Austurland


Austurland - 19.11.1998, Side 5

Austurland - 19.11.1998, Side 5
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 5 Alla Borgþórs- Brothætt Á dögunum kom út platan „Brothætt“ með Öllu Borgþórs frá Seyðisfirði. Blaðamaður sett- ist niður og hlustaði á plötuna til að reyna að draga upp mynd af henni fyrir lesendur og í stuttu máli má segja að platan sé afar áheyrileg. Lögin eru vel samin og fjölbreytilegum tónlistar- stefnum bregður fyrir á henni þótt platan eigi sér mjög greini- legan hljóm. Alla semur einlæga og persónulega texta og tónlistin er mjög tilfinningarík á köflum. Hljóðvinnsla plötunnar hefur tekist sérlega vel og má segja að hljómurinn á henni sé mjög nú- tímalegur. Hefðbundnum hljóð- færum og elektrónískum hljóð- um er blandað skemmtilega sam- an, en þau hljóð sem eiga upp- runa sinn í tölvum og hljóð- gervlum gefa plötunni aukna dýpt og fágaðra yfirbragð. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er mjög góður. Bassaleikur Þórðar Guðmundssonar er lýtalaus og á köflum mjög skemmtilegur eins Góð aðsókn er að tónlistarskól- anum á Egilsstöðum og mikið um að vera í skólanum. I vetur eru nemendur 121 sem er svip- aður fjöldi og sl. vetur en kenn- arar eru 9 auk skólastjóra í 6 stöðugildum. Síðastliðið skólaár var hafin samvinna milli Grunnskólans á Egilsstöðum og Tónlistarskólans. Forskóladeild- in var flutt inn í grunnskólann. Kennari frá tónlistarskólanum aðstoðar tónmenntakennara við tónlistarkennslu. Þetta fyrirkomu- lag hefur reynst vel og verður væntanlega þróað áfram. Reglulegir, opinberir tónleik- ar hafa verið á vegum Tónlistar- skólans frá því í september þar sem nemendur á efri stigum hafa og í lagi nr. 8 sem heitir „Skýin vita það“. Senuþjófurinn meðal hljóðfæraleikaranna er hins veg- ar Tómas Tómasson sem á afar frumlegan gítarleik á plötunni sem á stóran þátt í að gefa henni yfirbragð sitt. Ásamt þeim Þórði og Tomma léku þeir Einar Bragi Bragason, saxafónleikari, og Kjartan Valdimarsson, harmo- niku- og píanóleikari, með Öllu á plötunni. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort platan nær eyr- um fjöldans, en eins og allir vita eru það fyrst og fremst útvarps- stöðvarnar sem ákveða hvort svo verður og það er fullt af fábærri tónlist sem fær aldrei neina spil- un. Hins vegar verður enginn svikinn af því að kaupa þess plötu því hún er aldeilis prýðileg og stenst samanburð við flest sem er að gerast í íslensku poppi. Af þeim lögum á plötunni sem komið fram til undirbúnings fyr- ir stigpróf. Auk þess hafa verið fimm músíkfundir þ.s. ungir nemendur eru skyldugir að spila. Músíkfundir fara fram í Tónlist- arskólanum. Master Class með söngvurum er á miðvikudögum kl. 17.00 í Egilsstaðakirkju þar sem Keith Reed vinnur með nemendum sínum og undirbýr þá undir stigpróf og tónleika- hald. Tónleikar með söng og hljóð- færaslætti voru 20. október sl. og aðrir með líku sniði verða annað kvöld í Egilsstaðakirkju og hefj- ast þeir kl. 20.00. Jólatónleikar með ungum nemendum verða síðan 16. desember. Vegna sameiningar sveitar- gripu blaðamann mest má nefna fyrsta lagið:„Þú ert allt“, sem er frábært lag, vel hljóðblandað og taktfast með eilítið draugalegri melódíu og rifnum, þungum gítar- leik í bakgmnni. Lag nr.3, „Verra“, er með suðrænu, nánast afrísku hljómfalli, sem er undirstrikað af djúpum trommuhljóm og sér- stökum raddsetningum. Titillag plötunnar, „Brothætt", er líka afar áheyrilegt, með sérstakri melódíu, flottum gítarleik og píanói í stóru hlutverki. Lag nr.7: „Er það vorið“, er indælt lag með suðrænum tón, harmoniku og tölvutrommum sem gefa því aukna dýpt. Lag nr. 8: “Skýin vita það“, er gnpandi og töff lag með öflugum takti og bassanum í stóru hlutverki. Þessi lög stukku helst á blaðamann við fyrstu hlustun en platan virðist í heild sinni vinna á við hlustun og er það til merkis um að þarna sé á ferðinni gæðagripur. En hver er Alla Borgþórs og hvað er hún að vilja upp á dekk? Blaðamaður hringdi í hana til að fræða sjálfan sig og lesendur. „Ég er mikil tilfinningamanneskja“ Alla Borþórs er fædd í Vest- mannaeyjum, en fluttist 12 ára gömul ásamt fjölskyldu sinni til Seyðisfjarðar og þar hefur hún búið meira og minna síðan. Hún hefur sungið og spilað nánast frá því að hún man eftir sér og fyrstu lögin sín fór hún að raula um sex ára aldurinn. Hún fór svo að spila á gítar þegar hún var 11 ára og þá fór hún strax að semja lög upp á eigin spýtur. Alla hefur alltaf verið tónelsk, enda er tónlist í ættinni, amma félaga á Héraði verður sú breyt- ing á að Tónlistarskólarnir á Egilsstöðum, Hallormsstað og Eiðum verða lagðir niður í nú- verandi mynd og nýr tónlistar- skóli stofnaður, Tónlistarskóli Austur-Héraðs, og mun hann taka til starfa 1. janúar 1999. I tilefni þessa verða sérstakir tónleikar í Egilsstaðakirkju 18. desember þar sem Tónlistarskól- inn á Egilsstöðum verður kvadd- ur. Á efnisskránni verða þekkt og ljúf jólalög flutt af hljómsveit og einsöngvurum. Á tónleika skólans og músíkfundi er ókeyp- is aðgangur og eru allir, alltaf, hjaranlega velkomnir. hennar og mamma alltaf raul- andi og má því segja að tónlistin hafi komið með móðurmjólk- inni. Alla var á unglingsárunum í hljómsveit sem hét Lóla og gaf út litla plötu en margir Austfirð- ingar ættu að muna eftir því bandi. Hún hefur svo sungið inn á nokkrar austfirskar plötur, m.a. með Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar og einnig söng hún inn á disk sem var gefinn út í tilefni af 100 ára afmæli Seyð- isfjarðarkaupstaðar. Hún þekkti því hljóðversvinnu af eigin reynslu og það kom sér vel þegar hún ákvað að gefa út eigin plötu. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að Alla átti fullt af efni sem hún þurfti að koma frá sér og þess vegna ákvað hún að kýla á það. Hún vann forvinnuna, svo- kallað „demotape", í Stúdíó Ris á Norðfirði og svo fór hún suður til að vinna úr efninu. Sú vinna fór fram í Stúdíó September og vann Alla í nánu samstarfi við Haffa úr SS-sól. Hann, ásamt Þórði Guðmundssyni, bassaleik- ara, vann með henni hugmynda- vinnu og útsetningar og einnig var Tómas Tómasson (Tommi Tomm) hjálplegur við að koma henni inn í „bransann" í borginni. Vinnsla plötual- búmsins tók talsverðan tíma enda er það sérlega vel heppnað. Magnús Reynir Jónsson tók myndir af Öllu til að hafa á al- búminu og voru alls teknar um 200 myndir og var hluti þeirra notaður á ljósmyndasýningu í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Vinnsla plötunnar tók alls um níu mánuði og var því um eðlilegan meðgöngutíma að ræða. Alla semur um mann- legar tilfinningar og einstaka at- vik sem hún hefur orðið fyrir. Annars vill hún helst að hver fyrir sig túlki tónlist hennar og henni er illa við að gera það fyrir fólk. Alla er mikil tilfinninga- manneskja og það skín greini- lega í gegn á plötunni. Hún sem- ur tónlist af því að það er hluti af hennar lífi og það er það skemmtilegasta sem hún gerir og hún segist nánast finna sig knúna til að semja og gefa út tónlist. Hún hefði alveg viljað vera leng- ur í stúdíóinu en það kostar bara svo mikla peninga og því ákvað hún að vinna færri lög og gera það vel. Alla hélt útgáfuteiti á dögunum í Skaftfelli og voru ljósmyndirnar sýndar á sama tíma. Þar flutti hún lög af plöt- unni við undirleik gítar- og slag- verksleikara, auk bakradda. Teit- ið var vel heppnað, en reyndar komst margt fólk á staðinn sem ætlaði að mæta, en Fjarðarheiðin var ófær og illt veður. Alla segir mjög marga listamenn vera starfandi á Seyðisfirði og mikinn áhuga vera á listastafi í bænum. Öflugur hópur hefur unnið í því að efla listastarfið síðustu árin og m.a. hefur listafólkið í bænum fengið Skaftfell að gjöf undir starfsemi sína. Þar á í framtíðinni að verða listamið- stöð Seyðfirðinga og þar á að gera öllum listagyðjum jafn hátt undir höfði. Á Seyðisfirði er einnig starfræktur öflugur tón- listarskóli þar sem ekki er bara kenndur klassískur hljóðfæra- leikur heldur er skólinn opinn fyrir ýmiskonar tónlistarstefnum og lögð er áhersla á að nemendur heyri og spili fjölbreytta tónlist. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarljörður s. 474 1255 Viggó P Vöruflutníngar (5)477 1190 Mikið að gerast hjá tónlistar- skðlanum á Egilsstöðum

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.