Austurland


Austurland - 29.10.1998, Side 2

Austurland - 29.10.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Austuriand Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson B 477 1373 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prcntun: Nesprent hf. Tryggja verður afkomu þeirra lægst launuðu Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Félagsstofnunar er um 9% þjóðarinnar undir fátæktarmörkum og eru konu þar í meirihluta, eða 12% á móti 8% karla. I sömu rannsókn kemur fram að margt bendi til þess að velferðakerfið á Islandi styðji ekki nægilega við bakið á þeim sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu, svo sem öryrkjum og langveikum. Þessar niðurstöður eru sláandi en um leið ættu þær ekki að koma neinum á óvart. A sama tíma og alþingismenn ræða það fram og til baka hvort þeir eigi að hækka hjá sér launin kemur fram að þeir sem eiga um sárt að binda hér á landi eiga varla til hnífs og skeiðar. Allar tilraunir talsmanna þessara hópa til að fá kjör þeirra bætt hafa mætt daufum eyrum ráðamanna og þegar kemur að því að rekja ástæður þess að ekki er hægt að bæta kjör þessara hópa eru svörin fjölbreytt. Alþingismenn er hreinlega snillingar í að koma með svör sem hinn almenni borgari skilur yfirleitt ekki og benda á hluti sem almenningur gerir sér ekki grein fyrir, en niðurstaðan er alltaf sú sama: Kostnaðurinn við að bæta kjör þeirra sem hafa það verst er of mikill til að hægt sé að fara út í slíkar aðgerðir eða; þessir hópar hafa það alls ekki svo slæmt. Þeir gera sér bara ekki grein fyrir því sjálfir! Það hlýtur að vera réttmæt krafa allra Islendinga að hafa í sig og á. Það ætti ekki að vera pólitísk ákvörðun hvort stór hópur lands- manna býr við mannsæmandi kjör eða ekki heldur sjálfsagður hlut- ur sem stjómmálamenn landsins taka að sér að framfylgja. Þessa dagana er tískuorðið í íslenskri pólitík „góðæri“; en góðæri fyrir hverja? Svo virðist vera að núverandi stjóm hafi lítið gert til að ákveðnir hópar hér á landi finni fyrir þessu góðæri, þ.e. þeir sem hafa það verst, en gera allt sem þeir geta til að tryggja betri afkomu þeirra sem hafa það best nú þegar. Þessi mismunun er löngu orðin óþolandi og breytinga er þörf. Nokkur orð um námslán í vikunni bárust fréttir af því að einn nemandi við Háskóla íslands hefði ákveðið að fara í mál við stjórnvöld vegna þeirra upphæðar sem stúdentum er ætluð til framfærslu. Sú upphæð er byggð á út- reikningum frá árinu 1974 og er tæplega 58.000 kr. sem er t.d. lægra heldur en fullar atvinnuleysisbætur. Þar með er ekki öll sagan sögð því lánin em tekjutengd sem þýðir að ef stúdent reynir að tryggja sómasamlega afkomu yfir veturinn með mikilli vinnu yfir sumartímann, eða með aukavinnu, þá lækkar lánsréttur viðkomandi til muna. Samskipti nemenda HI og stjórnar lánasjóðsins hafa löngum einkennst af kröfum af hálfu nemenda og afskiptaleysi af hálfu stjórnar. Það er eins og það komi lánasjóðnum best að upphæðin sem stúdentar fá sé sem lægst og sem fæstir fái lán. Skýringarinnar getur verið að leita í þeirri staðreynd að þegar þeir sem stjórna lánasjóðnum í dag vom í námi, var staðan sú, að þeir þurftu lítið sem ekkert að borga til baka af þeim námslánum sem þeir tóku. Sú er ekki raunin í nú og þrátt fyrir að lánin séu mjög hagstæð miðað við önnur lán á íslandi, þá þurfa námsmenn að endurgreiða hverja krónu sem þeir fá að láni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að stúdentum sé tryggð sóma- samleg framfærsla meðan þeir stunda nám því eins og staðan er þurfa þeir annaðhvort að búa við sultarkjör eða vinna með námi, en hvorutveggja hlýtur að koma niður á námsárangri. Rjúpnaveiðiferðlr orðnar eins og laxvelðiferðir Mikið af veiðimönnum frá suð- vestur hominu hefur leitað til Austurlands í von um góða rjúpnaveiði. Eitt af þeim fyrir- tækjum sem hafa notið góðs af þessari veiðiþrá Reykvíkinga er hótel Bláfell á Breiðdalsvík. “Það var mikið af mönnum hér “í opnuninni, þ.e. fyrstu helgina sem veiðar voru leyfðar” sagði Helga Jónsdóttir, annar rekstraraðila Bláfells í samtali við blaðið. “Það er ljóst er að nýr markaður hefur skapaðist með þessu, en í fyrra komu ekki nema 3 eða 4 til okkar í þessum tilgangi en á milli 15 og 20 í ár. Eg hef líka spurnir af því að nokkrir hafi verið í bænda- gistingu hér á svæðinu og einnig gistu nokkrir á Fáskrúðsfirði. Síðan em allir sem ég hef ekki heyrt af’. Ljóst er að um töluverða fjár- muni er að ræða í þessu sam- bandi, en um helmingur þeirra veiðimanna sem gistu á Bláfelli komu fljúgandi til Egilsstaða og leigðu bílaleigubfl til aðkomast á Breiðdalsvík. Ofan á þann kostnað bætist þá gistingin og kaup á veiðileyfi fyrir utan allan annan kostnað. “Þetta er orðið svipað og að fara í lax. Menn eru greinilega ekki að spara við sig, fara nokkr- ir saman og hafa það huggulegt. Við vorum einmitt að taka í notkun sánabað hér á hótelinu og það vakti mikla hrifningu. Menn sátu eftir erfiði dagsins r sána, dmkku bjór og báru saman bækumar” sagði Helga. Það er síðan vonandi að áframhald verði á heimsóknum manna hingað og spuming hvort ekki verði hægt að bjóða upp á skipulagðar ferðir fyrir byssu- glaða menn, bæði úr öðrum fjórðungum og einnig frá út- löndum Nýr skjólgaröur á Stöðvarfirði Skjólgarður hefur verið reistur við smábátahöfnina á Stöðvar- firði. Um er að ræða 80 fermetra grjótgarð og er þetta framkvæmd upp á 14 milljónir króna. Verkið, sem hófst í júlí á þessu ári, gekk að mestu eftir áætlun en það var verktaki frá Grundarfirði sem vann verkið. “Þetta er alveg nýr skjól- garður og um leið verður smábátahöfnin færð aðeins til”, sagði Jósef Friðriksso, sveitar- stjóri á Stöðvaifirði, í samtalið við blaðið. “Gamla aðstaðan var frekar þröng og með þessum breytingum stórbatnar aðstaðan fyrir smábáta”. Verkinu er reyndar ekki alveg lokið en sá hluti sem boðinn var út í vor hefur verið kláraður. Eftir er að þekja svæðið í kring og malbika og er stefnt á að gera það næsta sumar. Það er verið að endurskoða hafnaráætlun þessa dagana og vonandi eru einhverjir peningar þar inni sem leyfa okkur að klára verkið. Þegar Ijósmyndari Austurlands var á ferðinni á Stöðvarjirði í suniar var verið að nema grjót í hiitn itýja skjólgarð. Ljósm. as Afmæli Guðríður Friðrika Þorleifsdóttir, íyrrverandi húsfreyja í Viðfirði og Naustahvammi, til heimilis að Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður90 ára4. nóvember nk. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Sigfusarhúsinufrákl. 15.30-19.00 ATH! Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun. Við höfum opið virka daga frá kl. iz.45 - ió.oo rmn Læku Egilsbraut Ljósmyndari Austurlands skellti sér á rjúpnaveiðar um síðustu helgi, ekki vopnaður byssu, heldur myndavél. Ekki var veiðin mikil og sá eini sem „skaut“ eitthvað var Ijósmyndarinn. Ljósrn. as as

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.