Austurland


Austurland - 22.10.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 22.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 5 Aukin samkeppni í tölvugeiranum -fttl Þegar sá sem setur þessi orð á blað hóf störf á Austurlandi fyrir rúmu ári voru aðeins tvö fyrirtæki sem buðu upp á tölvuþjónustu á Austurlandi. Annað var internetfyrirtækið Eldsmiðurinn á Hornafirði og hitt var tölvuverslunin Brokkur á Egilsstöðum. Það má í rauninni segja að mest af þeirri tölvuþjónustu sem nauðsynleg er í sambandi við rekstur fyrirtækis í dag hafi verið sótt út fyrir fjórðunginn, ef undan var skilin áskrift að internetinu sem flestir sóttu til Eldsmiðsins. En landslagið á þessum markaði hefur heldur betur tekið breytingum undanfarna mánuði. í vor hóf Tölvuþjónusta Austurlands starfsemi sína með pompi og prakt með formlegri opnun á Egilsstöðum. A svipuðum tíma keyptu tveir ungir athafnamenn tölvuverslunina Brokk á Egilsstöðum og stofnuðu í kjölfarið fyrirtækið Tölvusmiðjuna. Þessir einstaklingar höfðu áður komið að rekstri Spymis hf., sem sérhæfir sig í intemetlausnum og auglýsingastofunnar 97. Það má því segja að á um það bil ári hafi staðan í tölvumálum hér á Austurlandi farið úr því að tvö lítil fyrirtæki buðu fram þjónustu sína á sérhæfðum sviðum í það að tveir „risar“ hafa myndast sem keppa nú hvor við annan, auk þess að keppa við stóru aðilana í „bransanum" á höfuðborgarsvæðinu. Austurland fór á stúfana á dögunum og hitti forráðamenn hvors fyrirtækis og spurði þá út í reksturinn, samkeppnina og framtíðina: 4 py Fyrir hönd Tölvu- smiðjunnar varð Hilmar Gunnlaugs- son, einn fjögurra eigenda fyrir- tœkisins, fyrir svörwn. Fyrirtækið: „í raun má segja að við stöndum fyrir tvö fyrirtæki. Annarsvegar er það Tölvusmiðjan sem nýlega sameinaðist Ris í Neskaupstað og hinsvegar fyrirtæki sem sérhæfir sig í margmiðlun og heimasíðugerð og er samruni internetfyrirtækisins Spymis og auglýsingastofanna 97 og Vinn- andi manna á Akureyri. Mikill uppgangur hefur verið hjá báðum þessum fyrirtækjum og m.a. er síðamefnda fyrirtækið nýlega búið að ráða fram- kvæmdarstjóra, en sú heitir Steinunn Asmundsdóttir, sem áður var ferðamálafulltrúi á Hér- aði. Hjá Tölvusmiðjunni starfa í dag sex manns í fullu starfi og á næstu mánuðum mun fjölga enn frekar hjá fyrirtækinu. Þá er mikil gerjun einnig í kringum Spymi og 97 þannig að Ijóst er að engin lognmolla er í kringum fyrirtækin. Samkeppnin: „Við erum auðvitað að beijast á fullu við TA en sem betur fer er þetta heiðarleg samkeppni. Eg tel hinsvegar að þetta sé ekki stxíð heldur frekar hörð sam- keppni. Eg held ennfremur að slík samkeppni sé öllum til góðs. Það er nauðsynlegt að keppa á þennan hátt og í rauninni er samkeppni forsenda þess að ná forskoti á landsvísu. Það færir mann áfram og tryggir að ekki eigi sér stað stöðnun. Um er að ræða sterk fyrirtæki sem hafa alla burði til að víkka ennþá frekar út starfsemi sína og menn mega ekki vera of litlir í hugsun. Eg er bjartsýnn á fram- tíðina, það er mjög mikið að ger- ast hjá okkur í dag. Eg held að það sé fullkomlega rúm fyrir tvo aðila hér. Það má einnig segja að við séum miklu frekar að taka af aðilum í Reykjavík heldur hvor af öðrum. Þjónustan sem við bjóðum upp á er mjög fjölbreytt og sem dæmi má nefna að við erum nýbúnir að gera tvo stóra samninga, annarsvegar við Fella- hrepp sem felur í sér leigu og þjónustu á tölvubúnaði fyrir bæði hreppinn og skólann. Hins- vegar gerðum við nýlega slíkan þjónustusamning við Verk- menntaskóla Austurlands". Starfsmenn: „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að finna starfsfólk. Við höfuin í rauninni verið að taka þá menn sem hafa sinnt tölvu- málum hér á svæðinu og hafa þá þekkingu sem þarf og virkjað þá inn í fyrirtækið hjá okkur. Þá má í rauninni segja að við höfum tekið þá úr einhverri einyrkja- starfsemi og fært þá inn í skipu- lagða starfsemi. Það er ljóst að hæfileikamir voru fullkomlega til staðar, þetta var bara spuming um að virkja þá. Við höfum frá upphafi haft þá stefnu að styðja við bakið á þeim starfsmönnum okkar sem hafa áhuga á að mennta sig á þessu sviði og t.d. eru fjórir starfsmenn okkar í fjar- námi í kerfisfræði. Það er einnig hægt að benda á að við höfum verið að flytja menntað fólk inn í fjórðunginn þannig að við stuðlum ekki bara að því að halda fólki á svæðinu heldur viljum við markvisst vinna að því að fá hæft fólk úr öðmm landshlutum og þá kannski sér- staklega frá Reykjavík. Fólk sem er tilbúið að flytja með fjöl- skyldu sína hingað austur. Langtímamarkmið: Hugmynd okkar er að byggja upp gott þjónustufyrirtæki sem hefur getu til að leysa þarfir við- skiptavina okkar. Jafnframt vinnum við að því að koma okk- ur upp hugbúnaðarfyrirtæki, en þar ætlum við að vaxa innan frá ef svo má segja, þ.e. mennta upp starfsmenn. Við teljum það til lengri tíma vera miklu betri lausn, því við vitum að þeir starfsmenn sem við höfum þekkja Austurland og vilja helst af öllu búa þar. Þá höfum við rætt við fólk sem er í námi og nokkrir hafa sýnt verkefninu áhuga. Það er reyndar stutt síðan við fórum af stað, það má ekki gleyma því að fyrirtækið er aðeins um hálfs árs gamalt, og þá kom í ljós að fólk var meira og minna búið að ráða sig annarsstaðar. Það er hinsvegar ljóst að ef tækifærin skapast þá er til mjög hæft fólk á þessu sviði sem hefur áhuga á að koma hingað. Þetta var og er vannærður markaður og því ætti að vera tiltölulega auðvelt að búa til tækifæri hér. Fyrir hönd TA var það Bjarni Þór Sigurðsson, sölu og þjónustufulltrúi, sem svaraði spurningum blaðamanns. Samkeppni: Að mínu mati hafa bæði fyrir- tæki nægt rými hér á Austur- landi. Við erurn aðallega í sam- keppni við fyrirtæki í Reykjavík og finnum kannski mest fyrir þeirri samkeppni. Að mínu mati er þessi samkeppni af hinu góða og þá sérstaklega fyrir neytend- ur. Einokun gerir engum gott og í lokin er það neytandinn sem græðir. Það á enginn eftir að „vinna“ í þessu sambandi og í raun má segja að sá möguleiki að eitt fyrirtæki nái einokunarað- stöðu hér á svæðinu sé ekki fyrir hendi vegna þess hversu landið er í raun lítið og því allt einn markaður. Það er reyndar einnig ljóst að fyrirtæki í Reykjavík hafa ekki möguleika á því að sinna lands- byggðinni sem skyldi. Þau hafa hreinlega ekki mannskap til þess. Héma áður voru fyrirtæki á suð-vestur horninu að senda mann einn og einn dag út á land, með kannski löngu millibili og þurftu að rukka fyrir flugfar, gistingu og uppihald. Þetta er náttúrulega kerfi sem gengur ekki. Eins og staðan er orðin í dag er þessi þjónustuþáttur til staðar á svæðinu og því má segja að tími stóru reikniganna sé liðinn. Það sem við höfum verið að gera er að fiytja þjónustuþátt- inn frá Reykjavík hingað austur. Með þessu móti er fjármagninu haldið innan fjórðungs, en TA er 100% í eigu einstaklinga og fyrirtækja á Austurlandi. Starfsmenn: í dag starfa 11 einstaklingar hjá TA og stefnt er að því að þeir verði 15 fyriráramót. Við höfum verið mjög heppnir með mann- skap og höfum náð að manna fyrirtækið með fólki sem hefur bæði menntun og reynslu á sínu sviði. Við auglýstum á dögunum eftir fólki, bæði hugbúnaðarfólki og kerfisfræðingum og við- brögðin komu okkur hreinlega á óvart. I sama blaði voru fyrir- tæki á borð við OZ, Baug og fleiri að auglýsa eftir fólki með samskonar reynslu og menntun en þrátt fyrir það erum við þegar búnir að fá nokkrar fyrirspumir og umsóknir. Þessi tölvubransi er mjög erfiður í Reykjavík og flestir sem vinna í þessum geira eru meira og minna giftir vinn- unni. Því vilja menn komast í rólegheitin úti á landi, þar sem þeir hafa möguleika á að t.d. komast heim í hádeginu o.s.frv. Með þessu tryggja þeir meiri tíma með fjölskyldunni og minna stress. Framtíðin: Næsta skref hjá okkur er að opna útibú í Neskaupstað. Við ætlum ekki að fara í verslunarrekstur, hvorki þar né á Egilsstöðum, heldur ætlum við að einbeita okkur að þjónustuþættinum. Við byggjum á 10 ára reynslu frá Hornafirði sem við munum halda áfram að byggja á. Einnig g|| er í burðarliðnum að fara af stað með hugbúnaðarhús á Seyðis- firði þar sem einstaklingar rnunu vinna að sérhæfðum lausnum í hugbúnaðargerð fyrir austfirsk fyrirtæki. Ég er bjartsýnn á það verkefni, sérstaklega í Ijósi við- bragða við auglýsingunni á dög- unum. I þessu hugbúnaðarhúsi mun- um við vinna að svokölluðum intranetslausnum og almennri þjónustu við þau forrit sem fyrir- tæki eru með hér eystra. Þar er oft um að ræða stór forrit sem þarf að sérþjónusta fyrirtæki með og smíða sérlausnir í hverju forriti fyrir sig fyrir hvert fyrir- tæki fyrir sig. Það sem við í rauninni gerum er að hjálpa mönnum við að nýta möguleika sem eru í þessum kerfum. Einnig ætlum við að leitast við að gera Austfirðinga sjálf- bæra í tölvumálum. Tæknin er til staðar en það vantar oft upp á þekkinguna, þjónustuna og kunnáttuna. Við bendum fólki t.d. á að ef það kunni ekki á það stýrikerfi sem það er að vinna í er engin ástæða fyrir það að læra á einstaka forrit. Sá einstakling- ur sem kann á stýrikerfið getur spjarað sig í næstum hvaða forriti sem er. Fyrirtæki sem vakið hefur athygli: Ljóst er að stofnun TA hefur vakið nokkra athygli, ekki bara innan fjórðungs heldur einnig utan. Dæmi um það er að starfs- menn TA eru á leið á ísafjörð á næstunni til að kynna starfsemi fyrirtækisins. Það var Byggða- stofnun sem setti sig í samband við forráðamenn fyrirtækisins og báðu þá um að koma vestur með slíka kynningu. A orðum þeirra félaga hér að ofan er ljóst að hinum mikla uppgangi sem verið hefur í þessari grein á undanförnum mánuðum hér á Austurlandi er alls ekki lokið. Því verður fróð- legt að fylgjast með fyrirtækjun- um tveimur í nálægri framtíð. Afgreiðslustaðir Neskaupstaöur Eskifjörður Reyðarfjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalur Djúpivogur Hornafjörður 477- 1190 476-1203 474- 1255 471- 1241 472- 1600 475- 1494 475-8882 475-6671 478- 8175 478-1577 r >Cm reroir Viggó? Vöruflutningar (3) 477-1190

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.