Austurland


Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 19. nóvember 1998. 41. tölublað. Fjarðalistinn hefur starfsemi bæjarmála- ráðs Fjarðalistinn er þessa dagana að koma af stað bæjarmála- ráði. Að sögn Gísla A. Gísla- sonar, formanns Fjarðalistans mun ráðið funda kvöldið fyrir bæjarstjórnarfundi, þ.e.a.s. á miðvikudagskvöldum og verður fundað á stöðunum þremur til skiptis og alltaf á sama stað og bæjarstjórnar- fundur fer fram daginn eftir. Á fundunum mun félögum gefast tækifæri til að kynna sér og ræða bæjarmálin og koma skoðunum sínum á framfæri við bæjarfulltrúa listans. Veiddi 80 rjúpur á einum degi Rjúpnaveiðar hafa verið á- gætar síðustu vikur og að sögn Helga Rafnssonar, for- manns Skotíþróttafélagsins Dreka, geta skotveiðimenn niðri á fjörðum ekki kvartað. Helgi segir flesta sem nenni á annað borð á arka á fjöll fá eitthvað þó auðvitað séu ekki allir eins fengsælir. Það eru a.m.k. fáir jafn fengsælir og Gísli H. Guðjónsson sem á dögunum fékk 80 rjúpur í einni veiðiferð sem er hreint ævintýralegt. Á Héraði hefur rjúpnaveiði hins vegar verið heldur dræm sem af er vetri Flugfélag íslands fækkar ferðum Frá og með 16. nóvember mun Flugfélag Islands leggja niður miðdegisferðir til Reykjavíkur ásamt því að leggja niður kvöldflug á sunnudögum. Þessi fækkun ferða er til komin vegna kröfu frá Samkeppnisstofnun þar að lútandi. Talsmenn Flugfé- lags íslands eru ósáttir við kröfu samkeppnisstofnunar og telja að ekkert standi í vegi fyrir því að íslandsflug fjölgi ferðum sínum. á móti. Eins og sjá má var aðkoman ekkifógur eftir brunann og.nemur tjónið sennilega milljónum króna. 244 fjár brann inni og var þar um að rœða allan bústofn býlisins og má segja að þar hafi orðið óbœtanlegur skaði. Dráttarvélin á myndinni eyðilagðist einnig í eldinum en hún var nýleg. Einnig brann allur heyjaforði býlisins og reyndist slökkviliðinu erfitt að slökkva íhonum. Mynd as Milljónatjón varð þegar útihús bæjarins Stóru-Breiðuvíkur við norðanverðan Reyðarfjörð brunnu til kaldra kola aðfaranótt mánu- dags. 244 fjár brann inni og einnig brann nýleg dráttarvél ásamt öllum heyjaforða býlisins. Að sögn Þorbergs Haukssonar, slökkviliðsstjóra Eskfirðinga og Reyðfírðinga, var áðkoman hræð- ileg og gat slökkviliðið engu bjargað. Þorbergur segir eldinn sennilega hafa brunnið síðan um miðnættið, en ekki barst tilkynn- ing til lögreglu fyrr en kl:07:00 um morguninn og var það trillu- Næst besta ár í sögu mjölverk- smiðju Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að loðnuveiðar hafi gengið talsvert verr en í fyrra er þetta ár orðið það næst besta í sögu verksmiðjunnar ef litið er á það magn afla sem unnið hefur verið. Þegar hafa verið unnin um 140.000 tonn af hráefni í verk- smiðjunni og munar þar mikið um blessaðan kolmunnann sem er orðinn um 37.000 tonn á árinu og má segja að hann sé ástæðan fyrir því að árið varð svona gott. Loðnuveiðar hafa þó gengið sæmilega síðustu daga og t.d. landaði Börkur 1650 tonnum á þriðjudagskvöld og Þórshamar landaði 850 tonnum í byrjun vikunnar. Síldveiðar hafa einnig gengið sæmilega og landaði Beitir 550 tonnum af síld í vikubyrjun og hefur hann alls landað 1900 tonnum síðan hann fékk leyfi til að veiða í flottroll. Megnið af þeirri síld sem Beitir hefur skilað á land hefur farið til manneldis og hefur því verið nóg að gera í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðustu vikuna. Mest virðist koma á land af afla í Neskaupstað þessa dagana, en þó er bæði verið að bræða loðnu og frysta og salta sfld á Seyðisfirði. sjómaður á leið til veiða sem varð eldsins var og hringdi í Neyðarlínuna. Slökkvistarfið gekk vel fyrir sig en þó tók langan tíma að drepa í glæðum enda erfitt að eiga við eld í heyi. Þegar rætt var við slökkviliðs- stjóra á þriðjudag var hann á leið út að Stóru-Breiðuvík til að slökkva í glæðum og er það til vitnis um hversu lengi getur lifað í gömlum glæðum. Bruninn er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir heimilisfólk og þó að fjárhags- legt tjón fáist e.t.v. bætt í trygg- ingum að einhverju leyti er sá bústofn sem búið var að rækta upp horfinn að eilífu. Barðinn með tundurdufl Tundurdufl kom í nótina hjá Barða á mánudaginn þar sem hann var að toga 20 mílur aust- suð-austur af Gerpi. Að sögn Sveins Benediktssonar, skip- stjóra, var duflið í raun komið í tvennt þegar það kom um borð, en tunnan sem geymir sprengiefnið var komin út úr belgnum á duflinu sjálfu. Strax var haft samband við sprengisérfræðinga Land- helgisgæslunnar og í samráði við hann var sprengiefnis- tunnan bundin og sjór látinn renna á hana. „Sprengisérfræðingurinn sagði að ef tunnan þornaði gæti sprengiefnið kristallast og það gæti orðið stór hættu- legt. Ef tunnunni er hinsvegar haldið blautri þá er engin hætta. Við gerðum þetta allt í samráði við hann. Hann sagði okkur að ef einhverjir vírar væru tengdir við tunnuna gæti hann ekki mælt með að við ættum við neitt. Hinsvegar var allt þegar komið úr sambandi, þ.e. allir vírar sem tengdir voru við kveikju, kveikju- hamar og forsprengju og því óhætt að fara þessa leið". Ekki er talin þörf á að koma í land með duflið sér- staklega og gert er ráð fyrir að sprengisérfræðingar gæslunn- ar muni koma austur þegar Barði kemur næst í land, sem lfklega verður um mánaðar- mótin. I kjölfarið verður dufli- nu eytt. LOGMENN AUSTURLANDIehr Adolf Guðmundsson - Hclgi Jcnsson Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jánsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax. 470-2201 K3l Fyrir eimilið BÖliUNARTÍlboðÍN hAÍÍN m* ,b**w» <&* Slai'lskral'lui* óskast seni fvrst m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.