Austurland


Austurland - 22.10.1998, Qupperneq 1

Austurland - 22.10.1998, Qupperneq 1
Máttarstólpar aust- firsks atvinnulífs Sfldarvinnslan fímmta stærsta sj ávarútvegsfy rirtæki landsins Frjáls verslun hefur nú gefið út lista yfir stærstu fyrirtæki landsins árið 1997, nt.v. veltu og þar kemur fram að Sfldar- vinnslan hf. er 29. stærsta fyrirtækið í landinu, eða 5. stærsta sjávarútvegsfyrirtæk- ið nteð veltu upp á 4759 millj. kr. Síldarvinnslan skil- ar 19. mesta hagnaðinum og hún er 27. stærsti vinnuveit- andi í landinu með 360 staifs- rnenn á launaskrá a.m.t. Að- eins tvö önnur austfirsk fyrir- tæki eru meðal 100 efstu fyr- irtækjanna, en það eru Hrað- frystihús Eskifjarðar og Kaupfélag Héraðsbúa. Hraðfrystihús Eskifjarðar í 45. sæti Hraðfrystihús Eskifjarðar er í 45. sæti ef tekið er mið af ársveltu, en hún var 3745 millj. kr. hjá fyrirtækinu árið 1997. Hraðfi-ystihúsið er hins vegar f 9. sæti á lista yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæk- in og í 30. sæti á lista yfir þau fyrirtæki sem skiluðu mest- um hagnaði. Jafnframt er Hraðfrystihúsið 35. stærsti vinnuveitandi landsins, með 280 starfsmenn að meðaltaii á síðasta ári. Kaupfélag Héraðsbúa í 74. sæti Kaupfélag Héraðsbúa er næst austfírskra fyrirtækja á listan- urn yfir stærstu fyrirtækin eða í 74. sæti. Arsvelta Kaup- félagsins var á síðasta ári 1923 millj. kr. Kaupfélag Hér- aðsbúa er 6. stærsta kaupfélag landsins. Kaupfélagið komst hins vegar ekki inn á lista yfir stærstu vinnuveitendur en um 173 starfsmenn unnu að meðaltali hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Ólafur Sigurðsson, bœjarstjóri Seyðjirðinga, við eiita af borholunum. Ef niðurstöður rannsókna verða jákvœðar getur það þýtt byltingu í húshitunarmálum Seyðfirðinga. Þegar hefur fundist kalt vatn og því er Ijóst að framfarir verða í vatnsmálum Seyðfirðinga hvort sem þeirfá liitaveitu eður ei. Ljósm. S.Ó. Borað eftlr vatnl á Seyðisfirði Á Seyðisfírði hafa að undan- fömu farið fram tilraunaboranir eftir vatni og hita. Fyrstu holum- ar hafa gefíð ágætar vonir um að hita sé að finna skammt frá bænum, en þó hefur enn ekki fundist heitt vatn. Hitinn í einni holunni mældist 9,5°C og þykir það gefa góð fyrirheit og ætti hitinn á 1000 metra dýpa að vera um 90°C. I ljósi þess að menn eru farnir að bora niður á 1500 metra dýpi er hugsanlegt að þennan hita megi nýta. Nú er verið að kanna hversu stórt hitasvæðið er, en ekki er hægt að segja til um hvort hitasvæðið sé nýtilegt fyrr en stærð þess hefur Austurbær, Firðir og Miðfirðir verið áætluð. Þetta eru spennandi fréttir fyrir Seyðfirð- inga því hitaveita hefur þegar verið lögð í bæinn en þar er svokölluð fjarvarmaveita, sem þýðir að Rarik hitar upp vatn sem svo er dælt í öll hús. Ef heitt vatn fyndist yrði því afar einfalt að veita því á bæinn. Einnig hefur verið borað eftir köldu vatni og gefa þær boranir fyrirheit um neysluvatnsupp- sprettu. Síldveiðar að glæðast - Loðnuveiðar fara vel af stað Sfldveiðar voru góðar síðustu helgi og var síld landað víða á Austfjörðum. Þessi sfld var að stórum hluta verkuð til manneldis, en hún verður væntanlega seld á Evrópu- markaði. Ekki veiddist þó vel í vikunni og þegar blaðið fór í prentun var spáð slæmri brælu fram að helgi og því ekki útlit fyrir mikla veiði. Loðnuveiðar fóru vel af stað í vikunni, en loðna fannst NA af Langanesi, en þangað er tiltölulega stutt sigling fyrir austfirsk skip. Þegar blaðið fór í prentun stefndi þó allt í að bræla setti strik í reikninginn. Það er gleðiefni að loðnan skuli vera farin að finnast, en kolmunninn hefur þó haldið útgerðum og mjölverksmiðj- um við efnið síðustu vikur. Aldrei hefur öðru eins magni af kolmunna verið landað í Austfjarðahöfnum, en yfir 30.000 tonn hafa borist á land bæði hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og Síldarvinnsl- unni hf í Neskaupstað og er um að ræða löndunarmet á kolmunna hjá báðum fyrir- tækjunum. Nefnd sem fjalla á um nafnamál nýs sveitarfélags Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar hefur skilað tillögum sínum. Eftir ítarlegar umræður hefur nefndin komist að þeirri niður- stöðu að fá umsögn Örnefna- nefndar um nöfnin Austurbær, Firðir og Miðfirðir sem hugsan- leg nöfn á sveitarfélagið. Þegar liggur fyrir jákvæð umsögn um nafnið Fjarðabyggð. Verði niðurstaða Örnefna- nefndar jákvæð gagnvart nöfn- unum verður gerð skoðanakönn- un meðal íbúanna til nafnanna og í kjölfar hennar ákveður bæj- arstjóm nafn á sveitarfélagið. LÖGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá 1 .nóvj Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurla nd. is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 Fyrir atvinnulífi HELBARTILBDÐ Grænar baunir Niðursoðnar glllrætlir í skífum Londoniamb Saltkjöt Bayonese skinka ♦ H ELGARTILBDÐ

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.