Austurland


Austurland - 26.11.1998, Síða 2

Austurland - 26.11.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1998 Austurland Útgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritncfnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) ffi 477 l383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson ffi 477 1373 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 9 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður ffi 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Þingmennska líka fyrir konur Á A Getraunaleikur Þróttar Það má segja að tipparar hafi gleymt að taka óvænt úrslit inn í myndina þegar þeir tippuðu um síðustu helgi. Aðeins fannst ein röð hjá Þrótti með 10 réttum og ein röð með 9 réttum, aðrir voru rneð þetta 6-8 rétta. En þetta virðist hafa verið svona um allt land því að enginn náði 13 eða 12 réttum á íslandi. Það voru Gufumar sem náðu 10 réttum og Sigurjón sem náði 9 réttum. Tippararnir í Tippverk, sem létu ljós sitt skína í getraunaþættin- um á Stöð 2, náðu aðeins 8 rétt- um. Það er ánægjulegt að sjá að tipparar, sem eru fluttir frá bæn- um eða eru við nám annars- staðar, halda tryggð við félagið sitt og merkja við 740 þegar þeir tippa. En ég held að við þurfum að fara að taka okkur saman í andlitinu og ná veglegum vinningum í bæinn. Staða efstu hópa í leiknum er þannig: 1 Sigurjón 20 2-4 Skotturnar 19 2-4 Gils ykkni 19 2-4 Gufurnar 19 5-7 Mónes 18 5-7 3 Fuglar 18 5-7 Lækurinn 18 8-12 West End 17 8-12 CM2 17 8-12 Skósi 17 8-12 Trölli 17 8-12 Tetrachord 17 Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl 19.30-21 og laugardaga kl 10-13. Einnig er hægt að tippa í lottókassanum í Söluskála Olís og á Netinu, slóð- in er 1X2.is. Það er ekki of seint að hefja þátttöku í hópleiknum, því að 8 bestu vikurnar gilda. Nú á haustdögum var settgur á laggimar starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins í þeim tilgangi m.a. að vekja athygli okkar almúgans á því að þingmennska sé líka fyrir konur. Hóp- urinn er skipaður þingmönnum úr hópi kvenna undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur, framsóknarþingmanns. í þetta voru settar nokkrar milljónir og er það vel. Það sem hefur komið frá þessum hópi vekur blendnar tilfinningar hjá bæði konum og körlum. Það er dálítið erfitt að samsama háhælaða dansskó og Davíð Odds- son, forsætisráðherra, Sighvat Björgvinsson og brjóstahald, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og pissuskál og þingmennsku. Nú er undirbúningur framboðslista á fullri ferð í öllum kjör- dæmum, sums staðar er stillt upp á lista en í öðrum kjördæmum eru prófkjör. Það er opinber staðreynd að próikjör er ekki að- ferðin til að fjölga konum í öruggum sætum á listunum en samt er það talin besta leiðin af mörgum. í dag er prófkjör rekið meira og minna í fjölmiðlum með ærnum tilkostnaði og leggja sumir milljónir í þann kostnað. Þar eiga þeir mesta möguleika sem eru eitthvað þekktir fyrir, t.d. úr fjölmiðlum, af Alþingi eða vegna sveitastjórnarstarfa, eða vegna þess að þeir eru í forsvari fyrir fyrirtækjum eða stofnunum, og eru það karlmenn í miklum meirihluta. Æskilegt hefði verið að þeir fjármunir sem Alþingi er að leggja fram nú hefðu verið lagðir fram í upphafi kjörtímabils. Þeir hefðu verið settir í það að hvetja konur til að hefja félags- störf í meira mæli en þær gera í dag, fjármagninu verið veitt út í öll kjördæmi og unnið markvisst að því að búa konur til ábyrgr- ar þátttöku í þjóðfélagi því sem við búum í. Það hefði mátt hugsa sér að virkja jafnt pólitísk félög sem kvenfélög í þessu mark- miði. Konur bíða ekki í hópum eftir því að gefa kost á sér til þings. Framsóknarmenn voru að kjósa sér varaformann núna um helgina. Mikil umræða er búin að vera alla síðastliðna viku um þá frambjóðendur, konu og karl, sem gáfu kost á sér í það embætti. Framsóknarflokkurinn hefur verið að hrósa sér af því að hann sé eini flokkurinn sem vinni eitthvað í jafnréttismálum og hafi sérstakan jafnréttisfulltrúa. Nú hafði llokkurinn tækifæri til að staðfesta þetta. En nei, nú var hræðsluáróðurinn settur í gang. Ekki mátti styggja karlinn, það væri dóntur á hans störf sem ráðherra, hann væri erfðaprinsinn, það væru nógu margar konur í flokksstjórn, þær væru meira segja fleiri en karlarnir í þeim hópi sem kjörinn er á flokksþingi, hún væri svo ung, hún gæti beðið o.s.frv. Þetta ræddu fjölmiðlarnir fram og aftur í fréttum og fréttatengdum þáttum. enda fór svo að hann fékk starfið, að sjálfsögðu. Kannski hefði hún átt meiri möguleika, ef þessi starfshópur hefði byrjað að vinna eftir síðustu kosningar. SLA RJUKANDI RAÐ Höfundar Stefán Jónsson og Jónas og Jón Múli Árnasynir arans, sem mér fannst hreint fara á kostum og er það Þorgrímur Danilsson í túlkun sinni á brask- aranum og glæponinum Stefáni Þ. Jónssyni. Hún var í alla staði frábær og ógleymanleg. Mér finnst þessi sýning mikið afrek þegar tekið er tillit til þess að flestir eru leikararnir ungir að árum og koma margir trúlega í fyrsta sinn á leiksvið. Auðvitað leynir það sér ekki í sumum hlut- verkunum þar sem leikararnir töluðu of hratt og þá ekki nógu skýrt. En þetta lagast allt með æfingunni. skemmtilega staðsettir og gefur hljómlistin sýningunni mikið líf og fyllingu. Grínið, gamanið og ATH! Ekki gieyma að fara með fötin í hreinsun. Við höfum opið virka daga frá kl. 12.45 • 16.00 Lækurinn Egilsbraut Fegurðardrottningar taka lagið fyrir lögregluþjóninn Guðmund P. Smith sem virðist ekkert sérlega hrifinn af tiltœkinu. Ljósm. S.O. Tulkun Þorgnms Damelssonar (til liœgri) á braskaranum og glœpa- manninum Stefáni Þ. Jónssyni var í alla staði frábœr og ógleym- anleg. Með honum á myndinni er Aðalbjörn Sigurðsson. Ljósm. S.Ó. Leikfélag Norðfjarðar hefur ver- ið endurvakið. Frumsýningin á söngva- og gamanleiknum Rjúk- andi ráð.s.l. laugardag er glæsi- legt vitni þess. I ein orði sagt þá var heildar- svipur þessarar sýningar frábær og ber merki þess að leikstjórinn, Ingibjörg Bjömsdóttir, kann vel til verka. Umgerð sýningarinnar er sérlega smekkleg. Leiksviðið einfalt. Undirleikararnir eru lögin hans Jóns Múla náðu vel til leikhúsgesta sem fylltu Egilsbúð á frumsýningunni. Þau orð, sem hér eru sett á blað, eru ekki neinn leikdómur, heldur eru þau aðeins skrifuð í þeim tilgangi að þakka öllum þeim sem hér hafa komið að verki fyrir frábæra skemmtun. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast á frammistöðu eins leik- Það voru glaðir og þakklátir leikhúsgestir sem fögnuðu þeim stóra hópi sem komu fram á sviðið að lokinni sýningu með langvinnu lófaklappi og blómum til leikstjórans. Það er von mín að Norðfirð- ingar og nágrannar láti þessa sýningu ekki fram hjá sér fara því hún er sannkallaður gleði- gjafi. Kærar þakkir fyrir þessa góðu og langþráðu skemmtun. Stefán Þorleifsson

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.