Austurland


Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. OKTOBER 1998 Skeifukarlar og lukkuljús Hjónin Katrín Guðmundsdóttir og Kristján Ragnarsson hafa vakið athygli síðustu ár fyrir listfengi og frumlega hönnun, en munir þeirra hafa selst eins og heitar lummur síðasta árið, eða síðan Katrín opnaði verkstæði sitt fyrir ofan heilsugæslustöð- ina. Blaðamaður Austurlands heyrði af þessari merkilegu handverksmenningu á Eskifirði og plataði Katrínu í viðtal. Hvenœr byrjaðir þú að vinna að listsköpun? „Ég hef verið að vinna í einhverri list frá því að ég man eftir mér. Ég hef svo verið með félagsstarf aldraðra, auk þess sem ég hef unnið mikið með þroskaheftum og fötluðum, en það starf felst að miklu leyti í ýmiss konar listsköpun og kennslu. Ég hef verið í því starfi hér í Hulduhlíð í 10-15 ár. Svo opnaði ég verkstæðið á síðasta ári og síðan þá hef ég verið á kafi í að framleiða listmuni." Hvernig kom það til að þú opnaðir verkstœðið? „Þetta byrjaði á því að ég hélt keramiknámskeið og leirnám- skeið fyrir börn. Það vatt svo upp á sig og ég þurfti að stækka við mig. Verkstæðið var ekki stofnað til að selja listmuni, því ég vil frekar koma fólki af stað í eigin listsköpun en að selja því mína muni. Ég er með opið hús hér tvisvar í viku, á mánudags og miðvikudagskvöldum. Um helg- ar er ég svo með leirnámskeið fyrir börnin. Svo erum við að fá brennsluofn á næstunni og þá get ég boðið upp á glerjun. Það hef- ur þó nokkur fjöldi fólks komið á námskeið hjá mér og þar á meðal fólk úr nágrannabæjun- um. Ég er með búðina opna frá kl. 17-18 virka daga og svo frá 11-15 á laugardögum." Hvernig hefur þér gengið að selja Austfirðingum listmuni? „Salan hefur aukist jafnt og þétt síðan við opnuðum í fyrra og nú er svo komið að ég þarf að fara að ákveða hvort ég á að fara að stofna fyrirtæki um söluna og fara í þetta á fullu en það er það sem mig langar mest að gera. At- vinnuþróunarfélag Austurlands hefur verið mér innan handar hvað varðar áætlunargerð og þeir Hreinn Sigmarsson og Gunnar Vignisson eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu. Það sem hefur selst einna best hjá okkur eru gripir sem eru unnir úr göml- um skeifum. Kristján, maðurinn minn, mótar skeifurnar og sýður þær saman og við gerum úr þeim kúreka og ljós sem hægt er að hengja á veggi eða hafa á borð, en þau köllum við lukkuljós. Þessa gripi erum við að senda um allt land og við fáum einnig sendar skeifur frá hestamönnum sem eru ánægðir með að þær séu nýttar í eitthvað. Ég geri einnig Slöngur - Barkar - Tengi Söluaðilar á Austurlandi: Bílar og vélar, Vopnafirði Síldarvinnslan, Neskaupstað Björn og Kristján, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga LANDVELAR HF Smiðjuvegi 66 - Kópavogi - @ 557 6600 myndir úr leðri og silki og þær hafa einnig selst mjög vel. Vör- urnar klárast jafn óðum og ég held að ég sé að verða búin að koma mér upp lager. Við erum með hönnunarvernd á þessum vörum þannig að menn geta ekki farið að apa þetta eftir okkur. Við fáum talsvert af ferðamönn- um hér inn til okkar á sumrin en uppistaðan í mínum viðskipta- vinahópi eru Austfirðingar. Það mætti vera meira um útlendinga og ég held að við þyrftum að gera átak í að markaðssetja nýja sveitarfélagið í heild sinni, en rúturnar bruna bara hér í gegna og stoppa ekki neitt. Við þurfum að halda lengur í ferðamennina." Nú hefur þú starfað árum saman að félagsstarfi aldraðra, þroskaheftra ogfatlaðra. Hvern- ig líkarþér við þá vinnu? „Það er að mörgu leyti mjög skemmtilegt starf. Ég get gert og kennt það sem mér finnst skemmtilegt og ég eignast marga góða vini í vinnunni. En þetta getur lfka verið mjög krefjandi og erfitt starf. Ég er t.d. að vinna með mjög fatlað og þroskaheft fólk og sú vinna getur verið erfið. Ég nota ýmsar aðferðir við kennsluna. T.d. les ég fyrir þau og læt þau vinna með leir á meðan og móta eitthvað sem þau tengja við söguna. Svo spyr ég þau spurninga úr sögunum og fæ þau til að tjá sig. Við spilum lfka boccia og teljum saman stigin yfir veturinn og veitum svo verð- laun á litlu jólunum. Þetta er fullt starf og ég vinn yfirleitt í Huldu- hlíð frá níu til fimm." Ert þú sjálfmenntuð í listum eða hefur þú aflað þér ein- hverrar menntunar á því sviði? „Ég náttúrulega að mestu leyti sjálfmenntuð eins og flestir listamenn en ég hef verið mjög dugleg við að fara á námskeið á ýmsu tagi. Nú er ég t.d. að fara á framhaldsnámskeið í keramik, en námskeiðið fer fram hjá listasmiðju sem heitir Leirkrúsin og er staðsett í Reykjavík. Þar munu kennarar úr Myndlista og handíðaskólanum sjá um kennsl- Norðfirðingar - opinn fundur Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson verða á opnum fundi í Egilsbúð fimmtudagskvöldið 29. október kl. 20.30 Rædd verða byggðamál, gerjunin í stjómmálum og áherslur nýrrar hreyfingar. Aliir velkomnir Vinstrihreyfingin - Grænt framboð Katrín Guðmundsdóttir ásamt fleiri iiiiniii.ii í versluninni. una. Bæjarfélagið hefur stutt mig dyggilega þegar ég hef farið á þessi námskeið og ég hef einn- ig fengið styrki úr endurmennt- unarsjóði Félags opinberra starfs- manna á Austurlandi (FOSA)." Hvaða máli heldur þú að listsköpun skipti fyrir þá sem hana stunda? „Ég held að listsköpun sé afskaplega mikilvæg í daglega lífinu. Hún hjálpar manni að komast yfir erfiðleika, sorg og missi og hún dregur einstaklinga út úr skel sinni og út á meðal fólks. Starfsemin hérna byggist einmitt á þessu. Hér kemur fólk saman, skapar eitthvað, spjallar og drekkur kaffi. Það er því heilmikill félagsskapur í þessu." Er eskfirskt listafólk eitthvað að huga að því að halda sýningu á verkum sínum? „Við ætlum að halda sýningu skeifukörlum, lukkuljósum og Ijósm. SÓ í vor. Við erum komin í samstarf við listasmiðjuna Þórsmörk í Neskaupstað og ætlum að reyna að halda sýningu á list úr sveitarfélagi 7300 og vonandi verður hún hin glæsilegasta. Daglegar ferðir Neskaupstaðurs. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó p Vöruflutníngar 0)477 1190 Fimmtudagskvöld 39. október Carlsbergkvöid Góð 6UPP^U" fyrir sáWna Föstudagskvöld 30. október Stúkan opin tii 03.00 Blús, rokk og jazzklúbburinn á Nesi og Egilsbúð kynna: Rokkveisla - Sálarveisla - „Soul"tónlist Matur - tónlistarveisla - dansleikur Fyrsta sýning 31. október - uppselt Önnur sýning 14. nóvember - uppselt Aukasýning 13. nóvember - uppselt Miðapantanir óskast sóttar miðvikudag 4. nóv. frákl. 17:00-19:00. Ósóttar pantanir ganga til fólks á biðlista Miðaverð kr. 3.700.- Dansleikur 51. október eftir Sálarveisluna Hin alþjóðlega danshlj óms veit Agústar Armans Og Stuðkropparnir Aldurstakmark 18 ár Miðaverð 1500 kr. EGILSBUÐ kjaita• bisjaiins Pizza 67 sími 755 6767 og 477 1?67 & Hdtel Egilsbúð sími 4771221

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.