Austurland


Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 19.11.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. NOVEMBER 1998 Alyktað um byggða- og kiördæmamál Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Austurlandi var haldinn á Fáskrúðsfirði á dögun- um. Þar var eins og komið hefur fram í fjölmiðlum samþykkt til- laga um að ganga til samstarfs við sameiginlegt framboð félags- hyggjuaflanna í fjórðungnum og kjörnir voru þrír menn í við- ræðuhóp vegna málsins. Helsta ályktun fundarins var um kjördæmamálið: Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Austurlandi mótmælir framkomnum hug- myndum um breytingar á kjör- dæmaskipan þar sem ekki er tekið tillit til uppbyggingar fél- agslegs samstarfs í kjördæmum. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi minnir sérstaklega á stefhu flokks- ins frá árinu 1929 til dagsins í dag um að landið verði gert að einu kjördæmi auk þess að sveit- arstjómarstigð verði eflt í stjórnmálaályktun Alþýðu- flokksins á Austurlandi er m.a. fordæmt hvernig núverandi ríkisstjórn hefur staðið aðgerða- og úrræðlaus andspænis því brýna verkefni að sporna við fólks- fækkun á landsbyggðinni og þeirri miklu byggðaröskun sem því fylgir. Alþýðuflokurinn á Austurlandi fer fram á að rfkis- stjórnin viðurkenni að hin raun- verulega byggðastefna hefur birst í stórkostlegri uppbyggingu á Reykjavíkursvæðinu. Þrátt fyrir góðæri og hagsæld hefur ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að glíma við þau verk- efni sem mikilvægust eru þ.e. að styrkja búsetu á landsbyggðinni og jafna lífskjör svo allir fái notið mannsæmandi afkomu. Eina leiðin út úr þessum ógöng- um er að félagshyggjufólk taki höndum saman við að skapa stóra og öfluga breiðfylkingu sem hafi jöfnuð, framfarir, kvenfrelsi og réttlæti að hornsteinum. Þannig sköpum við betra Island og gerum íbúa landsbyggðarinn- ar að fyrsta flokks þegnum í sam- félaginu á nýjan leik. Alþýðuflokkurinn á Austur- landi bendir m.a. á nokkrar leiðir sem ríkisvaldinu er kleift að fara. Ókeypis smáar Til sölu Röra -unglingarúm. Uppl.ís. 477-1129 Anna Guðlaug Tapað-fundið Sárlega er saknað grænnar og blárrar Adidas íþróttatösku með Man.Utd.-galla, gulum skóm, sokkum og fleira. taskan var tekin í íþróttahúsinu í Neskaup- stað föstudaginn 6. nóv. eða laugardaginn 7. nóv. Vinsamlega hríngið í síma 477-1709 eftaskan hefur lent óviljandi á ykkar heimili. - Beita almennum skatta- lækkunum til að laða fólk til áframhaldandi búsetu og land- vinninga á landsbyggðinni. - Afnema virðisaukaskatt og þungaskatt af flutningum á lífs- nauðsynjum til landsbyggðar- innar. - Koma á algerri jöfnun hús- hitunarkostnaðar til samræmis við höfuðborgarsvæðið - Koma á fiskveiðistjórnun sem tryggir vistvænar veiðar smábáta og öfluga landvinnslu íslandsflug býður „tveir fyrir einn" fargjald milli Egilsstaða og Reykjavíkur í nóvember og desember. Nú opnast ótal möguleikar - viltu skreppa suður með einhverjum? Viltu fá vini og vandamenn í heimsókn? Bentu þeim á okkur. Við gerum nefnilega fleirum fært að fljúga. Áætlunarflugið til Reykjavíkur hefur verið stórbætt og nú notum við þægilegar ATR vélar í öllu flugi þangað. Miðinn greiöist við bókun og gildir í ailar ferðir nema síðustu ferðir á föstudögum og sunnudögum. Annar aðiíinn greiðir fullt verð, hinn ferðast ókeypís. Þeir sem skráðir eru á miðannverðaaðferðastsamanáa.m.k. annarri leiðinni. Kaffi og kleinur um borð! Tilboðið gildir frá I6.nóvember til 16. desember. Upplýsingar og bókanir í síma 471 1122 & 570 8090.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.