Austurland


Austurland - 29.10.1998, Side 1

Austurland - 29.10.1998, Side 1
Nýjar borholur lofa góðu Seyðfirðingar eru enn að bora eftir vatni og lofa nýjus- tu holurnar afar góðu. I vikunni var boruð ný hola í Fjarðarseii og reyndist hitinn í henni vera 9,8°C en það er meiri hiti en fundist hafði fram að því og í þeirri holu reyndist einnig vera vatn. í vatninu er gas eða loftbólur, en slíkt sést yfirleitt bara á háhitasvæðum og því hefur sú hola vakið mikla bjartsýni. Einnig hefur verið borað eftir köldu vatni í Botnahlíð og reyndist sú hola vera mun betri en menn töldu í fyrstu, þrátt fyrir að enn eigi eftir að meta gæði vatnsins og hvort um nægt neysluvatn fyrir bæinn sé að ræða. Hvalafullur fjörður Á þriðjudag vakti stór vaða af hvölum athygli Seyðfirð- inga, en það er ekki á hverj- um degi að menn sjá stökk- vandi hvali inni á fjörðum. Um var að ræða smáhveli, líklega hnísu eða stökkul, en að sögn sjónarvotta stukku hvalirnir hátt í loft upp og létu fjörlega. Hvalirnir hafa sennilega eit síldartorfu eða annað æti inn í fjörðinn. Bræla og aftur bræla Veiðar uppsjávarfiska hafa gengið afar treglega síðustu vikuna svo ekki sé meira sagt. Veiðar hafa nánast legið niðri vegna brælu, en afar erfítt er að athafna sig við slíkar veiðar í slæntu veðri. Eitthvað lítilræði veiddist þó af loðnu og smá slöttum af sfld var landað í Austfjarða- höfnum í byrjun vikunnar. Talsverð síld hefur fundist en hún liggur svo djúpt að ekki er hægt að ná henni nema í troll og það er bannað. Þegar blaðið fór í prentun var aftur útlit fyrir brælu. A laugardag sýndi Björgunarsveitin Gerpir almenningi hina nýju björgunarbíla sveitarinnar. Stœrri bíllinn er af gerðinni Ford Econoline og er hann búinn fullkomnum siglingartœkjum auk þess að vera mikið breyttur. Hér er um að rœða gífurlega öflugan bíl sem œtti að geta elt uppi jafnvel alhörðustu jeppakarla og aðstoðað þá íháska. Hin bifreiðin er af gerðinni Toyota hi-lux og verður hann til afnota fyrir hundasveit Gerpis auk þess sem hann verður notaður í dagleg verkefni. Hinar nýju bifreiðar koma á besta tíma því nú arka rjápnaskyttur á fjöll og ekki ólíklegt að tœkifœri gefist til að reyna hinn itýja búnað. Björgunarsveitin bauð til kaffisamsœtis í tilefni afkomu bifreiðanna og lagði fjöldi fólks leið sína í hið glœsilega hús sveitarinnar til að berja hin nýju farartœki augum og bragða á kaffi og kökum. Á myndinni eru Guðmundur Bjarnason, bœjarstjóri og Asbjörn Guðbjörnsson, formaður bœjarráðs, að skoða nýju bifreiðarnar og er greinilegt að bœjarstjórinn vœri alveg til í eiga almennilegan bœjarstjórajeppa. Nánar er fjallað um bifreiðakaup Gerpis á bls. 7. Ljósm. SÓ Hraðkaup opnar verslun á Héraði 1. desember Á mánudag gerði Hraðkaup samning við Bæjarás ehf. um leigu á 440 fm. húsnæði á jarðhæð hússins að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Að sögn Guðjóns Sveinssonar, framkvæmdastjóra Bæjaráss, er um að ræða stóra breytingu á austfirskum mat- vörumarkaði og sagðist Guðjón vera afar ánægður með samning- inn. Að sögn Jóns Scheving, for- svarsmanns Hraðkaups, verður opnunartími verslunarinnar langur og lögð verður áhersla á hraða og góða þjónustu.Einnig verður lögð áhersla á að bjóða ávallt gott úrval af ferskum vörum, svo sem ávöxtum og brauði, auk þess sem gott úrval verður af öðrum vörum. Hrað- kaup ætlar einnig að bjóða upp á gott úrval af vörum sem eru sér- framleiddar fyrir fyrirtækið. Jón sagði að verslunin myndi bjóða upp á hagstætt verð og mark- miðið væri að halda verslun í fjórðungnum svo fólk þurfi ekki að panta sér matvöru úr öðrum landshlutum. Jón segir Austur- land vera góðan fjárfestingar- kost og telur það verða auðvelt að ná góðum árangri. Það er Ijóst að verslunin verður lyftistöng fyrir Héraðsmenn því 6-12 ný störf munu skapast og umferð um bæinn væntanlega aukast talsvert. Ný afgreiðsla opnar á morgun Á morgun klukkan 9:15 mun Sparisjóður Norðfjarðar opna formlega afgreiðslu sína á Reyðarfirði. Ekki er um neina sérstaka athöfn að ræða, held- ur verður afgreiðslan einfald- lega opin eins og um venju- legan dag væri að ræða, þ.e. frá 9:15 til 4. Gestum og gangandi er boðið að koma og skoða hina nýju afgreiðslu og verða veitingar í boði allan daginn, m.a. hið ómissandi og hefðbundna kaffi ásamt kransaköku og jafnvel eitth- vað fleira. Hin nýja afgreiðsla Sparisjóðsins er staðsett við hliðina á Hönnun og ráðgjöf, að Austurvegi 20 í stóru, nýju og glæsilegu húsnæði. Að sögn Elísabetar Bene- diktsdóttir, sem ráðin hefur verið afgreiðslustjóri hins nýja útibús munu í fyrstu að- eins verða tveir starfsmenn í afgreiðslunni en ætlunin sé að bæta við starfsfólki fljótlega. „Við munurn bjóða upp á sömu þjónustu og Sparisjóður Norðfjarðar. Innifalið í því er að við munum starfrækja hraðbanka sem er nýjung hér á Reyðarfirði. Ég vil nota þetta tækifær og hvetja sem flesta til að koma og skoða hina nýju afgreiðslu“, sagði Elísabet að lokum. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson (frá 1 .nóvj Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 Ml\- \ta V\.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.