Austurland


Austurland - 26.11.1998, Side 1

Austurland - 26.11.1998, Side 1
Rjúkandi ráð í Neskaupstað Leikfélag Norðfjarðar frumsýndi gaman- og söngleikinn Rjúkandi ráð eftir Stefán Jónsson, Jónas og Jón Múla Árnasyni við góðar undirtektir áhorfenda á laugardaginn. Leikstjóri verksins er Ingibjörg Björnsdóttir. Alls taka 13 leikarar þátt í sýningunni. A myndinni hérfyrir ofan sést hvar lögregluþjónarnir Guðmundur P. Smitli og Ólafur E. Jónsson handtaka glœpamanninn Skarphéðinn Nílsen við töluverða skelfingu viðstaddra. A bls. 3 er að finna nánari umsögn um sýninguna frá Stefáni Þorleifssyni. Ljósm. S.Ó. Tvö sveitarfélög á Austurlandi sækjast eftir flóttamönnum Nýr félagsmálastjóri í sveitarfélag 7300 Félagsmálaráð sveitarfélags 7300 hefur mælt með því að Kristinn Stefán Einarsson verði ráðinn í starf félags- málastjóra. Kristinn er stjórn- málafræðingur að mennt og hafði hann mjög góð með- mæli úr sínum fyrri störfum, en hann hefur m.a. starfað við áfengismeðferðarstofnan- ir og hefur því nokkra reynslu af þessum málaflokki. Sfldarvinnslan stefnir á kolmunnavinnslu til manneldis Síldarvinnslan hefur verið brautryðjandi í veiðurn á kol- munna á Islandi og nú stefnir fyrirtækið á að hefja vinnslu á kolmunna til manneldis. Fyr- irtækið hefur sótt um rann- sóknarstyrk til Rannís til að leita vinnsluaðferða, en svar við umsókninni kemur ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Fyrirtækið hyggst auka kol- munnaveiðar til muna og verður m.a. í þeim tilgangi skipt um vél í Berki NK 122 til að gera hann hæfari til veið- anna. Alls hefur um 37.000 tonnum af kolmunna verið landað hjá Síldarvinnslunni í ár og hefur hann verið mikil búbót. Frá þessu var sagt í fréttabréfi Síldarvinnslunnar sem kom út á mánudag. Bræla hamlar veiðum Síðustu vikuna hefur verið nánast stanslaus bræla á fiski- miðum að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerðarstjóra Síldarvinnslunnar hf. og hafa veiðar af þeim sökum gengið afar treglega. Sfldarvertíðin í ár hefur verið heldur daufleg, en þó verður hún sennilega ekki verri en í fyrra og t.d. er búið að setja í yfir 15.000 tunn- ur hjá Síldarvinnslunni og er það svipað og á síðustu vertíð. Tvö sveitarfélög á Austfjörðum, Seyðisfjörður og sameinað sveit- arfélag Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar, hafa nú ákveðið að sækja um að fá að taka á móti flóttamönnum frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Bæj- arstjórn sveitarfélags 7300 sam- þykkti á fimmtudag í síðustu viku að senda inn umsókn, en umsóknarfresturinn rennur út 1. desember. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, bæjarstjóra sveitar- félag 7300, er ekki vitað hversu stór hópur kæmi austur ef af þessu yrði, en þeir hópar sem þegar hafa komið til landsins hafa verið um 20 manns. Guð- mundur sagði bæjarstjóm hafa talið þetta vera skynsamlegan kost í ljósi þess að næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og nægt framboð er á húsnæði. Á síðasta ári kom hópur flótta- manna til Hornafjarðar og hefur reynslan af því verið góð. Komu flóttamanna fylgir mikið og skipulegt átak í nýbúafræðslu sem nýtist þeim nýbúum sem fyrir em á svæðinu og er það einnig talið jákvætt. Olafur Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, tekur í sama streng og Guð- mundur og telur hann bæjarfélög á Austurlandi sérlega vel til þess fallin að taka á móti flóttafólki sökum góðs ástands í atvinnu- og húsnæðismálum og segist hann vera sannfærður um að Seyðfirðingar gætu tekið vel á móti fólkinu. Handverks- og listaskóli á Austurland? Nefnd, sem skipuð var af skólameistara ME til að kanna möguleika á náms- braut í listiðnum við skólann, er nú að ljúka störfum. Nefnd- in skoðaði reynslu nágranna- þjóðanna af slíku námi og gerði svo drög að slíku námi hér heima. Skv. hugmyndum nefndarinnar yrði um að ræða sjálfstæða braut innan skól- ans með tengslum við erlenda skóla af svipuðu tagi til að tryggja það að nemendur geti leitað í framhaldsnám og lendi ekki á blindgötu í námi sínu. Nám með áherslu á handverk hefur í raun ekki verið fyrir hendi hér á landi með skipulegum hætti, en kominn er tími á að færa slíkt nám inn í skólakerfið til að varðveita hinar gömlu hand- verkshefðir og auka val- möguleika nemenda á fram- haldsskólastigi. Tillögurnar gera ráð fyrir tveimur aðal- fögum, annars vegar öllu sem tengist ull og vefnaði, t.d. tó- vinna, flóki, prjón, prjóna- hönnun, vélprjón og skreyt- ingar, og hins vegar tré og málmsmíði, þ.e. útskurð og rennismíði. Einnig er gert ráð fyrir að bjóða upp á afar fjöl- breytt valfög svo sem leður og skinnsaum, steinhögg, steinslípun, pappírsgerð og Ijósmyndun. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaöir logmenn@austurland.is www. austu rla nd. is/logmenn si m i: 470-2 200 fax.470-2201 Starfskraftur óskast til starfa frá áramótum

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.