetja sig. Einnig þeim sem eru 65 óra og eldri. Tímapantanir í síma 477 1400 á milli kl. 8 og 10 alla virka daga. Heilbrigðisstofnunin Neskaupstað reynslu að stjórna slíku embætti." Hvernig líst þér á að stjórna lögregluliði? „Mér líst vel á það. Ég á von á góðu samstarfi við lögregluna á staðnum. Þetta eru menn með mikla reynslu og ég hef trú á að samvinna okkar verði árangurs- rík.“ Hyggst þú breyta starfi lög- reglunnar með einhverjum hœtti eða leggja áherslu á einhverja málaflokka umfram aðra? „Ríkislögreglustjóri er með átak í gangi sem miðar að því að fækka afbrotum og draga úr neyslu ólöglegra vímuefna. og við munum starfa samkvæmt þeirri stefnumörkun." Telur þú að það sé rétt að sameina sýslumannsembœtti frekar en orðið er? „Þessari spurningu er erfitt að svara játandi eða neitandi. Það eru rök með hvoru tveggja. Ég þori hins vegar að fullyrða að það er skoðun dómsmálaráð- herra að sameining embætta eigi ekki að verða til þess að þjónusta á landsbyggðinni skerðist. T.d. verður áfram afgreiðsla hér í Neskaupstað þó að sýslumaður muni sitja á Eskifirði, þannig að borgarinn á ekki að verða var við breytinguna nema að litlu leyti.“ Nú hefur lögfrœðingastéttin verið ein af þessum hefðbundnu karlastéttum. Myndir telur þú að konur fái fœrri tœkifœri en karlar þegar lögfrœðistörf eru annarsvegar? „Ég held að það megi segja að konur séu í sókn á þessum vettvangi og það endurspeglast Ókeypis smáar Óska eftir Vantar ódýrt eða ókeypis innbú, t.d. sófasett, ísskáp, þvottavél og fleira. Upplýsingar í 0)477-1629 Hillur og hílluberar líyggt og l lutt 2477 1515 Ncskuupstaö 2476 1435 Ilskinrði Til sölu Vetrardekk 175/70R 13“. Einnig hamstrabúr Uppl. í 0)477 1571 f.h. og 477 1740 á e.h. Erla - Sara Til sölu Nýr Harley Davidson mittis leðurjakki Stærð 50. Mjög fallegur. Uppl í 0)477 1366 ' Tapað / fundið Vínrautt, 24“, 5 gíra, DBS stúlknareiðhjól, 24“, ásamt hjálmi er í óskilum við sundlaugina í Neskaupstað. Eigandi getur vitjað hjólsins þar. Áslaug Þórarinsdóttir, nýráðin sýslumaður í Neskaupstað. Ljósm. S.Ó. m.a. í því að konur eru orðnar nánast jafn margar og karlar í Lagadeild Háskólans. Hins veg- ar hafa konur ekki verið jafn duglegar og karlar að sækja um sýslumannsstöður og því eru þær ekki margar í þeirri stétt. Hvernig lýst þér á bæinn ? „Mér líst afar vel á bæinn. Hér virðist vera allt til alls og náttúran er hreint stórkostleg. Þegar ég kom í heimsókn hingað um daginn varð ég afar undrandi að sjá auglýsta tónleika með Pétri Östlund, en hann hef ég ekki séð á sviði í hartnær 30 ár. Ég fór á tónleikana og skemmti mér alveg frábærlega, en ég er viss urn að ég hefði ekki farið ef ég hefði verið fyrir sunnan.“ Stuöningur við nvsköpun og þróunarverkefni Atvinnuþróunarsjóður Austurlands veitir stuðning við þróun og nýsköpun í austfirsku atvinnulífi. Um er að ræða fjárhagslegan stuðning í formi hlutaljárkaupa, lánaog styrkja og er umsóknarfrestur vegna næstu úthlutunar til 10. nóvember. Nauðsynlegt er fyrir þá sem hyggjast sækja um fyrirgreiðslu úr sjóðnum að kynna sér reglur hans um úthlutanir og umsóknir. Hreinn Sigmarsson, ráðgjafí hjá Þróunarstofu Austurlands, gefúr nánari upplýsingar og veitir ráðgjöf varðandi gerð umsókna Símanúmer Þróunarstofunar er 471 -2545 og faxnúmer 471 -2089. A tvbvmþróunarsjóður A ustiirlands - AFLVAKI í AUSTFIRSKU ATVINNULÍFI - DIESELVÉLAR ■ TÚRBÍNUR SMIÐJUVEGUR 28, Pósthólf 597 - 200 Kópavogi - Sími: 567 2800 - Fax: 567 2806 L- OG HJALPARVÉLAR MIKIÐ ÚPVAL HAGSTÆTT VEPÐ Vinsamlega leitið tilboða! MDVÉLAR HF. VÉLBÚNAÐUR • VARAHLUTIR

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.