Austurland


Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 5. nóvember 1998. 39. tölublað. ^""*—JIpIl. Engin sfldveiði í vikunni hefur nánast engin sfld veiðst og eru menn að verða nokkuð svartsýnir á að nokkuð verði úr sfldarvertíð í ár. Þetta kemur sér afar illa fyrir Austfirðinga sem eiga mikið undir sfldveiðum kom- ið en nokkur fyrirtæki í fjórð- ungnum byggja afkomu sína nánast eingöngu á þeim. Loðnuveiði glæddist þó í vikunni og var loðnu landað víða. Aðrar veiðar hafa geng- ið sinn vanagang og t.d. kom Barði til Norðfjarðar í vik- unni með afla að andvirði 40 milljóna króna. Nóg kalt vatn handa Seyðfírðingum Á Seyðisfirði hefur nú fund- ist nægilegt kalt vatn handa bæjarbúum. Áður var búið að finna vatn í Botnahlíð sem reyndist ekki vera nema brot af vatnsþörf bæjarins, en nú hefur fundist vatn við Fjörð, sem er landnámsjörð þeirra Seyðfirðinga. Reyndar á eftir að kanna gæði vatnsins og standa þær rannsóknir yfir núna. í vikunni verður gerður samingur um frekari boranir eftir heitu vatni næsta vor en þá mun skýrast hvort hitinn hækkar eftir því sem neðar dregur í jarðskorpuna og hvort sá hiti verði nýtanlegur. Fyrstu heimaleikir Þróttar eru um helgina Um helgina leikur Þróttur fyrstu heimaleiki vetrarins í 1. deildinni í blaki og verður leikið gegn íþróttafélagi Stú- denta í bæði karla og kvenna- flokki. Leikirnir hefjast kl:19:30 á föstudagskvöld og kl: 13:30 á laugardag og er karlaleikurinn á undan báða dagana. Ibúar sveitarfélags 7300 eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja okkar fólk til sigurs. Hin árlega tónlistarveisla Brján var frumsýnd um helgina. Blaðamaður Austurlandsy skellti sér og skemmst erfrá að segja að sýningin varfrábœr. Tónlistin var flutt af\ fagmanlegu öryggi og söngvarar stóðu sig með ágœtum. Maturinn var einnig afar vel heppnaður enda eldaður undur styrkri stjórn Birgis Búasonar. Ljóms. S.Ó. DFFU þýskalandi og OF í Evrópusambandsstyrkur til loðnurannsókna Evrópusambandið hefur veitt 390.000 ECU eða rúmlega 31 milljón kr. rannsóknarstyrk í að rannsaka hvernig hægt sé að auka vinnslu uppfiskjávarfisks til manneldis. Heildarfjárhæð verkefnisins er um 1 milljón ECU eða um 80 milljónir króna, því auk styrksins setja þátttak- endur fjármagn í verkið ásamt því að FIRI (Fishing industri re- search institute of South Africa) fjármagnar sinn hlut í verkefninu sjálf. Markmiðið með rannsóknunum er að skoða hvernig hægt sé að gera metvæli úr loðnu fyrir Afríkumarkað þar sem mikil þörf er fyrir prótín úr sj ávarny tjum. Rannsóknirnar ganga út á að finna nýjar aðferðir við þurrkun á hráefninu ásamt því hvernig hægt sé að þurrka mikið magn í einu en einnig verður geymsla hráefnis fyrir þurrkun skoðuð með það að markmiði að halda hráefninu sem lengst fersku. Það er Hönnun og ráðgjöf sem sinna stjórn verkefnisins og í samtali við blaðið sagði Jó- hannes Pálsson hjá H&R að markaðurinn fyrir slíka vöru væri til staðar. „Um er að ræða ódýrt fisk- meti fyrir Afríkumarkað þar sem verð mun ráðast af markaðsað- wai ví^&i ISk ' V' 'i. - — J*!!U ¦PBfc&vJ&l® g$^\i#\§ ¦i'BI iffi ' *• ]f • i 1 r * • m •¦» , j stæðum á hverjum tíma. Verið er að horfa til framtíðar við að reyna að nýta þetta dýrmæta hráefni sem við höfum til manneldis en þetta þýddi einnig nýjan val- möguleika í framleiðsluferli þessara fisktegunda. Verðmæti þessarar nýju afurðar er ekki þekkt en hinsvegar mun þessi vara vera í samkeppni við sam- bærilegar afurðir, m.a. ansjósur og hrossamakrfll en mikið vant- ar af slfku hráefni í dag". Þátttakendur í verkefninu hér fyrir austan eru SVN og SR mjöl en einnig koma Naustin í Reykjavík, HEINDL í Þýska- landi, Probenius í Danmörku, síðastnefndu fyrirtækin eru í eigu Samherja. Rannóknaraðilarnir sem taka munu þátt í verkefninu eru Fraunhoffer-institute fiir verfa- hrenstechnik und verpackung, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins, Hönnun og ráðgjöf og FIRI (Fishing industri research institute of South Africa). Verkefnið sjálft mun taka alls 2 ár og mun þáttur fyrirtækjanna skiptist til helminga á móti styrk Evrópusambandsins. Þátttaka er að mestu í formi beins eigin kostnaðar en fjármunir frá Evrópusambandinu fara síðan í að greiða rannsóknaraðilum. Fulltrúar flestra fyrirtœkjanna og stofnanna sem taka þátt í verkefninu. LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Guómundsson - Helgi Jensson Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 EgilsstaÖir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 Tilbo =1 ^**¦<&>

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.