Austurland


Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 8
rtw>oð N Nndarhaltk 27« kr.ky ‘ ^aWadagafrákl.io.oo-jp^ Salffcjöt aí 'veturgömlu' 1 . ■Vínarpylsur m/Pra\iöi ] oV Siaínar mýMr V NESBAKKI BmuppTpvottavéladuft \ @477 1609 og 8971109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 15. október 1998. Verð f lausasölu kr. 170. Enn fækkar á Austurlandi Fyrstu níu mánuði ársins breyttu 43.800 manns um lögheimili í landinu, þar af flutti röskur helmingur innan sama sveitar- félags, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Mest fólksfækkun varð á Austurlandi en þar fækkaði um 335 á fyrstu níu mánuðum ársins. Af einstök- um sveitarfélögum fækkaði mest í nýju sveitarfélagi Eski- fjarðar, Neskaupstaðar og Reyð- arfjarðar, eða um 70 manns. Næst mest fækkun var í nýju sveitarfélagi í Austur-Skafta- fellssýslu, en þar fækkaði um 60. t þriðja sæti var Austur- Hérað en þar fækkaði um 57 manns. Fjölgun varð aðeins í einu sveitarfélagi á Austurlandi, en það er í Norður-Héraði þar sem fjölgaði um tvo. Eitt sveitarfélag á Austurlandi nær að halda óbreyttum íbúafjölda, en það er Mjóifjörður. I öllum hinum fækkaði eitthvað. Auk ofangreinds fluttust 14.109 mannsmilli sveitarfélaga á þessu tímabili. Fleiri fbúar fluttust til höfuðborgarsvæðisins en frá því eða 1501. I öðrum landshlutum voru brottfluttir fleiri en aðfluttir. Seldist upp á „soul- Á fundintun á Reydarfirði á sunniidagiim var boðið itpp á nokkur lónlistaratriði og ineðal annars SllOWrtO ð klUkkUtllllð söng Keitli Reed eitt lag. Að þvi' loknu brá lianii áleik með yngsta gestifundarins, Kerryanne Hewlet Uppselt er nú á fyrstu sýningu sýningu þar sem svokölluð sál- sein átti eins árs afmœli þeiinan dag. Brján í vetur, en um er að ræða artónlist verður í öndvegi. Mið- arnir á fyrstu sýninguna seldust upp á klukkutíma og eru þau viðbrögð framar vonum að sögn forráðamanna félagsins. Uppselt er að verða á aðra sýninguna en hún verður 14. nóvember og er nú farið að skoða hvort mögu- legt sé að hafa einnig sýningu 13. nóvember til að sem flestir fái að njóta tónlistar og frábærrar matreiðslu í Egilsbúð. Það er greinilegt að sýningar Brján hafa fengið fastan sess í menningar- lífi Norðftrðinga og sífellt fleiri Austfirðingar leggja leið sína á tónleika á vegum félagsins. Stofnun Óperustúdíós Austurlands Stefnt á að setja Töfraflautuna upp á næsta ári Óperustúdíó Austurlands var stofnað formlega í safnaðar- heimilinu á Reyðarfirði síðast- liðinn sunnudag. Að sögn Keith Reed, tónlistarkennara á Egils- stöðum er var einn þeirra sem hafði frumkvæði af stofnuninni, tókst fundurinn ákaflega vel og góður grundvöllur myndaðist fyrir starfsemi stúdíósins. Um 30 manns mættu á fundinn og þegar hafa 50 einstaklingar gerst stofn- félagar. Á fundinum var kosin níu manna stjórn sem kemur af öllu Austurlandi, frá Höfn til Vopnafjarðar. Hugmynd þeirra sem standa að Óperustúdíói Austurlands er að setja upp óperuna Töfraflaut- una í júní á næsta ári. Um gríð- arlega stórt verkefni er að ræða og áætla þeir sem koma að undirbúningi hennar að um 100 manns muni koma að henni. Alls eru 16 söngvarar í óper- unni, en ljóst er að nauðsynlegt er að hafa tvo söngvara á hvert hlutverk. Að sögn Keith Reed er þetta vinnuregla þegar óperur eru settar upp því lítið þarf út af að bera, til að söngvarar forfallist. Ljóst er að mikla fjármuni þarf til að koma slíku verki á fjalimar og því ætla aðstandend- ur stúdíósins að standa fyrir styrktartónleikum upp úr ára- mótum. Hugmyndin er að þeir sem taka þátt í uppfærslunni muni þar koma fram en ætlunin er að standa að slíkum samkom- um á flest öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi félagsins eða gerast meðlimir geta haft samband við Keith Reed eða Ástu B. Schram f síma 471-1659. rN 69 Y Y* m z £ r Slippfélagið Málningarverkimiðja SIMI: 588 8000 Ný skíðalyfta á Oddsskarði Eins og vegfarendur hafa eflaust veitt athygli er verið að vinna að uppsetningu nýrrar skíðalyftu á skíðasvæði Eskifirðinga, Norð- firðinga og Reyðfirðinga. Um er að ræða lyftu sem ætluð er fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni, en lyftan er um 260m að lengd, fall- hæðin er um 30m og meðalhall- inn um 7-8 gráður. Lyftan er svipuð þeim lyftum sem fyrir eru á svæðinu, þ.e.a.s. diskalyfta og er hún af gerðinni Doppel- meyer eins og þær. ■ *1 l Nýsmíði úr járni 1 ar; SVN Vélaverkstæði 5S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.