Austurland


Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 2
 2 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 Austurland Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 477 1383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1373 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður » 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Enn um byggöarmál Það ætti ekki að þurfa að segja nokkrum Austfirðingi eða einstaklingum ættuðum héðan að austan að byggðamál er sá málaflokkur sem Austfirðingar þurfa að skoða vel á þessum síðustu og vestu tímum. Margt hefur verið reynt í þeim málum, atvinnuþróunarfélög hafa verði stofnuð, endalausir fundir hafa verið haldnir o.s.frv. Sérstök stofnun, Byggðastofnun, hefur verið sett á fót á vegum ríkisins til að sporna gegn þeim fólksfótta sem landsbyggðin hefur glímt við undanfarin ár. Þrátt fyrir allar tilraunir virðist sem vandinn hafi aldrei verið meiri en einmitt núna, og um leið aldrei brýnna að gera eitthvað róttækt. Um leið er bent á að meðan atvinnuástand á suð-vestur horni landsins er eins gott og raun ber vitni og þensla á höfuðborgarsvæðinu er viðvarandi er erfitt að gera nokkuð í málinu. Það virðist eins og hálfgerður uppgjafartónn sé kominn í fólk á landsbyggðinni og að fólksflóttinn sé hálfgert lögmál sem komið er til að vera. Þetta er hreinlega ekki raunin. Vandamálið er í rauninni að það sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða er hreinlega eftirsóknarverðara í augum landsmanna heldur en það sem landsbyggðin býður upp á. Hægt er að draga vandann saman í eina setningu: Reykjavfk selur sig sjálfkrafa meðan landsbyggðin þarf að auglýsa sig. Og er það ekki kjarni málsins? Þarf ekki að benda fólki sem býr í Reykjavík á þá kosti sem landsbyggðin hefur á að borðstólnum? Vandamálið er að fjölmiðlar eiga það til að einblína á það sem miður fer. Umfjöllun um landsbyggðina sem nær eyrum höfðuborgarbúa er aðallega um snjóflóð, eldsvoða, náttúruhamfarir, góðar síldveiðar og svo einn og einn sérvitring á borð við Kidda vídeóflugu og Guðmund gamla Stalín. En hvað er það sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða? Jú, t.d. kyrrð og ró, góða atvinnumöguleika, ódýrt húsnæði, nálægð við náttúruna og margt fleira. Hvað ætli margir höfuðborgarbúar hafi íhugað þann möguleika að selja blokkaríbúðina sína og kaupa lítið hús með garði á landsbyggðinni, taka allt sitt og stinga af úr ys og þys stórborgarinnar? Er ekki hugsanlegt að reyna að selja höfuðborgarbúum þennan kost á þann hátt sem þeir þekkja best, með auglýsingum? Einnig væri hægt að stofna apparat í Reykjavík sem sérhæfði sig í að flytja fólk út á land. Þangað væri hægt að leita og viðkomandi stofnun/fyrirtæki fyndi húsnæði, atvinnu, leiðir til að flytja fjölskylduna og gæti einnig gefið allar upplýsingar um kostað og annað slíkt. Er ekki líklegra að slík stofnun skilaði árangri en enn einn fundurinn þar sem ályktað væri um byggðamál og ríkisstjórnin væri hvött til að beita sér í málinu? Slíkt hefur verið gert nógu oft. En auðvitað er ekki nema hálfur vandi leystur með þessum hætti. Það þarf einnig að stöðva fólksflóttann, en það er hann sem er vandamálið, ekki að fólk flytji ekki í nægilegum mæli frá Reykjavík út á land. Þennan vanda þarf að leysa sem fyrst og róttækra aðgerða er þörf. k- 60 0R W -s A bs@s Getraunaleikur Þróttar Getraunaleikurinn fór vel af stað um síðustu helgi, fjórir hópar náðu 11 réttum og þrír hópar náðu 10 réttum. Það vakti helst athygli að tveir nýir hópar sem taka þátt í sinni fyrstu keppni náðu 11 réttum, en það eru Skotturnar og Gils ykkni. Aðrir hópar með 11 rétta voru Mónes og Sigurjón.Sterkir tipphópar eins og Gufumar og Tippverkur voru aðeins með 9 og 8 rétta. Leikurinn stendur yfir í 10 vikur og gilda 8 bestu vikurnar í keppninni þannig að það er ekki of seint að byrja. Stað efstu hópa er þannig. 1-4 Skottumar 11 1-4 Gils ykkni 11 1-4 Mónes 11 1-4 Sigujón 11 5-7 3 Fuglar 10 5-7 Lækurinn 10 5-7 BH 10 Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl 19.30-21 og laugardaga kl 10-13. Félagsnúmer Þróttar er 740. Alltaf heitt á könnunni. Blak Þróttur vann fyrri leikinn- tapaði þeim seinni Karlalið Þróttar lék tvo leiki í fyrstu deildinni í blaki um síð- ustu helgi og var leikið við Stjömuna frá Garðabæ. Leikimir vom afar jafnir og spennandi og hafði Þróttur sigur í fyrri leikn- um 3-2 en Stjarnan í þeim seinni 3-2. F östudagsleikurinn Á föstudag sigraði Þróttur 3-2 eins og áður sagði og fóru hrin- urnar 15-6, 15-7, 14-16, 8-15 og 17-15. Það leit út fyrir að þeir sem lögðu leið sína í íþróttahús- ið hefðu þar skamma viðdvöl því tvær fyrstu hrinumar tóku aðeins 38 mínútur, en þó fór svo að leikurinn tók alls 112 mínút- ur. I tveimur fyrstu hrinunum lék Þróttarliðið á alls oddi, glæsilegt uppspil og leikfléttur þjálfarans Apostol Apostolov, ásamt sterk- um uppgjöfum lögðu grunninn að sigri Þróttar í hrinunum og má segja að liðið hafi leikið við hvern sinn fingur og sótt stans- laust. Þessi sókn Þróttara entist hins vegar ekki nema tvær hrin- ur því í þriðju hrinunni var allur vindur úr okkar mönnum og lék Stjömuliðið afar vel í hrinunni sem endaði 14-16 þeim í vil. Fjórða hrinan var svo hrina Stjörnumanna sem völtuðu yfir Þróttara og endaði hún með 8-15 sigri Stjörnunnar. Áhorfendur létu hins vegar vel í sér heyra í lokahrinunni og fóm Þróttarar vel af stað og komust í 4-0. Hrinan varð svo afar jöfn og endaði hún 17-15 Þrótti í vil sem hafði þar með unnið leikinn. Þróttarliðið lék mjög vel í heild sinni fyrstu tvær hrinurnar og þá síðustu. Það var þó sérlega gaman að fylgjast með leik- mönnum eins og Þórami Omars- syni sem er afar sóknþungur leikmaður þrátt fyrir að vara sá lágvaxnasti í liðinu og hefur hann sérstakan hæfileika í að slá í hávörn andstæðinganna og út af. Matthías Haraldsson verður þó að teljast maður leiksins í Þróttarliðinu. I Stjörnuliðinu stóðu Norðfirðingurinn Emil Gunnarsson og Vignir Hlöðvers- son upp úr og skoraði Emil m.a. 4 stig beint úr uppgjöfum. Einnig var Róbert Hlöðversson, yngri bróðir Vignis, Norðfirð- ingum skeinuhættur og lék hann Þróttarvörnina oft grátt með smössum sínum. Laugardagsleikurinn Leikurinn á laugardag einkennd- ist af taugaóstyrk og mistökum fyrstu hrinuna. Stjömuliðið kom mjög ákveðið til leiks og réðu Þróttarar ekkert við uppgjafir gestanna og tók hrinan aðeins 16 mínútur. I annarri hrinunni var móttaka Þróttara betri og nú bar svo við að Stjömumenn réðu ekkert við uppgjafir þeirra. Þróttarar unnu svo einnig Þriðju hrinuna 15-13. Varkárni ein- kenndi svo fjórðu hrinuna, en hún fór 13-15 Stjörnunni í vil. Stjaman vann svo oddahrinuna 13-15. Af Þrótturum stóð Matthías Haraldsson sig einna best þegar á heildina er litið, Kristján Sig- urþórsson og Brynjar Pétursson áttu einnig góða spretti svo og Þórarinn Omarsson. Af liði and- stæðinganna er það helst að segja að Emil Gunnarsson átti frábæran leik og fór hann nánast hamförum á köflum. Emil skor- aði 12 stig úr smössum, eitt stig úr uppgjöf og fjögur úr hávöm, alls 16 stig og má því segja að hann hafi klárað heila hrinu fyrir Stjörnumenn. Lið Stjörnunnar sýndi meiri breidd en kvöldið áður og m.a. voru Róbert Hlöð- versson og Sigurður Jónsson að gera þar góða hluti. I þeim tveimur umferðum sem fram hafa farið í Neskaup- stað hefur dómgæslan verið kapituli út af fyrir sig og ef ekki verður breyting á verður blakið ekki lengur þessi prúðmannlegi og skemmtilegi leikur sem það hefur verið til þessa. Dómarar mega ekki vera hræddir við að sýna gula og jafnvel rauða spjald- ið. Þetta á þó fyrst og fremst við um karlaleikina. Spyrja má hvort þetta stafi af því að dómaramálunum sé lítið sem ekkert sinnt og ef svo er verður að verða breyting á. Blakarar hafa gjaman stært sig af því að blakið sé sú íþrótt sem býður upp á leik án stympinga, hrindinga og annarra líkamlegra pústra, en framkoma eins og sést hefur í þessum fyrstu leikjum vetrarins er ekki boðleg. Breyt- um þessu því strax! Frá Heilbrigðisstofnuninni Neskaupstað Hildur Harðardóttir sérfræðingur í kvensjúkdómum verður hér dagana 30. nóv. - 4. des. n.k. Guðjón Haraldsson þvagfærasérfræðingur verður hér dagana 7. - 11. des. n.k. Tímapantanir í síma 477 1400 fró kl. 8 - 1 0 fyrir hódegi Heilbrigðisstofnunin í Neskaupstað as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.