Austurland


Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 29.10.1998, Blaðsíða 8
Holtakjúklingur 499 kr. kg. Svínarifjasteik 399 kr. kg. ------,Ur ! —Tá--------- U^nyrtivörur)^.^^. ,&a\\adagafrákI.i0.oo-Jo NESBAKKI ®477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 29. október 1998. Verð í lausasólu kr. 170. ¦^H I A þriðjudag var loks settur tuin ú kirkjubygginguna á Eskifirði ^^^ enþvíáttiað vera lokið íjúní síðastliðnum. Kirkjan ernú orðin rúmlega fokheld, en búið er að komafyrir gleri og gluggum og rafmagn og vatn er komið í húsið. Að sögn Davíðs Baldurssonar, sóknarprests, er stefnt að því að vígja nýju kirkjuna árið 2000 en þá verða liðin 1000 ár frá kristnitöku ogþað ár verður gamla kirkjan 100 ára. Að sögn Davíðs verður nýja kirkjan mikið menningarhús og mun sveitarfélagið loks eignast gott söng- og tónlistarhús. Ljósmyndari Austurlands náðiþessari mynd afframkvœmdunum við turninn og eins og sjá má, fer kirkjan nú að taka á sig endanlega mynd. Ofan á turninn á svo að koma álkross og þvíœtti ekki aðfarafram hjá neinum til hvaða brúks húsið er byggt. Mun rísa íþróttahús á Stöðvarfirði? Stöðvarhreppur skoðar nú mögu- leika á byggingu íþróttahúss á Stöðvarfirði. Um er að ræða hús með körfuboltavöll, en ætlunin er að salurinn verði um 30 sinnum 18 metrar. Að sögn Jósefs Friðrikssonar, sveitarstjóra Stöðvarhrepps, er nú verið að leggja lokahönd á al- útboð, sem þýðir að allar fram- kvæmdir við húsið yrðu boðnar út á einu bretti, þ.e. bæði hönnun og bygging. Undantekning frá þessu yrði reyndar lokafrágangur lóðar í kringum húsið. Ætlunin er að húsið verði við hliðina á sundlaug bæjarins fyrir neðan skólann. „Við ætlum okkur að nýta sturtu- og búningsaðstöðuna sem er í sundlauginni" sagði Jósef í samtali við blaðið. „Hugmyndin er að byggja sal og smá tengi- bygginu. Við teljum að með þeim hætti séum við komnir með byggingu sem við ráðum við fjárhagslega". Kostnaður við framkvæmd- ina kemur ekki í ljós fyrr en til- boð verða opnuð en stefnt er að því að húsið verði tilbúið til noktunar 1. janúar árið 2000. Ekkert íþróttahús er fyrir á Stöðvarfirði en skólinn notar gamla samkomuhúsið til íþrótta- iðkana. Einnig hafa Stöðfirðing- ar eitthvað sótt til Fáskrúðs- fjarðar til að stunda íþróttir í hinu nýja íþróttahúsi þar. Eins og allir vita gekkfyrsta „óveður" vetrarins yfir Austurland í síðustu viku. Svo virðist sem mikill vatnsgangur hafi verið við Lagarfljótið í látunum og eins og glögglega sést á þessari mynd hafa trén í nágrenni fljótsins fengið harða útreið. Ljósm. as Tundurtiufl á Eskifíröí Jóhann Beneilikts- son til Grikklands? Jóhann Benediktsson er ungur og efnilegur leikmaður úr röðum KVA. Hann hefur leikið í ár með 18 ára landsliði íslands og lék hann m.a. með liðinu á Evrópu- mótinu í Frakklandi á dögunum. Þjálfari hans hjá KVA, Mioslav Nikolich kom honum í samband við gríska fyrstudeildarliðið PAOK og fór Jóhann utan í vik- unni til æfinga með liðinu. I samtali við blaðið sagði Jóhann að þetta væri gott tækifæri til að komast út í atvinnumennsku en það myndi skýrast á næstunni hvort af því yrði. Á fimmtudag í síðustu viku af- tengdu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar virkt tund- urdufl um borð í skipinu Hrísey. Skipið hafði komið inn til lönd- unar daginn áður og var þá til- kynnt til Landhelgisgæslunnar að tundurdufl væri um borð í skipinu. Lögreglan á Eskifirði fór á staðinn og gerði viðeigandi varúðarráðstafanir á meðan beð- ið var eftir sprengjusérfræðing- unum. Þeir þurftu hins vegar að keyra austur um nóttina því ófært var flugleiðis. Tundurdufl- ið reyndist vera virkt og þurftu sprengjusérfræðingarnir því að sprengja forsprengju duflsins. Sprengiefninu var því næst farg- að og leifarnar af duflinu grafn- ar. Oeðlilegt þykir að Landhelg- isgæslunni hafi ekki fyrr verið gert viðvart um duflið en það hafði verið um borð í skipinu í fjóra daga áður en það kom inn til löndunar og skipið hafði verið í nokkrar klukkustundir í höfn á Eskifirði áður en tilkynning barst til gæslunnar. Allan þenn- an tíma voru skipverjar búnir að klofast yfir duflið og verður að telja mikla mildi að það skyldi ekki springa. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni á Eski- firði. Fyllsta ástæða er til að brýna fyrir sjófarendum að fara var- lega með hluti sem koma í troll og virðast vera dufl af einhverju tagi en tundurdufl geta verið virk áratugum eftir að þau eru sett í sjóinn. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Fagþjónusta í áratugi Nýsmíði úr áli SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.