Austurland


Austurland - 29.10.1998, Page 7

Austurland - 29.10.1998, Page 7
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 7 Ónýttir möguleikar í ferðaþjónustu Veturinn hér á Austurlandi hefur sínar björtu hliðar með leiklist, söng, tónleikum og skemmtun- um hvers konar. Hér eru ótal tækifæri til að njóta allskonar af- þreyingar ef við getum ekki haft ofan af fyrir okkur sjálf. Hvemig væri að við leyfðum sem flestum að njóta þessa með okkur? En hvemig förum við að því? Ef við tökum dæmi þá er hér á Héraði, þar sem ég þekki best til, mikið af sumarhúsum sem lítið eru not- uð yfir veturinn. Orlofshúsin á Einarsstöðum eru opin fyrir fél- agsmenn verkalýðsfélaganna yfir veturinn hvort sem er yfir helgi eða lengur ef menn hafa áhuga á því. Húsin eru ekki leigð til samkomuhalds fyrir fólk sem ætlar að halda partý, og þeir sem fara í húsin bera að sjálfsögðu ábyrgð á því tjóni sem þeir eða þeirra gestir valda. Eg vil nota tækifærið og benda félagsmönn- um í verkalýðsfélögunum og öðrum félagasamtökum á að kynna sér hvort ekki er hægt að fá leigt um helgar með fjölskyld- una og fá smá tilbreytingu í til- veruna. Það er búið að fara í end- urbætur á flestum húsunum breikka rúmin og endurbæta eld- húsin, einnig er komið sjónvarp í mörg af húsunum. Það er orðin reynsla af orlofs- byggðum á Suðurlandi og fólk sækir mjög mikið í slíkar byggð- ir yfir veturinn. A vissum svæð- um er ásóknin orðin það mikil að húsin eru leigð allar helgar ársins. Oft taka sig saman tvær fjölskyldur, eða stórfjölskyldan fer saman í hús yfir helgi. Það er hægt að gera margt annað en fara í dýrar ferðir þó að það sé gott fyrir þá sem hafa á því áhuga og peninga til slíkra hluta en alltaf er stór hópur af fólki sem ekki hefur tök á slíku. Ljóst er að ef hægt er að nýta það gistipláss sem er ónotað í „sumarhúsum“ yfir veturinn væri það mikill akkur fyrir svæðið, sérstaklega ef fólk úr öðrum landshlutum eða erlendir ferðamenn myndu sjá sér hag í að nýta þessa gistingu. Sumartíminn: Yfir sumarið eru u.þ.b. fimmtán hundruð manns í sumarhúsum á Héraði og í næsta nágrenni. Hvað gerir þetta fólk á daginn? Jú, það ferðast um allt Austur- land frá Vopnafirði til Djúpa- vogs. Ljóst er að um stóran hóp fólk er að ræða og hagur allra að þessir ferðamenn séu sem mest á ferðinni og nýti þá þjónustu sem ferðaþjónustuaðilar á Austur- landi bjóða uppá. En hvemig auglýsa þessir sömu ferðaþjón- ustuaðilar það sem þeir hafa uppá að bjóða? Það er von að spurt sé; ferðamenn kvarta nefni- lega yfir því að þeir viti ekki hvað er í boði á hverjum stað og leitar í húsunum að fréttablaði eða upplýsingum um hvað sé í boði á hverjum tíma. Hér á Austurlandi sitja menn og tala um að allir séu að flytja suður en um leið dettur þeim ekki í hug að líta í kringum sig eftir atvinnu- tækifærunum sem em víða. Ein- falt dæmi um hlut sem hægt er að framkvæma og myndi tryggja aukna tekjur af ferðamönnum er blað eða lausblaðamappa í öll orlofshús á svæðinu. f slíku blaði væri hægt að segja frá því hvað er um að vera á hverjum stað og hvenær. Slík mappa var sett 32 hús á Einarsstöðum fyrir nokkram ámm. Hún var hins vegar ekki endurnýjuð þannig að upplýsingarnar voru orðnar rangar, mikið af stöðunum sem auglýstu voru hættir eða farnir á hausinn. Hver átti svo að sjá um að endurnýja þetta? Það veit enginn því ferðamálafulltrúinn sem vann þetta á sínum tíma var hættur og því enginn til að halda utan um hlutina. Eg tel að í hverju sveitarfélagi eða þétt- býlisstað verði að vera aðili sem fylgist með slfkum hlutum t.d. að slíkar möppur séu endumýjað- ar á hverju vori. Hver staður hefði sínar blaðsíður til afnota fyrir kynningu á því hvað um er að vera. Slíkt myndi óhjákvæmi- lega leiða til þess að ferðamenn vissu hvað væri um að vera á hverjum tíma og myndu sækja í það. Undirritaðri var falið að leita til ferðamálafulltrúa á svæðinu og athuga hvort menn vilja ekki taka þessum ábendingum og vinna að betri auglýsingu fyrir ferðamenn fyrir næsta sumar. En hver er ferðamálafulltrúi á Aust- urlandi núna? Leitið og þér mun- ið ekki finna því eins og staðan er þá er enginn starfandi ferð- amálafulltrúi í dag. Hvað eru ráðamenn að hugsa, halda menn að ferðamannabransinn gangi sjálfkrafa eða hvað? Hver ber ábyrgð á þessu ástandi? Á hverju ætlum við að lifa hér ef við nennum ekki einu sinni að rétta út höndina og taka við þeim peningum sem menn vilja eyða hér í fjórðungnum. Snúum nú bökum saman og komum þessum einföldu hlutum eins og slíkum auglýsingum í viðunandi horf fyrir sumarið. Það þýðir að við komum á framfæri í aðgengilegu formi því sem um er að vera hér í fjórð- ungnum næsta ferðamannasum- ar sem þýðir vonandi ánægðari ferðamenn og í framtíðinni; fleiri ferðamenn. Gyða Vigfiísdóttir, fonnaður stjómar Orlofshúsa Einarsstöðum Björgunarsveitin Gerpir Björgunarsveitin Gerpir í Nes- kaupstað hefur nú fest kaup á nýjum öflugum björgunarbfl af gerðinni Ford Econoline. Bfllinn er glænýr og er hann innfluttur og breyttur af Bflabúð Benna. Bflnum var breytt mikið og m.a. var sett í hann lágt drif skriðgír og dráttarspil og hann var einnig hækkaður upp á 44 tommu dekk. Hann er jafnframt búinn full- komnu siglingakerfi sem saman- stendur af GPS tæki og afar full- komnum tölvu- og hugbúnaði sem á að gera sveitinni kleift að keyra hvert á land sem er, jafn- vel í mjög slæmu skyggni. Sveit- in fékk einnig bfl af gerðinni Toyota Hi-lux sem er ætluð fyrir hundadeild Gerpis og er sú bif- reið einni vel búin. Að sögn Jóns Björns Hákonarsonar, talsmanns björgunarsveitarinnar er alger- lega nauðsynlegt fyrir nútíma- lega björgunarsveit að eiga öfl- uga bifreið því sveitin verði að komast a.m.k. jafn langt og þeir sem hún á að bjarga. Þar sem jeppaeign er orðin almenn og margir komnir á öfluga bfla þá er má segja að björgunarsveit sé næsta máttlaus ef hún á ekki góðan jeppa. Kaupverð bifreið- arinnar er um 8 milljónir, en tol- lur og virðisaukaskattur af breyt- ingunum fékkst niðurfelldur. Sambærileg bifreið myndi því kosta hinn almenna borgara 10 - 11 milljónir króna. Að sögn Jóns Bjöms vantar mikið upp á að ríkið komi til móts við björgun- arsveitimar hvað varðar kostnað. Björgunarsveitimar þurfa meira að segja að borga þungaskatt og ekki fást niðurfelldir tollar og skattar nema til kaupa á nýjum tækjum á fimm ára fresti. Jóni Bimi þykir þetta vera nokkuð lélegt og bendir á að flestar þjóðir geri út sérhæfðar björgun- arsveitir sem séu kostaðar alfarið af viðkomandi ríki og sé kostn- Nokkrir aðilar styrktu bifreiðakaup björgunarsveitarinnar Gerpis rausnarlega, m.a. Verkalýðsfélag Norðfjarðar, Kvennadeild Gerpis og Síldarvinnslan hf. Ljósm. S.Ó. Afgreiðslustaðir Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalur Djúpivogur Hornafjörður 477- 1190 476-1203 474- 1255 471- 1241 472- 1600 475- 1494 475-8882 475-6671 478- 8175 478-1577 Viggó £ Vöruflutningar (3) 477-1190 aður við slíkar sveitir gífurlegur. Þetta hafi íslenska ríkið hins vegar alveg sloppið við en allar björgunarsveitir á Islandi byggja á frjálsu félagastarfi og sjálf- boðavinnu. Jón Bjöm vildi þakka nokkrum styrktaraðilum fyrir sinn þátt í kaupunum, en Verka- lýðsfélag Norðfirðinga gaf sigl- inga og tölvubúnað að verðmæti 460 þúsund, Kvennadeild Gerpis gaf 550 þúsund og Síldarvinnsl- an hf. gaf 250 þúsund. Fleiri aðilar hafa lýst yfir áhuga sínum á því styrkja kaup Gerpis á bif- reiðinni og Kvennadeildin mun standa fyrir happadrætti á næst- unni til að reyna að afla meiri fjármuna. Paratvímenningur BSA1998 Paratvímenningur BSA var spil- aður laugardaginn 24. október í Golfskálanum Ekkjufelli. Alls mættu 16 pör til leiks og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Vigfús Vigfússon - Jóhanna Gísladóttir (BRE) 254 stig 2. Sigurður Stefánsson - Guðný Kjartansdóttir (BF) 248 stig 3. Hallgrímur Bergsson - Sigrún Einarsdóttir (BF) 243 stig Nánari úrslit er hægt að finna á vefnum, en slóðin er www.eldhorn.is/bsa Næsta mót er aðaltvímenningur sambandsins og verður hann spilaður á Egilsstöðum föstudag og laugardag 6. og 7. nóvember.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.