Austurland


Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 29. OKTOBER 1998 Af kverúlöntum og sófakommum Síðustu misseri hefur umræða um álver og virkjunarframkvæmd- ir verið afar hávær og fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og má segja að hún hafi slegist um athyglina við gagnagrunnsfrumvarpið og samsæriskenningar því tengdar. Þessi umræða hefur verið merkileg fyrir margar sakir. Hún hefur t.d. verið alveg ótrúlega einhliða og hafa sjónarmið andstæðinga virkjunarframkvæmda fengið mikla umfjöllun, jafnvel í fjölmiðlum sem hafa fram að þessu verið nokkuð vandir að virðingu sinni. Rfkissjónvarpið gaf öfgamanninum Ómari Ragnarssyni lausan tauminn og leyfði honum að búa til þriggja þátta áróðursröð fulla af sérkennilegum samanburði á Norðmönnum og íslendingum og ýmsum pælingum um náttúruvemd og umfjöllun um þau svæði sem færu undir vatn ef virkjað yrði á hálendi Austurlands. Þessir þættir Ómars hafa þegar fengið sýna gagnrýni hér í blaðinu og því er ástæðulaust að velta sér meira upp úr þeim en það er a.m.k. ljóst að þeir eiga ekkert sammerkt með hlutlægri og faglegri fréttamennsku. Dagblöðin hafa svo verið dugleg við að birta greinar andstæðinga stóriðju og virkjana og m.a. hefur Morgunblaðið, sem hefur síðustu ár borið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla hvað varðar ábyrga umfjöllun, birt vikulega rómantískar greinar um hálendi Islands. Sú hlið mála, sem ekki hefur átt upp á pallborðið í fjölmiðlaumræðu, er sú að á Austur- landi fækkar fólki jafnt og þétt (Reyndar var fjallað ágætlega um þessa hlið málsins í „íslandi í dag" á Stöð 2 á dögunum). í sífellt minni samfélögum er sífellt minni þörf fyrir þjónustu, menningarlíf verður fátæklegra og fyrirsjáanleg er mikil fækkun starfa í sjávarútvegi vegna aukinnar vélvæðingar. Sveitar- stjórnarmenn á svæðinu, ásamt sumum þingmönnum þess, hafa áttað sig á því að það þarf eitthvað stórt að koma til svo að þessari þróun megi breyta. Því hafa menn rennt hýru auga til framkvæmda af þeirri stærð sem stóriðju og virkjunarfram- kvæmdir virkilega eru. Félagsleg áhrif væntanlegra stóriðjuframkvæmda hafa verið metin með vönduðum rannsóknum og benda þær niðurstöður til þess að fjölgun á svæðinu yrði gífurleg sökum margfeldisáhrifa (allt að 35%) og þörf fyrir menntað starfsfólk myndi aukast stórlega. Þessi félagslegu áhrif eru að sjálfsögðu það sem Austfirðingar eru að hugsa um þegar þeir mynda sér skoðanir á því hvort hér eigi að rísa stóriðja. Austfirðingar eru ekki sátfir við að horfa aðgerðar- lausir á bæi sína og byggðir deyja hægt og hljótt þó að stjórn- völdum virðist vera nokk sama. Þessi félagslegu áhrif eiga hins vegar ekki upp á pallborðið hjá fjölmiðlum landsins og enn síður hjá listafólki í Reykjavík sem á dögunum steig á stokk og flutti ættjarðarljóð hálendinu til varnar. Kverúlantar og sófakommar víða um land hafa vaknað af dvala og telja að hér sé um að ræða dæmi um miskunnarleysi auðvaldsins sem nú hefur einsett sér að menga hálendi fslands, setja það undir vatn og valda því að heiðagæsir geta ekki lengur fellt fjaðrirnar á Eyjabökkum og útsýnið ofan af Snæfelli spillist. Kverúlantar og sófakommar átta sig ekki á því að meirihluti fólks í fjórðungnum er hlynntur framkvæmdunum því það áttar sig á því að slíkar framkvæmdir eru síðasta hálmstrá byggðarinnar. Það áttar sig á því að ef ekkert er að gert þá verða í byrjun næstu aldar örfáar fámennar verstöðvar á Austurlandi, þar sem þjónustan minnkar sífellt og mannlíf og menning deyr. Umræðan um stóriðjumál er farin að bera skuggalega mikinn keim af málflutningi amerískra náttúruverndarsamtaka en sá málflutningur byggir á því að spila inn á tilfinningar fólks og láta öll rök lönd og leið. Auðvelt ætti að vera að svara spurningunni hvort hagsmunir heiðagæsa og hreindýra eigi að ganga fyrir hagsmuni mannfólksins en ákveðnir hópar fólks virðast vera svo veruleikafirrtir að þeir telja mikilvægara að gæsirnar geti fellt fjaðrir sínar í friði og hreindýrin ráfað í friði um óspillta náttúru en að Austurland haldist í byggð. Hlutfallslega mest fækkun á Stöðvarfirði Eins og greint var frá í blaðinu á dögunum hafa 335 fleiri flust frá Austurlandi fyrstu níu mánuði ársins heldur en fluttu á svæðið. Hlutfallslega mest fækkun varð á Stöðvarfirði, en frá þessu tæp- lega 300 manna byggðarlagi höfðu 23 flust burtu þegar níu mánuðir voru liðnir af árinu. Að sögn Jósefs Friðrikssonar, er öll þessi fækkun vegna flutn- inga frá staðnum. "Það er fyrirsjáanlegt að það verður engin náttúruleg fjölgun né fækkun hér. Það sem af er liðið árinu hafa tveir íbúar staðarins látist en á móti hafa tvö börn fæðst hér. Þetta sýnir okkur að þessi 23 manna fækkun er öll vegna flutninga frá staðnum. Ég tel reyndar að staðan eigi ekki eftir að versna og jafnvel að breyt- ast aðeins til hins betra áður en árið er liðið. Eins og staðan er í dag veit ég ekki af neinum sem á eftir að flytja lögheimili héðan en býst jafnvel við því að einhverjir eigi eftir að flytjast hingað". En hvernig skýrir Jósef hina miklu fækkun? "Við höfum skiljanlega mikl- ar áhyggjur af þessu og höfum meðal annars rætt þetta í hrepps- nefnd. Við finnum í raun engar aðrar skýringar en að þetta sé einhver straumur á suð-vestur hornið sem ekki verður stöðvað- ur fyrr en þenslan á því svæði stöðvast. Það er ekki hægt að kenna atvinnuástandi hér á svæðinu um nema kannski að atvinnan sé einhæf eins og gengur og gerist á svona litlum stöðum. Þetta er einhver straum- ur sem virðist alltaf vera að vinda upp á sig" sagði Jósef að lokum. Glímuátak á Austurlandi Um síðustu helgi var Rögnvald- ur Ólafsson, glímukennari, á ferð um Austurland. Hann fór í nokkra skóla og kenndi fimmta til sjöunda bekk undirstöðuatriði í þessari þjóðarfþrótt Islendinga. Rögnvaldur var hálfan dag í hverjum skóla fyrir sig. Núna um helgina, nánar tiltekið föstudaginn 30. og laug- ardaginn 31., verður síðan haldið dómaranámskeið í glímu og munu þeir sem taka þátt í nám- skeiðinu fá möguleika á að spreyta sig á úrtökumótum sem haldin verða í nokkrum skólum hér fyrir austan um helgina. Lokahnykkur átaksins verður síðan glímumót sem haldið verður á sunnudaginn í íþrótta- húsinu á Reyðarfirði. Að sögn Þórodds Helga- sonar, skólastjóra á Reyðarfirði, er glíman íþrótt sem í dag berst fyrir lífi sínu. „Haldin eru tvö „stór" mót á hverju ári og á hvoru eru um 100 manns, þar af koma um 10% frá Reyðarfirði". Glímusamband Islands er með fastan útbreiðslustyrk frá ríkinu sem þetta árið verður nýttur til að kynna ungdómi Austur- og Vesturlands þessa rótgrónu íþrótt. Stuðningur við flóttafólkið á Höfn Ingvar Helgason hf. hefur stutt dyggilega við bakið á starfi Rauða kross íslands fyrir flóttafólkið sem kom til Hafnar í Hornafirði fyrir rúmu ári með því að láta í té bifreið til verkefnisins án endur- gjalds. Fulltrúar fyrirtækisins heimsóttu aðalskrifstofu Rauða kross Islands nýverið og tók Ingv- ar Helgason, forstjóri fyrirtækis- ins, þá við þakkarskjali félagsins fyrir þennan mikilvæga stuðning. Rauði kross Islands annast aðstoð við flóttafólkið fyrsta árið eftir komu þess hingað og hafa sjálfboðaliðar deildarinnar í Austur-Skaftafellssýslu gegnt mikilvægu hlutverki í aðstoð- inni. (fréttatilkynning) Sigrún Arnadóttir, framkvœmdastjóri Rauða kross Islands, afhenti Jngvari Helgasyni þakkarskjal fyrir góðan stuðning. Minningardagskrá um Þorstein Valdimarsson Næstkomandi laugardag verður á Vopnafirði boðið upp á dag- skrá í minningu Þorsteins Valdi- marssonar listamanns, en þenn- Ókeypis smáar Halló Á ekki einhver ruggustól handa mér, gefins eða fyrir lítinn pening. Má þarfnast viðgerðar. Hafið samband við Auði ís. 477-1646 Óska eftir Húsgögn af öllum stærðum og gerðum óskast fyrir lítinn pening. Ahugasamir hringi í Eyju ís. 477-1745 Óska eftir Sódastreem tæki Uppl. ís. 477-1623 an dag hefði hann orðið áttræður hefði hann lifað. Um kynningar- dagskrá er að ræða þar sem nokkur ljóð eftir Þorstein verða lesin, nokkur lög hans sungin o.s.frv. Það er menningarmála- nefnd Vopnafjarðar sem stendur fyrir dagskránni. Margir koma að dagskránni, svo sem tónskólinn, samkór Vopnafjarðar og fleiri. Hjalti Rögnvaldsson mun lesa nokkur þekktustu ljóð Þorsteins og Hildigunnur Valdimarsdóttir, systir skáldsins, les einnig nokk- ur ljóð. Hönnum vefsíöur fyrir fyrirtæki, ^J^J stofnanir og einstaklinga 1 ELDSMIÐURINIU Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn.is

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.