Austurland


Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 3 Aldrei fleiri konur í stjórn AfAust Aðalfundur AfAust var haldinn síðastliðinn föstudag á Hótel Héraði á Egilsstöðum og mættu um 30 manns á fundinn. Segja má að gestir fundarins hafi setið tvo fundi því aðalfundarfulltrúar sátu einnig stofnfund Fræðslu- nets Austurlands sem haldinn var sama dag og tóku gestir þátt í þeim fundi í gegnum nýjan fjarfundarbúnað AfAust sem kynntur var gestum aðalfundar. A fundinum var kynnt könn- un sem Rannsóknarstofnun Há- skólans á Akureyri gerði um við- horf stjómenda fyrirtækja, stofn- ana og sveitarfélaga til atvinnu- þróunarstarfs ásamt því að í- mynd Atvinnuþróunarfélags var könnuð, svo og viðhorf til Þró- unarstofu Austurlands. Könnun, sem gerð var síðastliðið haust, er að sögn Gunnars Vignissonar, framkvæmdastjóra AfAust, hluti af innra eftirliti og gæðaeftirliti stofnunarinnar. I könnuninni kom meðal ann- ars fram að mikill meirihluti stjórnenda á Austurlandi er hlynntur starfi stofnunarinnar en um 78% stjórnenda á Austur- landi telja að atvinnuþróunar- starf í núverandi myndi eigi rétt á sér. Ennfremur telja 61% þeirra sem svöruðu að þeir eigi eftir að nýta sér þjónustu félags- ins. Einnig kom fram í könnun- inni að helstu kostir við atvinnu- þróunarstarfa á Austurlandi sé að það veiti aðgang að sérfræði- þekkingu og hagnýtum upplýs- ingum sem styðja við nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu. I könnun- inni kom fram að 33% fyrir- tækjanna sem tóku þátt höfðu átt samstarf við Þróunarstofu Aust- urlands og hafði meirihluti þeirra góða reynslu af þeim samskiptum. A fundinum fór einnig fram kynning og umræður um ný byggðaverkefni stofnunarinnar og hlutverk í byggðaþróunar- málum. Gerður hefur verið nýr samningur við byggðastofnun um starfsemina en þar er gert ráð Þróunarstofa Austurlands rrf Á atvinnuþróunarstarf í núverandi mynd rétt á sér að þinu mati? Sjávar* Landbúnaóur Vctslunog Opinber Matvæla- lðnaöur Önnur Fleiricnein Vantar útvegur þjónusta þjónusta iðnaður starfscmi startsgrein starfsgrein □ Svararekki gJá □ Nei Mikill meirihluti stjornenda fyrirtœkja, stofnana og sveitarfélaga á Austurlandi er hlyntur atvinnuþróunarstarji í einhverri mynd fyrir að félagið taki að sér verk- efni á sviði byggðaþróunar. “Við höfum fengið eitt erindi frá byggðastofnun um slíkt verkefni nú þegar og á fundinum vorum við að ræða þetta nýja hlutverk og hvemig við myndum standa að slíkum málum. Við teljum mjög æskilegt að það séu tengd saman verkefni á þessum tveimur sviðum, þ.e. sviði at- vinnuþróunar og byggðaþró- unar. En verða breytingar í starfi byggðastofiumar? „Við höfum áhuga á að breyta Stofnfundur Föstudaginn 30. október, kl. 16 var haldinn stofnfundur Fræðslu- nets Austurlands. Meðal dag- skrárliða á fundinum var ávarp formanns Háskólanefdar SSA þar sem Fræðslunetið var kynnt og skipulagsmál fræðslunetsins voru kynnt. Að því loknu lýsti menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, starf Fræðslunets Austurlands formlega hafið. Stutt kynning á Fræðslu- netinu: Megintilgangur Fræðslunets Austurlands er tvíþættur. Annars vegar að hlutast til um að boðið verði upp á aukið háskólanám á Austurlandi frá starfandi háskól- um, m.a. með aðstoð nýjasta fjarskiptabúnaðar, og hins vegar að efla símenntun og fullorðins- fræðslu í fjórðungnum á sem flestum sviðum. Fræðslunetið er tengiliður á milli háskólastofn- ana (og jafnvel nokkurs konar Fræðslunets Austurlands Fundargestir hlýddu á erindi sem flutt voru víðsvegar í Jjórðungnum ígegnum hinn nýja fjarfundabúnað. Ljósm. as útstöð þeirra) og annarra stofn- ana sem hafa upp á styttra eða lengra nám að bjóða, og ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Það kynnir, skipu- leggur og miðlar námi til íbúa Austurlands sem kunna að óska eftir því hverju sinni. Háskóla- nefnd SSA, sem unnið hefur að undirbúningi stofnunar fræðslu- netsins, telur að hér sé um mikil- vægt mennta-, atvinnu- og byggðapólitískt mál að ræða. Eftirfarandi eru stofnaðilar að Fræðsluneti Austurlands: Bænda- skólinn Hvanneyri, Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Islands og Sam- vinnuháskólinn Bifröst, Fram- haldsskólinn í Austur-Skafta- fellssýslu, Hússtjómarskólinn á Hallormsstað, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands. Stofnaðilar eru einnig Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, samtök launþega og atvinnurekenda svo og einstök fyrirtæki á Austurlandi. Stofnfundur Fræðslunets Austurlands fór fram í gegnum gagnvirkan sjónvarpsbúnað sem staðsettur er í Verkmenntaskóla Austurlands, Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Mennta- skólanum á Egilsstöðum, Há- skólanum á Akureyri, Háskóla Islands og Bændaskólanum á Hvanneyri. Háskólanefnd SSA kom saman í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. áherslum í starfi þar og að aðilar innan fjórðungs vinni meira í þessum málum. Okkur hefur verið falin meiri ábyrgð því frumkvæði og samvinna var skilyrði í samningum milli Byggðastofnunar og Atvinnu- þróunarfélagsins. Núna á næst- unni verðum við að sýna að við stöndum undir því. Hvað manna- ráðningar varðar þá er ekki búið að afráða hvort við bætum við föstum starfsmönnum eða hvort við verkefnaráðum og kaupum að verkefnum en þó finnst mér líklegt að síðari kosturinn verði valinn eins og málin standa í dag“. Tvær tillögur voru einnig lagðar fyrir fundinn: 1. Tillaga um skipan nefndar til að endurskoða lög og form félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að kaupa húsnæði fyrir þróunarstofuna ef það fæst á viðráðanlegum kjör- um. Báðar tillögurnar voru sam- þykktar og unnið verður í þessum málum á næstu vikum. Að lokum var stjóm félagsins kjörin. Tvær breytingar urðu á aðalstjóm en Sigurbjörg Hjalta- dóttir á Reyðarfirði og Sigurborg Hannesdóttir á Egilsstöðum voru kosnar í stjórn (sú síðarnefnda sem fulltrúi Byggðastofnunar en Isak Olafsson á Reyðarfirði og Elísabet Benediktsdóttir, Reyðar- firði, hættu stjómarsetu. Það vek- ur athygli að hinir tveir nýju aðil- ar sem koma í aðalstjórn eru konur en einnig voru kosnar þrjár konur í varastjórn, þar sem engin kona var áður. „Félagið hefur verið dálítið karlaveldi fram að þessu“, sagði Gunnar í samtali við blaðið. „Það var engin kona áður í varastjórn en tvær í aðalstjórn. Eins og staðan er í dag eru fimm konur alls í stjórninni en þær hafa mest verið tvær áður. Eg vona svo sannarlega að þessi þróun haldi áfram og konurnar haldi áfram að koma sterkar inn í þetta starf‘, sagði Gunnar að lokum. Próunarstofa fiusturlands auglýsir: í tengslum við alþjóðlegt þróunarverkefni sem miðar að því að koma á samstarfi norskra og íslenskra fyrirtækja eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu beðnir um að hafa samband við Hrein Sigmarsson, alþjóðaráð- gjafa Þróunarstofu Austurlands sem fyrst í síma 471-2545 eða á netfang: afaust_hs@eldhorn.is Slöngur - Barkar - Tengi Söluaðilar á Austurlandi: Bílar og vélar, Vopnafirði Síldarvinnslan, Neskaupstað Björn og Kristján, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga LANDVÉLAR HF Smiðjuvegi 66 - Kópavogi - 9 557 6600

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.