Austurland


Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 Steinninn orflinn vinnustofa og gallerí Um helgina hélt Madda í Stein- inum myndlistarsýningu í vinnu- stofu sinni. þar sem hún sýndi 11 myndir sem allar eru unnar á því að ég vinn á þennan hátt er að mér finnst þetta skila svo fall- egri birtu og ég hef mjög mikinn áhuga á að vinna með ljósið og Textíllistakonan Madda hefur hreiðrað um sig í steininum og þar hefur hún útbúið sér vinnuaðstiiðu sem einnig mú nota sem gallerí. Mynd ab þessu ári. Hún er textíllistamað- ur og lærð sem slík frá Myndlist- ar og handíðaskóla Islands. „Strax í skólanum lagði ég á- herslu á tauþrykk og í raun má segja að ég hafi fallið fyrir þessari grein lista þar“, sagði Madda í samtali við blaðið. „Síðan hef ég nær eingöngu verið í slíkri myndlist. Myndirn- ar á sýningunni eru reyndar ekki þrykktar en ég nota sömu efnin, t.d. mála ég á Viscose-efni og mála með olíulitum sem gerðir eru fyrir textíliðnaðinn. Þetta vinnur ákaflega skemmtilega saman og þó þetta sé yfirleitt notað í þrykk þá nota ég þessi efni til að mála með. Allar myndirnar á sýningunni eru unnar á þann hátt sem ég lýsti hér að ofan. Astæðan fyrir birtuna í þessum efnum. Ég fékk vinnuaðstöðu í byrjun ágúst og þá réðst ég í þetta af fullum krafti og í raun með hálfgerðu offorsi. Ég hafði ekki verið með vinnuaðstöðu sem passar fyrir þessa vinnu nokkuð lengi, en það þarf nokkuð sérhæft um- hverfí fyrir þessa tegund list- sköpunar. Því má segja að ég hafi verið með mikið af uppsöfn- uðum hugmyndum og í rauninni „að springa" þegar ég gat loksins farið að vinna. Ég hef orðið fyrir gífurlegum áhrifum frá því um- hverfi sem ég hef verið í undan- farið ár, ég flutti hingað austur fyrir rúmu ári síðan, en ég kem frá Reykjavík. Náttúran og fjöll- in sitja mjög föst í mér og það kemur fram í verkunum". En hvernig er að vera lista- maður í Neskaupstað? „Ef ég hef aðstöðu get ég bú- ið hvar sem er og stundað mína listsköpun. Þetta er mín vinna í dag og ég vil láta reyna á það hvort ég get stundað þessa vinnu hér. Þessi málverk eru reyndar bara hluti af því sem ég geri því ég „þrykki" líka. Ég bý m.a. til þrykk á efni og tau, ýmist munstrað eða handmálað. Það fer reyndar mjög eftir skapinu á mér hvað ég er að vinna við í hvert skipti". Og þá aðeins um sýninguna: „Það má í rauninni segja að sýningin lýsi minni sýn á sum- arið 1998 á Austurlandi og fyrir mér er mjög mikil náttúra í þess- um myndum. Myndirnar eru svolítið dökkar en ég sá sumarið allt í gegnum rigningu. Ég hafði séð fyrir mér mjög ljósar og litríkar myndir sem lýstu sumar- stemmingunni héðan en í sumar má segja að við hjónin hafi fokið milli fjarða þegar við vorum að skoða okkur urn og það var alltaf rigning. Myndirnar bera líka keirn af þessari upplifun minni af Austurlandi". Hvernig hafa Austfirðingar tekið sýningunni? „Þeir tóku henni mjög vel. Það var t.d. góð aðsókn og alla helgina var stöðugur straumur af fólki. Það seldust einnig nokkur verk á þessum stutta tíma. Það var alltaf einhver inni á sýning- unni og alls mættu á annað hundrað manns lil að skoða sem er mjög gott á ekki meiri tíma og ekki á stærri stað. Þetta er búið að vera mjög gaman. Ég var einn- ig með sýningunni að opna húsið opinberlega. Það eru allir vel- komnir á vinnustofuna mína til Landssíminn hafði þegar leigt húsnæði Baugs Samkvæmt heimildum blaðsins standa nú yfir samningar milli Landsíma Islands annarsvegar og eignaraðila nýju verslunar- miðstöðvarinnar á Egilsstöðum hinsvegar um húsnæðismál. Málið snýst um að Landsíminn var búinn að skrifa undir samn- ing um leigu á húsnæði undir verslun fyrirtækisins á besta stað á neðstu hæð verslunarmiðstöðv- arinnar. Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið hefur Baugur hinsvegar leigt sama pláss undir fyrirhugaða verslun sína á Egilsstöðum. Austurland hafði samband við Gunnar Sig- björnsson, þjónustustjóra Land- símans á Egilsstöðum og for- vitnaðist um það hvemig málið stæði. „Síðast þegar ég frétti voru samningar ennþá í gangi um flutning okkar á efri hæð hús- næðisins. Ég á von á að samn- ingar takist núna á næstu dög- um. Þetta þýðir hinsvegar að við opnum sennilega ekki fyrr en eftir áramót". Starfsemin sem Landsíminn ætlar að fara af stað með í hinu nýja húsnæði er sölu og þjón- ustumiðstöð símans. Um er að ræða verslun þar sem m.a. verð- ur sala á símabúnaði og öllu sem tilheyrir símaþjónustu ásamt al- mennri þjónustumiðstöð fyrir viðskiptavini Símans. „Við erum með samning um 100 fm. aðstöðu á jarðhæð. Núna er hinsvegar verið að vinna að samningum um pláss á 2. hæð í staðinn. Síminn mun ekki standa í vegi fyrir að Baugur komi með verslun hingað austur og núna er verið að slípa örfáa þætti en fljótlega ætti að nást að ganga frá öllum endum. Við hefðum getað staðið á samningnum ef við hefðum viljað en samningur húseiganda við Baug var með fyrirvara um að samningar næðust við Lands- símann. Vorum með besta pláss- ið á jarðhæð en við ætlum að færa okkur til. Við teljum það öllum til góða því slík verslun yrði vítamínsprauta fyrir fjórð- unginn og við viljum styðja svona mál“, sagði Gunnar að lokum. að fylgjast með mér vinna eða bara að spjalla og skoða það sem ég hef verið að vinna við. Hvað húsnæðið varðar þá var ég mjög heppin. Steinninn er á besta stað í bænum og húsið sjálft er yndis- legt. Ég hefði ekki getað fengið betri aðstöðu. í framtíðinni hef ég mikinn áhuga á að setja upp fleiri sýningar í þessu húsnæði og jafnvel á einhverju öðru en mínum eigin verkum. Vonandi get þannig verið með stöðugar sýningar í gangi. Þrátt fyrir að margir hafi komið á sýninguna um helgina er líklega þekktasta verk Möddu þessa dagana leikmyndin í Sálarshowi Brjáns, en nokkur hundruð manns hafa vafalaust dáðst að leikmyndinni, sem Madda hannaði, um leið og þeir nutu fagurra tóna úr smiðju Brjáns. Af vettvangi bæjarstjornar Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps hélt fund 5. nóvember sl. Skal hér greint frá nokkru af því sem fjallað var unt á fundinum: - Bæjarstjórn samþykkti að óska eftir því að matsmenn fasteigna á snjóflóðahættusvæðum í Neskaupstað hittu umbjóð- anda eigenda eignanna í því skyni að endurskoða mat fasteign- anna. - Tilkynnt var að vinabærinn Esbjerg í Danmörku myndi senda sveitarfélaginu jólatré að gjöf. Jafnframt var upplýst að vina- bærinn Eskilstuna í Svíþjóð byði til vinabæjarráðstefnu dagana 16.-18. júní á næsta ári. - Lögreglusamþykkt var samþykkt fyrir hið nýja sveitarfélag. - Rætt var um með hvaða hætti ætti að velja löggiltan endurskoðanda fyrir nýja sveitarfélagið. Ákveðið var að funda með fulltrúum fyrirtækjanna sem önnuðust endurskoðun sveitarfélaganna þriggja fyrir sameiningu. - Greint var frá stöðu mála í viðræðum fulltrúa kennara og sveitarfélagsins um kjaramál kennara. - Fjallað var um uppbyggingu tölvukerfis fyrir sveitarfélagið en tölvumálin hafa verið í undirbúningi síðustu mánuði. -Bæjarstjóm samþykkti þjónustusamning sem gerður hefur verið á milli Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og Hulduhlíðar á Eskifirði. - Samþykkt var að leita skuli tilboða frá Sparisjóði Norðfjarðar og Landsbanka Islands í innheimtu fasteignagjalda. - Tilkynnt var að umsókn sveitarfélagsins um þátttöku í umhverfisverkefninu Staðardagskrá 21 hefði verið samþykkt. Undirbúningur verkefnisins mun hefjast á næstunni. - Bæjarstjórn samþykkti að fela starfshópi sem fjallað hefur um val á nafni á sveitarfélagið að annast kynningu og framkvæmd skoðanakönnunar á meðal íbúanna um nöfnin Fjarðabyggð og Sveitarfélagið Miðfirðir. Örnefnanefnd hefur þegar samþykkt þessi nöfn fyrir sitt leyti en hafnað öðrum tillögum. - Greint var frá því að Sparisjóður Norðfjarðar hafi fært félags- miðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfírði fullkominn tölvubúnað að gjöf. Gjöfin var afhent í tilefni af tilkomu afgreiðslu sparisjóðsins á Reyðarfirði. - Miklar umræður urðu um ráðningarsamning bæjarstjóra. Að umræðum loknum var samningurinn samþykktur með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutans. Fulltrúar Framsóknar- flokks sátu hjá, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn samningnum. Áður hafði samningurinn verið samþykktur í bæjarráði með fjórum atkvæðum gegn einu. - Samþykkt var að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna áfram að flutningi á starfsemi Hafrannsóknastofnunar til hins sameinaða sveitarfélags. - Fram kom að Sveinborg Sveinsdóttir, félagsmálastjóri, sem verið hefur í leyfi frá störfum að undanfömu, mun ekki koma til starfa á ný. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. - Menningarnefnd sveitarfélagsins er um þessar mundir að undirbúa tónleikahald. Þá hefur nefndin skipað fímm manna starfshóp til að undirbúa hátíðarhöld í tilefni af því að 70 ár verða liðin frá því að Neskaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi á næsta ári. - Frarn kom að vinna við undirbúning fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélagsins er þegar hafin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.