Austurland


Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 26.11.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1998 Einn best útbúni sjúkraflutningabíll landsins Björgvin Þór Pálsson, sjúkraflutningamaður, í tœkjum hlaðinni bifreiðinni. Ljósm. as Fyrir skömmu síðan stóð Rauði krossinn á Reyðarfirði fyrir söfnun hjá bæjarbúum og fyrir- tækjum og í kjölfarið var sjúkra- flutningabifreið staðarins útbúin samkvæmt kröfulýsingu neyðar- bfla sem Heilbrigðisráðuneytið og sjúkraflutningaráð hafa gefið út. Um er að ræða ákveðin stað- allista hvernig sjúkrabíll og neyð- arbíll eiga að vera útbúnir. Eins og bfllinn er útbúinn í dag uppfyllir bifreiðin s.s. kröfur sem neyðarbíll gagnvart tækja- búnaði. Hinsvegar er bifreiðin ekki skráð sem slík þar sem lækn- ir þyrfti að vera staðsettur á bílnum í öllum tilfellum og einn- ig þyrfti mannskapurinn að afla sér svokallaðra neyðarflutninga- réttinda. Til að halda þeim rétt- indum þarf sjúkraflutningamað- ur að sinna ákveðnum fjölda út- kalla á ári eða endurmennta sig á 3 mánaða fresti. Að sögn Björgvins Þórs Páls- sonar, sjúkraflutningamanns, liggur munurinn á neyðarbíl og yjooð á méln/fj \v Mottur dreg*ar í úrvali ** líyggl og Fluit 8477 1515 Xoskaupslað a47d 1435 tishifirðl 20% aíslátHÝ ^tí&fi** íiL jéla Glæsileg jólakort fyrir Ijósmyndina þína. Kort, umslag og Ijósmyndin þín frá kr.64 - 105,- Kort og umslag (án Ijósmyndar) kr.40 - 85.- 3ólaleikur O Allir. sem panta jólakort eða stækkanir hjá okkur og láta þessa auglýsingu iylgja pöntun, lenda í jólapottinum. Dregið verður úr innsendum niiðum skömmu fyrir jól. Vinningar: 1. vinningur: 5.000 kr. vöruúttekt og /eða framköllun. 2-5 vinningur: Framköllun á 24 mynda filniu. Nafn: ___________________ Sfmi:___________ Dynskógum 4 Egilsstööum Sími 471-1699 Umboðið í Neskaupstað er í SÚNbúðinni sjúkraflutningabíl aðallega í tækjabúnaði. „Til eru svokallaðir A og B bílar. Bíllinn sem staðsettur er hér er svokallaður A bfll. Mun- urinn er að B bflar hafa minna af tækjabúnaði, m.a. nánast ekki neitt af sérhæfðum búnaði og því hægt að segja að þeir séu meiri flutningsbflar. Þannig geta þeir ekki tekist á við jafn alvarleg áföll og svona neyðarbíll getur. Það liggur sérstaklega í sérhæfð- um endurlífgunarbúnaði. Við vorum að fá fullkomnustu gerð af hjartastuðtæki og einnig líf- vaka. Það er tæki sem fylgist með lífsmörkum sjúklinga og heitir Propack á fagmálinu. Þessi bfll er útbúinn með öllum teg- undum af spelkum og stuðnings- búnaði sem er umfram það sem standard sjúkrabflar hafa. Þegar við fórum í fjársöfnun í september og leituðum á náðir fyrirtækja í sveitarfélaginu héld- um við 2 risabingó með 4 daga millibili. Þetta gerði það að verkum að við gátum keypt þennan sérhæfða búnað og menntað einn sjúkraflutninga- mann í leiðinni. Þetta var geysi- legt átak og á þessum 3 eða 4 vikum söfnuðum við rúmlega ársveltu deildarinnar. Við söfn- uðum alls um 1100 þúsund krón- um en ársvelta deildarinnar er 800 þúsund. Ef stórar deildir ættu að ná samskonar árangri í fjáröflun þá þyrfti t.d. Reykjavíkurdeildin að safna 55 milljónum á þremur vikum og Akureyrardeildin um 10 milljónum á svipuðum tíma. Þetta er samanburður sem sýnir hversu mikið átak var gert á Reyðarfirði og sýnir glögglega að árangurinn er frábær á landsvísu." En af hverju var farið át í þetta átak? „Ástæðan er sú að fyrir um Ókeypis smáar Til sölu Honda MTX 70 cc árg. 1987. Upplýsingar í síma 477-1380 milli kl. 18 og 19. Óska eftir fiskabúri Uppl.ís. 477-1216. Hrefna ári síðan, þ.e. um áramótin 1997 til 1998, stóðum við frammi fyr- ir þeirri undarlegu staðreynd að Heilbrigðisráðuneytið kom fram með tillögu um að kippa út nokkrum sjúkrabflum, m.a. bíl sem staðsettur er hér á Reyðar- firði. Bæði íbúar og við sem störfum í þessu hér gátum ekki hugsað okkur að missa bflinn af staðnum. Það var upphafið á því að við hófum þetta starf því að okkar mati á ákvörðun um slfka hluti að vera í höndum heima- manna, ekki ráðuneytis. Vegna vinnu heimamanna í málinu höf- um við í dag vilyrði frá ráðu- neytinu um að bíllinn hér verði í framtíðinni einn af 60 sjúkrabfl- um á landinu. Það skipti einnig Viltu grennast, auka þol, skerpa einbeitinguna og láta þér líða vel. Prófaðu fæðubótaefnið og snyrtivörurnar sem hjálpaði okkur. Hafðu samband við Lellu eða Sveinu í 0> 553-4186 eða 698-1116 miklu máli að heilsugæslan vildi hafa þennan bíl hérna og að mjög vel menntaður og þjálfaður mannskapur er á bílnum. En nú er bíll á Eskiflrði. Er það ekki nógu nálœgt? „Þetta er öryggisatriði. Ef bfllinn á Eskifirði er í útkalli eru 30 mín. í næsta bíl sem er á Egilsstöðum. Einnig erum við varabíll fyrir Fáskrúðsfjörð þar sem þeir eru bara með einn bfl. Það spilar einnig sterkt inní að undanfarin 2 ár hefur bíllinn verið okkar eina keðja í heilbrigðisþjónustunni eins og ástandið var í læknamálum. Sem betur fer er nú læknir í föstu starfi við heilsugæslustöðvarnar á Eskifirði og Reyðarfirði en það breytir því ekki að bfllinn er mikilvægt öryggistæki. Sjúkraflutningabifreið Reyðfirðinga er ein sú fullkomnasta á landinu. Það eru heimamenn sjálfir sem unnið hafa óeigingjarnt starftil að gera hana sem best úr garði. Ljósm. as andi ráð Höfundar: Stefán Jónsspn, Jónas og Jón Múli Árnasynir. Leikstjóri: Ingibjörg Björnsdóttir. Næstu sýningar: Laugard. 28. feb. kl. 20:30 Sunnud. 29. feb. kl. 17:00 ath. síðasta sýning Miðapantanir í Q) 477-1708 Miðaverð kr. 1.200 fyrir fullorðna kr. 800.- fyrir börn yngri en 12 ára Vinningsnúmer út happdrætti SVFI 1. vinningur ferð fyrir einn með Flugfélagi Islands kom á miða nr. 347 2. vinningur kom á miða nr.144. 3. vinningur kom á miða nr. 339 4. vinningur kom á miða nr. 549 5. vinningur kom á miða nr. 78 6. vinningur kom á miða nr. 145 7. vinningur kom á miða nr. 443 8. vinningur kom á miða nr. 328 9. vinningur kom á miða nr. 149 lO.vinningur kom á miða nr. 87 11. vinningur kom á miða nr. 455 12. vinningur kom á miða nr. 541 13. vinningur kom á miða nr. 324 14. vinningur kom á miða nr. 39 15. vinningur kom á miða nr. 463 Þökkum öllum 16. vinningur kom á miða nr.141 17. vinningur kom á miða nr. 67 18. vinningur kom á miða nr. 451 19. vinningur kom á miða nr. 167 20. vinningur kom á miða nr. 354 21. vinníngur kom á miða nr. 356 22. vinningur kom á miða nr. 435 23. vinningur kom á miða nr. 73 24. vinningur kom á miða nr. 31 25.vinningur kom á miða nr. 303 26. vinningur kom á miða nr.533 27. vinningur kom á miða nr.170 28. vinningur kom á miða nr. 482 29. vinningur kom á miða nr. 218 30. vinningur kom á miða nr. 152 31. vinningur kom á miða nr. 502 32. vinningur kom á miða nr. 344 veittan stuðning

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.