Austurland


Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Starf blakdeildarinnar er mikilvægt Svetlana Moroskina er þjálfarikvennaliðsins. Hún er hámenntuð íþróttafrceðum og er afar reyndur leikmaður. Svetlana er 31 árs og 178 cmá hœð. Ljósm. S.Ó. Eins og fram hefur komið í blað- inu er blakvertíðin að byrja og í síðustu viku kynntum við karla- lið Þróttar. Nú er hins vegar komið að því að kynna kvenna- liðið en það hefur tekið miklum breytingum frá því í fyrra. Þrír máttarstólpar liðsins, þær Myglena Apostolova, Sesselja Jónsdóttir og Jóna Harpa Viggósdóttir, hafa horfið á braut og í staðinn eru komnir ungir og efnilegir leikmenn. Byrjunarliðið var í síðasta leik skipað eftirfarandi leikmönnum: Svetlönu Moro- skinu, sem einnig er þjálfari liðs- ins, Petrúnu Bj. Jónsdóttur, Hjálmdísi Zöega, Huldu Elmu Eysteinsdóttur, Joönnu Hójto- wicz og Sæunni Svönu Rík- harðsdóttur. Að auki æfa með liðinu þær Þorbjörg Jónsdóttir, sem er að hefja æfingar eftir fæðingarorlof, Sigríður Kristins- dóttir, Þuríður Arnadóttir og Elsa Sæný Valgarðsdóttir. Fyrstu leikir liðsins voru fyrir tveimur vikum og var leikið á útivelli gegn KA. Fyrri leikurinn fór 3-2 okkar stúlkum í vil, en sá seinni tapaðist 2-3. Að sögn fyrirliðans, Petrúnar Bj. Jóns- dóttur, voru leikirnir ekki sérlega góðir. Bæði liðin gerðu mikið af mistökum og því var leikur þeirra afar sveiflukenndur. Pet- rún er þó nokkuð bjartsýn á vet- urinn og segir að liðið þurfi fyrst og fremst að slípast saman. Hún segir hina nýju leikmenn liðsins vera afar efnilega og að þeir taki mjög hröðum framförum. Svet- lana Moroskina hefur eins og áð- ur sagði tekið við þjálfun liðsins að nýju, en hún hefur mikla menntun og hæfíleika á sviði blakþjálfunar auk þess sem hún er einn af sterkustu leikmönnum fyrstu deildarinnar. Svetlana hefur búið í Neskaupstað í þrjú ár og þjálfaði hún kvennalið Þróttar í tvo vetur en hún sá ekki um þjálfun liðsins í fyrravetur. Hún hefur einnig þjálfað ung- ungu leikmenn liðsins þurfi talsverða handleiðslu og því megi ekki búast við of miklu af liðinu. Svetlana er þó ánægð með að hafa jafn reynda og stöðuga leikmenn innanborðs og Petru, Þorbjörgu og Hjálmdísi og hún segir Huldu Elmu einnig vera á góðri leið með að verða afar stöðugur og góður leikmað- ur. Svetlana segir það vera nauð- Kvennalið Þróttar er skipað reyndum leikmönnum og ungum og efnilegum íbland og verður spennandi aðfylgjast með liðinu í vetur. lingalandslið stúlkna. Svetlana er bjarsýn á gengið í vetur eins og Petrún. Hún segir þó ljóst að liðið sé nokkuð ungt og að hinir Petrún Bj Jónsdóttir Aldur: 36 ára Hæð: 180 cm Einn reyndasti leikmaður fyrstu deildar. Gamall refur sem er kjölfestan í liði Þróttar Hjálmdís Zöega Þorbjörg Ó. Jónsdóttir Aldur: 22 ára Hæð: 168 cm Kraftmikill og góður kantsmass- ari. Sennilega besti varnarmaður liðsins. Aldur: 24 ára Hæð: 169 cm Mjög reyndur og góður leik- maður sem m.a. hefur leikið með liði ÍS Hulda Elma Eysteins- dóttir Aldur: 16 ára Hæð: 174 cm Afar kraftmikll og góður kantsmassari sem á eflaust eftir að skora mörg stig í vetur Sæunn Svana Ríkharðsdóttir Aldur: 16 ára Hæð: 180 cm Sérlega hávaxinn og efni- legur leikmaður sem tekur stór- stígum framförum þessa dag- ana. Joanna Hójtowicz Aldur: 21 árs Hæð: 167 cm Hinn nýji uppspilari liðsins, en árangur liðsins í vetur mun að stórum hluta velta á henni. Elsa Sæný Valgarðsdóttir Aldur: 15 ára Hæð: 172 cm Sérlega kraftmikill og efnilegur leikmaður sem fær örugglega tækifæri til að spreyta sig í vetur. Þuríður Árnadóttir Aldur: 16 ára Hæð: 178 cm Hávaxinn og efnilegur leikmaður synlegt að hafa unga leikmenn með á æfingum því þannig nái þeir mestum framförum og hún telur að taka eigi leikmenn inn á æfingar meistaraflokks um 15- 16 ára aldurinn. Þetta sé sérstak- lega mikilvægt í Ijósi þess hve stór hluti leikmanna fari í burtu til náms. Svetlana telur þó að liðið muni verða gott þegar líður á veturinn og það slípast betur saman. Svetlana segist vera ánægð með leikina við KA á dögunum. Hún segir KA liðið vera á góðri leið með verða afar sterkt en leikmenn þess hafa spilað saman í nokkur ár og stór hluti liðsins hefur verið að spila með unglingalandsliðinu. Því sé ágætt að ná fimm stigum út úr tveimur leikjum gegn KA. Svetlana spáir KA liðinu góðu gengi í vetur en hún telur Vík- inga eiga góðan möguleika á að verja titilinn þar sem liðið hafi á að skipa stórum hópi mjög reyndra og klókra leikmanna. Svetlana segist vera mjög ánægð með framgang blaksins í Nes- kaupstað og að það sé engin spurning um að þetta sé mesti blakbær á fslandi. Hún segir blakíþróttina standa föstum fót- um í bæjarlífinu og að sá árang- ur sem náðst hefur sé ótrúlegur. Norðfirðingar hafi alið af sér fjölda landsliðsmanna og að fél- agið hafi í gegnum tíðina haft yfir- burði í yngri flokkunum. Svetlana telur að starf blakdeildarinnar sé mjög mikilvæg fyrir bæjarfélag- ið og hún er ánægð með það góða fólk sem stendur að blakdeild- inni og sér um þjálfun og ljóst sé að blakíþróttin geti haldið áfram að vaxa og dafna í Neskaupstað. Svetlana hvetur alla sem áhuga hafa að prófa að koma í blak og þá sérstaklega börn og unglinga en afar vel sé staðið að barna og unglingastarfi hjá félaginu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.