Austurland


Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 05.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 Ólafur Sigurðsson Flottinn af landsbyggðinni Af vandamálum landsbyggðar- innar er fátt alvarlegra en fólks- fækkunin. Nú er það svo að eng- an þarf að undra að þróun síðustu áratuga sé sú að fólk leiti úr fá- menninu í fjölmennið. I fjöl- menninu felast oft möguleikar sem ekki bjóðast annars og flest verður hagkvæmara með aukn- um íbúafjölda. Forystumenn landsbyggðarinnar þurfa að taka höndum saman og leita að raun- verulegum ástæðum fólksflótt- ans. Hver er ástæða flóttans? Hverjum er um að kenna? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Mér finnst stund- um að ráðamenn landsbyggðar- innar séu í ákveðinni vamar- stöðu þegar þessi mál eru til um- ræðu og festist of mikið í því að kenna öðrum um þróunina. Nei- kvæð umræða um breytingar sem ættaðar eru frá hinum háu Þad ER ódýrara en þú heldur að vera áskrífandi að Austurlandi Arteins 1470 kr. á þriggja mánaða fresti 400.- Kr. ð niðnuði eöa 122.- kr. per blaö Brt þú áskrifandi? Askriftarsími 477-1571 ráðuneytum eru talandi dæmi um þetta. Fyrstu viðbrögðin eru oftast þau að finna þeim allt til foráttu, frekar en að skoða með jákvæðum huga hvort ekki leynist sóknarfæri í væntanlegum breyt- ingum. Dæmi um þetta tel ég vera umræðuna um Heilbrigðis- stofnun Austurlands. Fólksflótt- inn af Austurlandi er mál allra Austfirðinga og við verðum að fara að líta á hann sem slíkan. Viðvarandi læknaskortur og léleg þjónusta á heiibrigðissvið- inu er eitt af vandamálum lands- byggðarinnar. Austfirðingar eiga að standa saman um að gera þær kröfur til ríkisvaldsins að tryggður verði rekstrargrundvöllur þess- arar nýju stofnunar. Ljóst er að til að svo megi verða þarf að koma til meira fjármagn til þessa málaflokks en nú er. í betra skipulagi, samvinnu og jafnvel samnýtingu á sérhæfðu starfs- fólki geta falist möguleikar á efl- ingu sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva á svæðinu. Við megum fyrir alla muni ekki falla í þá gryfju að engu megi breyta. Hér á Austurlandi er þjónusta heil- brigðisstofnana víða með ágæt- um og ég tel að við þurfum ekki að óttast það að sú þjónusta eigi eftir að versna með tilkomu þess- arar nýju stofnunar. Við eigum að taka af fullum krafti þátt í þeirri vinnu sem fram undan er í skipulagi heilbrigðismála á Austurlandi og taka þannig þátt í að byggja upp heildstætt heil- brigðisþjónustukerfi öllum íjórð- ungnum til hagsbóta. Setjum metnað okkar í að tryggja öfluga framtíð HAUS og lítum á það sem jákvætt sóknarfæri inn framtíð Austurlands. Og umfram allt, hættum þessu endalausa svartnættisrausi og stöndum saman um að gera fjórðunginn sem byggilegastan. Veríð sœl að sinni Eru að ráðast í metnaðarfullt nýsköpunarverkefni Þróunarstofa Austurlands er um þessar mundir að ráðast í metn- aðarfullt nýsköpunarverkefni ÞRASAÐ WÐ ÞOKUNA Meðal þess litla, sem Steinn Steinarr skáld lét koma á prent eftir sig í lausu máli á sínum tíma, eru fjórar örstuttar greinar sem birtust í blaði er nefndist Hádegisblaðið, og kom út í Reykjavík skamma hríð árið 1940. Þetta eru hugleiðingar um lífið og tilveruna í herteknum bæ, fullar af furðulegum þversögnum og óborganlegu gríni. Að Steini látnum komu þær á ný út í litlu kveri, „Við opinn glugga“ 1961 og loks í heildarsafni verka hans 1982. Eg kynntist þessum ritsmíðum í kverinu frá 1961. í þeim þótti mér slegnir neistar þvílíkir að ég hef í rauninni ekki orðið samur maður síðan ég las þær fyrst fyrir 37 árum, og enn lít ég yfir þær mér til hugbótar þegar mér þykir ilia ára í andlegum efnum og þá ekki síst til þess að hressa mig ögn við eftir sjónvarpsdagskrána á kvöldin. I einni þeirra stendur m.a.: „Það er annars undarlegt hvað maður gengur mikið í þessum heimi og ég held, að það sé ekki fullsannað, hvað það á að þýða. Ég hef alltaf verið á gangi frá því ég man eftir mér, út og suður, upp og niður. Ég hef meira að segja gengið aftur á bak. Sumir menn fara ríðandi eða akandi um allt, og það veit enginn, hvað það á að þýða. Sennilega eru menn að leita að hamingjunni eða vísdómnum". Þessari ályktun fylgja svo grimmilega fyndnar athugasemdir sem hér verður sleppt rýmisins vegna. I annarri grein verður þessi kenning lesin: „Það er gott að hugsa um sjálfan sig, í raun og veru á maður aldrei að hugsa um neitt annað. Maður á að hugsa hlýlega um sjálfan sig og með dálítilli respekt. Þó það sé engin sérstök ástæða til þess“. Nú er því ekki að leyna að ég hef fengið tilskipanir frá réttum aðilum um að ganga dálítið mér til heilsubótar og hef reynt að fylgja þeirra ráðum, en er á hinn bóginn svo lélegur skipuleggjandi að mér hefur ekki tekist að koma almennilegri reglu á þessi ferðalög, þótt ég sé meira og minna á stjákli um göturnar héma á Egilsstöðum á hverjum degi. Þetta er dálítið skemmtilegt rölt en því miður engan veginn gaman á við það að lalla á eftir rollum um mýrar og móa eins og ég gerði meðan svo átti að heita að ég væri nokkum veginn normal sveitamaður, en það er mjög langt síðan. Að kvöldlagi um vetumæturnar skrapp ég á spássértúr eftir að hafa horft og hlýtt á einn af þessum hugljómunarþáttum í sjónvarpinu þar sem spámenn og spekingar eru kvaddir á vettvang til þess að leysa eitt eða fleiri af vandamálum þjóðarinnar, sem því miður virðist tímgast þeim mun örar sem fleiri gefa sig fram með úræði sem koma eiga ósköpunum fyrir kattarnef. Ég lagði upp með það heilræð Steins í kollinum að hugsa svolítið hlýlega um sjálfan mig, þótt til þess hefði ég að vísu enga ástæðu enda varð útkoma þenkinganna heldur bágborin eins og sjá má: Ég er heldur feitur, hárlítill eldri maður sem hökti um brautimar, stundum eilítið glaður en oftast í fýlu eins og mér vera ber því ástandið kvað vera bölvað á landi hér. Ég staulast áfram stirðbusalegur í skrefi með staf minn og hatt, en kuldafiðring í nefi og hnerra mót vindi, bíð Herrann að hjálpa mér en hygg mig þó vita kvumig allt saman fer. Hvað dugar oss nú að hrópa, hrína og æja? Hugarins akur er búið að teðja og plægja. Lítið oss gagnast eftirá upphugsuð ráð því upp vér skemm rétt eins og til er sáð. S.Ó.P. sem miðar að því að koma aust- firskum fyrirtækjum í viðskipta- sambönd við norsk fyrirtæki. Verkefnið er samstarfsverkefni Þróunarstofu Austurlands, Rogalands Næringstjeneste og er unnið með styrk frá Norrænu Atlantsnefndinni, Atvinnuþró- unarsjóði Austurlands og Roga- iand fylki í Noregi. Hreinn Sig- marsson alþjóðaráðgjafi Þró- unarstofu Austurlands er um- sjónarmaður verkefnisins á Is- landi. Markmið verkefnisins er að koma á samstarfi á milii ís- lenskra og norskra fyrirtækja. Stefnt er að því að ávinningur fyrirtækjanna komi fram í aukinni alþjóðlegri samkeppnis- hæfni, aukinni þekkingu á sviði fyrirtækjasamstarfs, tækni- og vömþróun, framleiðslu og al- þjóðlegri markaðssetningu. Að lokum beinist athyglin að því að auka hagnað fyrirtækjanna og draga úr rekstrarkostnaði. Markmið verkefnisins er að finna samstarfsfleti á milli fyrir- tækja á Austurlandi og fyrir- tækja í Rogalandi fylki í Noregi. I Rogaland fylki búa rúmlega Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskiijörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó P V öruf lutningar Œ477 1190 360.000 manns og það einkenn- ist af mjög fjölbreyttu atvinnu- og mannlífi. Stavanger er höfuð- staður fylkisins með um 106.000 íbúa. Þrátt fyrir stærðina er í Rogaland-fylkinu einnig minnsta sveitarfélag Noregs sem heitir Utsira með 230 íbúa. Landbún- aðarframleiðslan í Rogalandi er sú umfangsmesta í Noregi bæði þegar litið er til fjölda ársverka og verðmætasköpunar. I strand- bænum Egersund er stærsti fisk- markaður Noregs en hann tók á móti 350.000 tonnum árið 1995 og er allur afli boðinn upp á EES svæðinu með aðstoð nútíma samskipta og fjarskiptatækni. Fylkið er eitt stærsta iðnaðar- svæði Noregs og miðstöð fyrir olíu- og gasframleiðslu. Að öðru leyti eru opinber þjónusta auk þjónusta einkaaðila á sviði fjár- magns, ferðaþjónustu, vöruvið- skipta o.fl mikilvægar atvinnu- greinar í Rogaland fylki. Okeypis smáar Tapað/fundið Lyklakippa með nokkrum lyklum og plötu með færeyska fánanum tapaðist í Neskaupstað. Finnandi vinsainlega skili henni á skrífstofu Austuríands. Til sölu Átta vetra, rauð meri til sölu. Uppl. í síma 477-1191 Til sölu 33“ jeppadekk á álfelgum, nán- ast ónotuð. Uppl. ís. 477-1629 Tapað/fundið Sá/sú sem tók grænan frakka í misgripum í fatahenginu í Egils- búð eftir Sálarshowið er vin- samlega beðinn um að hringja í s. 477-1428

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.