Austurland


Austurland - 19.11.1998, Qupperneq 8

Austurland - 19.11.1998, Qupperneq 8
*g \ .. .. \arrbaVví'iÉÉut 2 í'U^#u,'am..,eWut < Ktudda8»^a7 | Ju«^8u.W Tilboð q bökanarvörum . * a\\a dagafrá kl.io.oo.io baWa,W°VNESBAKKI°ö S477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 19. nóvember 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Lögmannsstofa opnuð í Neskaupstað Á mánudag opnuðu Lögmenn Austurlandi ehf. útibú í Nes- kaupstað í húsi Verkalýðsfélags Norðfirðinga að Egilsbraut 11. Að sögn Hilmars Gunnlaugs- sonar, eins af eigendum fyrir- tækisins, er útibúið hugsað til að auka þjónustu við Norðfirðinga en þar hefur hingað til ekki verið starfrækt lögfræðistofa. Fyrir- tækið Lögmenn Austurlandi ehf. vægt fyrir Norðfirðinga að fá aðila af þessu tagi inn í bæinn. Stofan verður opin eftir hádegi á mánudögum til að byrja með og verður einhver af lögmönnum fyrirtækisins til viðtals hverju sinni. Hilmar segir fyrirtækið stefna að því að opna hér útibú með lögfræðingi í fullu starfi og starfsliði og sé þetta fyrsti áfang- inn á þeirri braut. Nemendur voru greinilega áhugasamir um það sem fram fór á þemavikunni og þessi ungi vísinda- legi maður stefnir kannski á vinnu hjá Islenskri erfðagreiningu íframtíðinni. Mynd as Kærkomið hlé frá hefðbundnu skólastarfi Hilmar Gunnlaugsson, einn eigenda Lögmanna Austurlandi. var stofnað í september síðast- liðnum og eru eigendur þess á- samt Hilmari þeir Adolf Guð- mundsson, Helgi Jensson og Jónas A Þ Jónsson og hefur fyr- irtækið stefnt að því að bjóða öllum Austfirðingum lögfræði- þjónustu heima í fjórðungi. Að sögn Hilmars er sú hætta fyrir hendi að fólk leiti ekki réttar síns ef það á ekki aðgengi að lögfræðingum og því sé mikil- Þemaviku grunnskólans á Reyð- arfirði lauk formlega í síðustu viku. Þá buðu nemendur gestum og gangandi að skoða það sem Aftur í sambandi við félagana Ungi drengurinn frá Eskifirði, sem liggur slasaður eftir elds- voða í síðasta mánuði, mun kom- ast í samband við fjölskyldu sína og félaga á næstunni. Landsím- inn ætlar að setja upp fjarfunda- búnað í Grunnskólanum á Eski- firði en slíkur búnaður er fyrir í barnaspítalanum fyrir sunnan þar sem drengurinn liggur núna. „Þetta þýðir að hann verður í samskiptum við sýna nánustu og leikfélagana", sagði Gunnar Sig- bjömsson, þjónustustjóri Land- símans á Egilsstöðum í samtali við blaðið. „Þetta þýðir enn- fremur að hann getur tekið þátt í námi sem hann yrði annars af. Við fórum út í samskonar verk- efni fyrir langveikt barn fyrir vestan fyrir nokkru. Þegar ég frétti af þessu barni frá Eskifirði fékk ég það samþykkt hjá mín- um mönnum í Reykjavík að þeir lánuðu búnaðinn endurgjalds- laust. Þar inni er allur búnaður og einnig símalína. Þetta þýðir að strákurinn verður innan tíðar í myndsambandi við þá félaga sem hann þekkir best“. Verið er að taka búnaðinn til jressa dagana og því ætti hann að verða settur upp allra næstu daga. unnið hafði verið í vikunni á- samt því að gera sér glaðan dag sjálf. Þemavikan var að þessu sinni helguð ári hafsins og ýmis verkefni sem tengdust hafinu voru unnin. Þemavikan, sem hófst síðast- liðinn mánudag, tókst að sögn Ástu Ásgeirsdóttur, aðstoðar- skólastjóra, í alla stað mjög vel. Dagskráin var fjölbreytt, t.d. fóru allir nemendur á mánu- daginn í siglingu með skólaskip- inu Dröfn og 9. og 10. bekkur fóru í veiðiferð með skipinu. Ymislegt annað var gert, m.a. voru nokkur fyrirtæki á Eskifirði og Reyðarfirði heimsótt, ásamt því að Sjóminjasafnið á Eski- firði var heimsótt. „Hafrannsóknarmenn voru mjög hjálplegir en fyrir utan skólaskipið þá aðstoðuðu þeir við hluta lokasýningarinnar", sagði Ásta í samtali við blaðið. „Við fengum einnig að fara í fyrirtæki hér og á svæðinu. Á Eskifirði heimsóttum við Rækju- verksmiðju Hraðfrystihússins og og Netaverkstæðið. Á Reyðar- firði voru það Síldarbræðslan og Skinney sem heimsótt voru. Það var allsstaðar mjög vel tekið á móti okkur og fyrirtækin eiga þakkir skildar fyrir sinn þátt“. Eins og áður kom fram var lokadagur þemavikunnar á fimmtudaginn. Þá var Hafrann- sóknarstofnun með sýningu á- samt því að nemendur sýndu af- rakstur vikunnar. Þama var boð- ið upp á fyrirlestra en einnig kíkt í smá- og víðsjár. Nemendur fengu að skoða afrakstur vik- unnar yfir daginn en um kvöldið var almenningi boðið í heim- sókn. Um 100 manns heimsóttu skólann af þessu tilefni. Hvemig kunna krakkarnir við þennan hluta skólastarfsins? „Þetta er gott að fá frí í skól- anum og t.d. er mun minni heima- vinna. Þetta gefur þeim einnig aðra sýn á skólastarfið. Það spilar einnig inní að ekkert frí er í skólanum frá september fram í desember þannig að þemavikan gefur kærkomið hlé á hefð- bundnu skólastarfi og brýtur vinnuna innan skólans aðeins upp“, sagði Ásta að lokum. Slippfélagið Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.